19. ágú. 2008

Á einhverjum netmiðlanna var Jón Steinsson titlaður prófessor í hagfræði. Ég þóttist viss um að hann væri nú ekki prófessor enda rétt á aldur við mig held ég. Það er afar sjaldgæft að fólk fái prófessorsstöðu svo ungt. Menn þurfa að vera algerir snillingar til þess. Gerði örsnögga athugun og sá að hann er það sem kallað er assistant professor í Bandaríkjunum. Það er sambærilegt við það sem við köllum lektor hér á landi. Dósent væri það sem kallað er associate professor í Bandaríkjunum. Full professor er það sem við einfaldlega köllum prófessor hér á landi.

Með þessu er ég alls ekki að kasta rýrð á Jón Steinsson sem ábyggilega er klár og duglegur. Ég er einfaldlega að benda á að það er til margs að líta þegar starfsheiti og menntagráður eru staðfærðar yfir á íslensku. Professor á ensku er ekki endilega það sama og prófessor á íslensku.

2 ummæli:

Króinn sagði...

Íslensku fréttavefsíðurnar (,,Amy-Winehouse-fréttir.is" og ,,Þetta-kemur-fram-á-fréttavef-JyllandsPosten.is") sanna enn og aftur gríðarlega fagmennsku sína og vönduð vinnubrögð.

Fjalsi sagði...

Jebb - news.google.com er sú fréttasíða sem ég skoða mest. Þar safnast sjálfkrafa þær fréttir sem ég hef mestan áhuga sá, samkvæmt leitarferli mínum á Google.

yfirleitt hittir vélin beint í mark