24. ágú. 2012

Göngugatan Laugavegur III

Ætla að týna hér saman umfjöllun um framtakið og jákvæð og neikvæð viðbrögð eftir því sem hún verður á vegi mínum:

Jákvæð



Laugavegur - hvert skal stefnt?
http://www.visir.is/laugavegur---hvert-skal-stefnt-/article/2012704209987

Páll Jakob Líndal doktorsnemi í umhverfissálfræði fjallar á jákvæðum nótum um framtakið

Alsæl með göngugötuna
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/08/03/alsael_med_gongugotuna/

Rætt var við eftirfarandi verslunarfólk við götuna sem allt var hæstánægð með framtakið:

Kristján Freyr Halldórsson, Bókabúð Máls og menningar
Tinna Brá Baldvinsdóttir, Hrími hönnunarhúsi
Hanna Soffía Þormar, Spúútnik
Bára Hólmgeirsdóttir, Aftur

Skólavörðustígur sumargata viku lengur
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/08/16/skolavordustigur_sumargata_viku_lengur/
Mikil ánægja hefur verið með fyrirkomulagið meðal rekstraraðila við Skólavörðustíg og vildu allir aðilar á svæðinu hafa götuna sumargötu í eina viku til viðbótar við áður auglýstan tíma. Það sama kom upp í fyrra:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/08/09/skolavordustigur_afram_gongugata/

http://borghildur.info
Ýmsar mælingar og umfjöllun um framtakið í fyrra.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/03/07/segir_framsetningu_kaupmanna_ranga/
Kristín Soffía Jónsdóttir gerir athugasemd við framsetningu Björns Jóns Bragasonar við mótmæli við lokun.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/04/23/fleiri_hlynntir_sumarlokun/
Frétt um að fleiri séu hlynnti lokun fyrir bílaumferð en andvígir.

Neikvæð

Greinargerð með undirskriftum kaupmanna og fasteignaeigenda gegn öllum frekari áformum um lokun Laugavegar fyrir bílaumferð, afhentar borgarstjóra 7. mars 2012

Ýmis neikvæð ummæli Björns Jóns Bragasonar hjá Samtökum kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg á mbl.is
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/03/07/kaupmenn_vid_laugaveg_motmaela/
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/04/30/list_illa_a_lokun_laugavegar/
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/06/11/engin_skynsamleg_rok_fyrir_lokun_laugavegar/
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/06/11/botnar_ekki_i_sjonarmidum_borgarinnar/
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/08/17/aldradir_og_fatladir_sjaldsedir/
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/08/19/opid_fyrir_umferd_a_laugaveginum/
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/08/24/verslun_tekid_kipp_vid_opnun/




Göngugatan Laugavegur II

Það er forvitnilegt að skoða viðhorfskönnun um lokun fyrir bílaumferð um Laugaveg sumarið 2011 sem Borghildur stóð fyrir. Skífurit má sjá hér.

Spurt var um viðhorf fyrir og eftir lokun. Þegar rekstraraðilar vorur spurðir fyrir lokun hvaða áhrif lokun myndi hafa svöruðu 23,3% að áhrifin yrðu jákvæð og 43,3 töldu að þau yrðu neikvæð. Eftir lokun hins vegar voru 32,7 á því að áhrifin hafi verið jákvæð en 16,4% sögðu að þau hefðu verið neikvæð. Fyrir lokun töldu 3,3% að lokun mynd engin áhrif hafa á viðskipti. 43,6% sögðu, eftir lokun, að áhrifin hafi engin verið.

Rekstraraðila voru því frekar neikvæðir áður en tilraunin var gerð, en að lokinni tilraun töldu 76,3 að lokunin hafi ekki haft áhrif eða þá að áhrifin hafi verið jákvæð.

Ég veit ekki hvort svipuð viðhorfskönnun hafi verið gerð í ár en þetta er allt önnur stemming en Samtök kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg lýsa í sínum málflutningi.

Göngugatan Laugavegur

Bílaumferð um Laugaveginn var takmörkuð um tíma í sumar líkt og í fyrra. Ég var því miður ekki á landinu megnið af þeim tíma sem takmörkunin var í gangi en mér skilst að þetta hafi heppnast vel og fínasta stemming flesta daga, svona a.m.k. skv. vinum og kunningjum.

Það eina sem ég hef heyrt opinberlega um uppátækið hins vegar kemur frá Birni Jóni Bragasyni í nýstofnuðum Samtökum kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg. Hann finnur verkefninu allt til foráttu og talar um hrun í verslun og að fatlaðir og aldraðir hafi varla sést í götunni og að það hefði hingað til gert verslun á Laugaveginum gott að geta keyrt götuna alla í gegn.

Ég varð nokkuð forvitinn um samtökin og fór því inn á vefinn þeirra. Þar er fjöldi greina og frétta auk ályktana. Þar má líka finna lög samtakanna og upplýsingar um stjórn:


Bolli Kristinsson, formaður, Brekkuhúsum ehf.
Brynjólfur Björnsson, Versluninni Brynju
Gunnar Guðjónsson, Gleraugnamiðstöðinni
Hildur Símonardóttir, Vinnufatabúðinni
Jón Sigurjónsson, Jóni & Óskari
Frank Ú. Michelsen, Michelsen úrsmiðum (varam.)
Hallgrímur Sveinsson, Gullkúnst Helgu (varam.)
Framkvæmdastjóri:Björn Jón Bragason


Félagaskrána finn ég ekki á síðu samtakanna en eftirfarandi sátu stofnfundinn:

Gunnar Guðjónsson, Gleraugnamiðstöðinni
Jón Sigurjónsson, Jóni & Óskari
Bolli Kristinsson, Brekkuhúsum ehf.
Rúdolf Kristinsson, K. Einarsson & Björnsson
Hallgrímur Sveinsson, Gullkúnst Helgu
Gunnar Rósinkranz, Hótel Fróni
Sveinn Valfells, Kjörgarði
Gunnar Indriðason, Vesturgarði ehf.
Frank Ú. Michelsen, Michelsen úrsmiðum
Svava Eyjólfsdóttir, Verslun Guðsteins Eyjólfssonar
Helgi Njálsson, Hún ehf.
Hildur Símonardóttir, Vinnufatabúðinni
Brynjólfur Björnsson, Versluninni Brynju
Guðrún Steingrímsdóttir, Lífstykkjabúðinni

Forvitnilegt væri að vita hvaða fulltrúar annarra fyrirtækja við götuna sitja í samtökunum. Hvort þau tali fyrir hönd flestra rekstraraðila eða einungis lítils hóps. Ég hef sent framkvæmdastjóra samtakanna fyrirspurn um félagaskrána og bíð svara.



20. ágú. 2012

Gautablogg

Gautaborg er ekki slæm. Ekki á sumrin í hið minnsta. Hér er hægt að baða sig í sjónum og vötnum, skoða hirti hér úti í skógi, hjóla um allar trissur og taka sporvagna. Mér finnst lestarsamgöngur eitt skemmtilegasta fyrirbæri í heimi.

Ég fór í fyrsta sinn í kräftskiva um helgina. Hvað er það, kann fólk að spyrja. Það er svona krabbaátsveisla. Það var gott, það var gaman.