Seðlabankastjóri sagði nokkuð hreint út í gær að Íslendingar myndu ekki standa við skuldbindingar íslensku bankanna í útlöndum.
Bæði forsætisráðherra og viðskiptaráðherra þvertaka fyrir að nokkuð slíkt hafi verið ákveðið.
Er þetta ekki það sem kallast trúnaðarbrestur? Myndu ekki menn í stöðu Davíðs Oddssonar alls staðar annars staðar í heiminum neyðast til að segja af sér? Nauðugir viljugir?
Það er lítil von til þess að Davíð íhugi á nokkurn hátt að segja af sér og engin von að aðrir neyði hann til þess. Það er akkúrat svoleiðis attitjú sem er búið að koma okkur í þá stöðu sem við glímum nú við.
Bananalýðveldi
2 ummæli:
Hann sagði líka að við værum með lán frá Rússlandi, þegar það var víst bara á hugmyndastigi.
Ég horfði á viðtalið við Davíð í morgun. Ég held að það hafi aldrei, aldrei nokkurn tíma, neinn einn maður náð að vinna Íslandi jafn mikið ógagn eins og Davíð gerði okkur á þessum 15-20 mínútum sem viðtalið við hann stóð.
Þarna talaði ekki ábyrgur seðlabankastjóri, þetta voru fjörbrot afdankaðs stjórnmálamanns á skranhaug. Maður sem horfir upp á allt sem hann hefur gert og reynt hrynja.
Skrifa ummæli