14. ágú. 2008

Í þessum skrifuðum er víst ekki búið að mynda nýjan meirhluta en þó búið að slíta meiri hluta F-lista og Sjálfstæðismanna. Boltinn er í höndum Óskars og Framsóknar. Auðvitað væri réttast að hafna boði um samstarf. Hvað myndi gerast ef enginn vildi stíga í dans við Sjálfstæðisflokk eða F-lista? Væri hægt að hafa borgarstjórn án virks meirihluta? Gætu borgafulltrúar bara kosið í embætti sín á milli án þess að eitthvað samkrull væri í gangi? Væri það lausn? Væri það s.k. þjóðstjórn? Kosning um málefni færi eftir samanlögðum styrk flokka sem hefðu svipaða stefnu í viðkomandi máli. Er það virkara og eðlilegra lýðræði. Væri slíkt yfir höfuð hægt? Auðvitað væri þá verið að gefa sér að borgarfulltrúar hefðu í sér þann manndóm og styrk til að hlaupa ekki bara í eitthvað meirihlutasamtarf bara til að fá einhver völd. Sem þeir hafa fæstir.

Pælingar - farinn að hlusta á fréttir

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er alveg ótrúlegt, næstum nákvæmlega sömu pælingar og voru í kollinum mér núna áðan - ég var að hugsa: öfugt við landsmálin, þar sem er annarsvegar þing og hinsvegar ríkisstjórn sem hluti þingsins stendur að, þá er bara sameiginleg sveitarstjórn allra sem til hennar eru kosnir og stjórnun sveitarfélagsins er samvinnuverkefni allra. Hins vegar hefur sá ósiður tíðkast í stærri sveitarfélögum að menn hlaupa strax í skotgrafir að loknum kosningum.