20. ágú. 2008

Ástir og örlög í Ráðhúsinu

Það er eins og að fylgjast með spennandi sápuóperu að lesa fréttir úr ráðhúsinu. Ólafur genginn aftur í Frjálslynda flokkinn. Segir að þetta hafi verið eina leiðin fyrir hann að eiga séns á að ná aftur kjöri í borgarstjórn. Það er kannski rétt mat hjá honum. Þessi eina von er hins vegar ákaflega lítil að mínu mati. Miðað við kjörsókn í fyrra þarf um 4000 atkvæði til að ná manni inn í borgarstjórn. Ég trúi bara ekki að svo margir finnist sem vilja kjósa F-listann eftir tvö ár.

Engin ummæli: