11. ágú. 2008

Þegar ég var barn hélt ég líka að íturvaxinn þýddi feitur.

Það má kannski halda því fram að 'íturvaxinn' merki 'feitur'. Að merking orðsins hafi einfaldlega breyst. Þeir eru líklega fjölmargir íslensku málhafaranir sem skilja orðið þannig og jafnvel þónokkrir sem nota það þannig. Það er enda ekki óalgengt að merking einstakra orða breytist. Nema að það sé viðhorfið til feitra sem hafi breyst. Að íturvaxnir þyki í dag "vel vaxnir, laglegir og myndarlegir" (sem er upprunaleg merking orðsins).

4 ummæli:

Pétur Maack sagði...

Hér held ég nú einfaldlega að sé um að ræða orðaleik, en skítt með íturvöxt. Hvað með orðið 'málhafi'?
Þvílíkt sérfræðirúnk!

kv.
mokkurinn

Fjalsi sagði...

Nei sko - gaman að heyra frá gamla röflaranum

Hvað átti ég annars að skrifa í staðinn fyrir málahafa? 'Fólk' bara?

Pétur Maack sagði...

Hehe, takk fyrir komplimentið. Þetta er bara eins og með vatnið, þú skrúfar frá og þá rennur vatn, Frjálsi byrjar að blogga og ég fer að röfla.
Annars er fólk fínt. Sem 'málhafar' fremur fágætrar tungu sleppur líka nánast að segja 'Íslendingar' þó það sé alger þjóðremba - sem er ekki fínt í heimsþorpinu okkar (auk þess að vera lífssýn sem mér þykir ógeðfelld).
Annars langar mig voða mikið að gera mér ferð til Sódómu og heiðra þig þann 29. þ.m.
Meir um það síðar!

Fjalsi sagði...

Jújú, þess vegnar er frekar talað um málhafa en þegna þess lands þar sem málið er einkum talað. Ekkert endilega þegnarnir bara sem tala málið. Sérfræðirúnk vissulega. En þó ber að líta til þess að ég er jú málfræðingur og málfræði því eina fagið sem ég get rúnkað mér yfir.

En jú - komdu endilega í höfuðstað suðvesturhornsins um þetta leyti. Gommit verður á svæðinu líka svo það er heldur betur tilefni!