Já, ekki hefur maður fært inn sendingar hingað á þennan blogg um nokkurt skeið. Gott mál.
En hvað er annar í páskum? Hvaða status hefur hann? Er hann eins og laugardagur, eða eins og sunnudagur, eða er hann alveg spes? Og hverju er verið að fagna? Ojæja.. ekki ætla ég svo sem að kvarta yfir því að fá frá á mánudegi. Takk Jesús!
Annars merkileg þessi hátíðleiki á Íslandi um páskana. Hér leggst bara allt á hliðina. Allt lokað. Ég var með gesti í heimsókn yfir páskana. Þjóðverja. Þeir komu í mat til mín á páskadag. En það var reyndar ekki þrautarlaust, því þau uppgötvuðu það á leiðinni að strætó gengur ekki um páskana. Enginn strætó. Ekkert. Engar ferðir, föstudaginn langa og páskadag. Onei. Þá má fólk ekki fara út úr húsi, nema á bíl.
What? Er virkilega bara litið svo á þetta. Nei, fólk sem á ekki bíl þarf ekki að fara á milli staða um páskana, a.m.k ekki lengra en hægt er að fara fótgangandi eða á hjóli.
Ég skal verja strætó og nálgast með bjartsýni almenn. En plís, strætó á að ganga alla daga. Auðvitað má takmarka ferðir og fækka. En það er ekki bara hægt að loka á þjónustuna. Í mínum huga mætti alveg eins bara loka Hringbraut og Miklubraut. Já, nei, það eru páskar. Engin þjónusta fyrir ykkur. Verið heima.
1 ummæli:
Takk fyrir að taka af mér ómakið að nöldra yfir þessu.
Skrifa ummæli