23. apr. 2012

Vatnsmýrin

Tók mér stutta kvöldgöngu í kvöld (eðlilega). Gekk í Hljómskálagarðinum og svo brúna yfir Hringbraut og lagði leiðina á göngustíg sem liggur inn í Vatnsmýrina við Norræna húsið.

Ég hef ekki gengið þarna í mörg ár. Vissi tæpast af þessum göngustíg. En þarna liggur hann og aðgengi að honum hefur í raun batnað með tilkomu göngubrúarinnar nýju yfir Hringbraut.

Það er fallegt að ganga þarna og gæti verið enn fallegra ef ekki væri hraðbraut þarna oní þessu nánast og flugvöllur við hliðina. Og ekki væri verra ef hirt væri betur um þetta. Það var sorglegt að sjá allt ruslið sem þarna er á víð og dreif. Plastpokar og -flöskur, fernur og dósir út um all, í lækjum, mýrarpyttum og flækt í trjám og öðrum gróðri. Kannski er einhver sem sinnir þessu og á bara eftir að hefja vorverkin. Auðvitað er þetta viðkvæmt svæði og kannski ekki æskilegt að hreinsunarflokkar séu þarna stöðugt á ferð. En varla líður fuglunum vel innan um allt þetta rusl. Af sumu af því stafar þeim hreinlega hætta.

Ojæja.

Ég tók mynd.

Engin ummæli: