9. okt. 2008

Undarlegt

Undarlegt þykir mér að íslendingum standi lán til boða frá Norðmönnum og líklega fleiri Norðurlandaþjóðum, og hafi um nokkurt skeið, en engu síður sé ætlunin að þiggja lán frá Rússum. Hvers vegna ósköpunum er ekki stokkið á lán sem Norðmenn hafa ítrekað boðið okkur. Er okkur virkilega betur borgið með að halla okkur upp að Rússum á ögurstundu?

Ég fanga því að Ágúst Ólafur lýsi yfir að seðlabankastjórar þurfi að víkja. Þetta þarf að heyrast frá mun fleiri þingmönnum og í raun öllum landsmönnum, því krafan er eðlileg. Hvers vegna er það alltaf þannig í íslenskri þjóðarsál að embættismenn mega komast upp með hvaða mistök sem er og vera hur óvinsælir sem helst án þess að spurningin um afsögn komi einu sinni upp?

Bananalýðveldi

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kannski skiptir einhverju máli að lánið sem menn vilja fá frá Rússum er 8 sinnum hærra en Norðmenn hafa boðið okkur.

Margir hafa „hallað sér að“ kapítalískum lánastofnunum í þeirri merkingu að þeir hafa fengið lán hjá þeim. Sumir vilja að við höllum okkur að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem setur yfirleitt hörð skilyrði fyrir lánveitingum og á skelfilegan feril að baki um allan heim (sjá t.d. Naomi Klein, The Shock Doctrine). Ég á dálítið erfitt með að sjá að það værri verra að fá lán frá Rússum.

Fjalsi sagði...

Punktur sem mér láðist að nefna, jamm vitanlega er lánið mun hærra. Mér láðist líka að nefna að mér þykir ekkert endilega skárra að við „höllum okkur upp að“ t.d. Bandaríkjamönnum. Ég held líka að það sé engin ástæða til að halla okkur upp að Alþjóða gjaldeyrissjóðnum.

Þetta var misheppnuð leið til að spyrja afhverju við höfum ekki þegið þá hjálp sem okkur hefur þó boðist frá þeim þjóðum sem við eigum í hvað nánustum samskiptum við.

En mér þykir fyndið hvað margir sósíalistar þurfa endalaust að hlaupa til að verjast gagnrýni á Rússland, enn þann dag í dag. Hvað er málið? Afhverju þessi endalausa viðkvæmni þegar t.d. ESB og BNA gagnrýna Rússland? Þá er talað um hræsni og tvískinnungshátt. Afhverju ekki sömu varnarræður í þau skipti sem Rússar og ESB gagrýna t.d. Bandaríkin? Er ekki sami tvískinnungshátturinn þar á ferð?

Og svo eitt enn til að æra Sverri: Ég er líka sósíalisti...

Nafnlaus sagði...

Manstu nokkur dæmi um þessa sérstaklegu viðkvæmni sósíalista gagnvart Rússlandi? Líklega geturðu nefnt ótalmörg fyrst hún er „endalaus“.

En þar sem Stalín er ekki hér þá er kannski heldur engin ástæða fyrir sósíalista að vitna sérstaklega um andúð sína á Rússlandi - þetta er bara eitt af mörgum kapítalískum ríkjum sem brjóta mannréttindi í stríði gegn hryðjuverkum og fara yfirleitt sínu fram hvað sem alþjóðalög segja.

Ég hef sjálfur gagnrýnt Rússa við ýmis tækifæri, t.d. hér:

http://murinn.is/eldra_b.asp?nr=669&gerd=Frettir&arg=3

Og hér:

http://murinn.is/eldra_b.asp?nr=1547&gerd=Frettir&arg=6

Ég hef líka oft gagnrýnt Bandaríkin, en kannski myndi ég vilja taka við láni frá þeim ef því fylgdu ekki íþyngjandi skilmálar.

Líklega myndi þá engum detta í hug að ég væri sérstaklega viðkvæmur fyrir gagnrýni á Bandaríkin þótt ég vildi athuga það.

Þannig að punkturinn hjá mér er kannski þessi: Sósíalistar hafa fullt leyfi til þess að hata Rússa fyrir mér en þeir hafa líka leyfi til þess að hata þá ekki. Afstaða til Rússa skiptir yfirhöfuð engu máli fyrir það hvort menn eru sósíalistar, íhaldsmenn eða framsóknarmenn. Og er nokkuð að því?

Fjalsi sagði...

híhíhí

Fjalsi sagði...

Annars er ég alveg hjartanlega sammála. Punkturinn hjá okkur sá sami. Sósíalistar mega (eiga) að gagnrýna Rússa eins og allir aðrir. Og þeir þurfa ekki endilega alltaf að hlaupa upp þegar aðrir gagnrýna Rússa og segja: Tja, ástandið er ekkert skárra í Bandaríkjunum, Ítalíu, Chile...
...þó vissulega sé oft ástæða til.