Ég bjó til nýtt orð. Nýja sögn, miðmyndarsögnin að eiðast. Notað um það að kvarta yfir málfari í fjölmiðlum. Dregið af eiginnafninu Eiður, sbr. Eiður Svanberg Guðnason.
Ég á það til að eiðast. Dæmi um það eru gullkornastatusar á Facebook þar sem ég bendi á meinlegar og skondnar villur í texta á vefmiðlum.
Ég er stundum dáldið fyndinn.
1 ummæli:
Eiginlega er Eiður samt búinn að ræna mig ánægjunni af því að röfla um málfar í miðlum. Svo leiðinlegar eru endalausar aðfinnslur hans.
Skrifa ummæli