Hehe - maður heyrir í Adolf Inga þarna á bak við sænsku þulina.
Þeir flissa dáldið að honum
22. ágú. 2008
Handbolti
Útsendingin á landsleiknum er að hefjast hér í Svíþjóð. Að venju gera sænsku þulirnir fátt annað en að dásama íslenska liðið. Það er nú eiginlega nóg komið. Þetta er farið að vera vandræðalegt.
21. ágú. 2008
visir.is í dag
Dóttir Rod Stewart, Kimberly, nýja kærasta leikarans Rhys Ifans, sem virðist vera á góðri leið með að komast yfir erfiðan söknuðinn eftir sambandsslitin við leikkonuna Siennu Miller, er yfir sig ásfangin af leikaranum.
Þetta væri gráupplagt dæmi í kennslubók um setningafræði. Merkingarfræði. Nú eða um málfar í fjölmiðlum.
20. ágú. 2008
Varaforsetaefni?
Mér skilst að það megi vænta tíðinda í dag af kosningabaráttu Obama. Menn leiða líkum að því að hann tilkynni um varaforsetaefni jafnvel á næstu klukkustundum (Þegar fer að morgna á austurströnd Bandaríkjanna). Spennandi ef satt reynist.
Hvur skyldi verða fyrir valinu?
Evan Bayh?
Joseph Biden?
Kathleen Sebelius?
eða kannski
Hillary Clinton?
Nja varla...
Hvur skyldi verða fyrir valinu?
Evan Bayh?
Joseph Biden?
Kathleen Sebelius?
eða kannski
Hillary Clinton?
Nja varla...
Ástir og örlög í Ráðhúsinu
Það er eins og að fylgjast með spennandi sápuóperu að lesa fréttir úr ráðhúsinu. Ólafur genginn aftur í Frjálslynda flokkinn. Segir að þetta hafi verið eina leiðin fyrir hann að eiga séns á að ná aftur kjöri í borgarstjórn. Það er kannski rétt mat hjá honum. Þessi eina von er hins vegar ákaflega lítil að mínu mati. Miðað við kjörsókn í fyrra þarf um 4000 atkvæði til að ná manni inn í borgarstjórn. Ég trúi bara ekki að svo margir finnist sem vilja kjósa F-listann eftir tvö ár.
19. ágú. 2008
Lesningin núna
Í fullum trúnaði
Það er vissulega spennandi að fletta í kjaftasögunum hans Matthíasar Johannessen.
En talandi um að bregðast trúnaði maður... ha!! Manninum er greinilega ekkert heilagt í þeim efnum. Eða gildir einhver fyrningarregla hjá honum?
Þau eru svo sem ekki mörg trúnaðarsamtölin sem ég hef átt, en þau eru nokkur. Ég ætti kannski að birta glefsur úr þeim á þessum síðum. Kannski ekki alveg eins mögnuð og trúnaðarsamtölin hans Matthíasar, fjalla mest um ástarþríhyrninga, fyllerísskandala og ungliðapólitík.
En talandi um að bregðast trúnaði maður... ha!! Manninum er greinilega ekkert heilagt í þeim efnum. Eða gildir einhver fyrningarregla hjá honum?
Þau eru svo sem ekki mörg trúnaðarsamtölin sem ég hef átt, en þau eru nokkur. Ég ætti kannski að birta glefsur úr þeim á þessum síðum. Kannski ekki alveg eins mögnuð og trúnaðarsamtölin hans Matthíasar, fjalla mest um ástarþríhyrninga, fyllerísskandala og ungliðapólitík.
Á einhverjum netmiðlanna var Jón Steinsson titlaður prófessor í hagfræði. Ég þóttist viss um að hann væri nú ekki prófessor enda rétt á aldur við mig held ég. Það er afar sjaldgæft að fólk fái prófessorsstöðu svo ungt. Menn þurfa að vera algerir snillingar til þess. Gerði örsnögga athugun og sá að hann er það sem kallað er assistant professor í Bandaríkjunum. Það er sambærilegt við það sem við köllum lektor hér á landi. Dósent væri það sem kallað er associate professor í Bandaríkjunum. Full professor er það sem við einfaldlega köllum prófessor hér á landi.
Með þessu er ég alls ekki að kasta rýrð á Jón Steinsson sem ábyggilega er klár og duglegur. Ég er einfaldlega að benda á að það er til margs að líta þegar starfsheiti og menntagráður eru staðfærðar yfir á íslensku. Professor á ensku er ekki endilega það sama og prófessor á íslensku.
Með þessu er ég alls ekki að kasta rýrð á Jón Steinsson sem ábyggilega er klár og duglegur. Ég er einfaldlega að benda á að það er til margs að líta þegar starfsheiti og menntagráður eru staðfærðar yfir á íslensku. Professor á ensku er ekki endilega það sama og prófessor á íslensku.
18. ágú. 2008
Starfhæfur meirihluti
Í kjölfar þessara pælinga sem laust niður í huga okkar feðga um svipað leyti:
Hvergi í sveitastjórnarlögum er talað um að virkur meirihluti þurfi að fara með stjórn borgarinnar. Það kemur heldur ekki fram í samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. Sú þörf, sem ég hef heyrt endurtekið talað um, að mynda starfhæfan meirihluta, virðist því alls engin skylda borgarfulltrúa heldur eingöngu hefð.
Það er eingöngu talað um að oddviti sveitastjórnar (forseti borgarstjórnar) þurfi að fá meiri hluta atkvæða í borgarstjórn. Hins vegar fái enginn einn meiri hluta atkvæða er kosið um þá tvo sem flest fengu atkvæðin. Fái hvorugur þeirra meiri hluta atkvæða nær sá kjöri sem flest hlýtur atkvæðin. Meirihlutinn er því óþarfur.
Sú leið að tveir eða fleiri flokkar komi sér saman um að myndar meirihluta er því aðeins til að tryggja að koma sínum fulltrúum í embætti og einhverjum sinna málefna á dagskrá. Vel má vera að þetta sé þægilegasta leiðin og tryggi ákveðinn stöðugleika innan borgarstjórnar. En eins og mál voru komin í borgarstjórn Reykjavíkur má spyrja sig hvort ekki hefði bara verið rétt að sleppa meirihlutamyndun og að hver borgarfulltrúi væri, eins og lög gera ráð fyrir, ekki bundinn neinu nema eigin sannfæringu. Auðvitað er eðlilegt að borgarfulltrúar starfi samkæmt stefnu þess flokks sem þeir eru fulltrúar fyrir enda líklegt að sannfæring einstaka borgarfulltrúa sé svipuð og stefna flokksins.
Það hefði verið spennandi að sjá hvernig slíkt fyrirkomulag hefði reynst og ábyggilega gengið betur ofan í borgarbúa sem langþreyttir eru á þessu pólitíska drullumalli sem hrært hefur verið saman undanfarna mánuðina.
En þessu liði er of umhugað um völd til að láta á það reyna að ná kjöri í embætti með óbundnum kosningum innan borgarstjórnar. Það er náttúrlega bara naív að láta sig dreyma um svona hluti.
Hvergi í sveitastjórnarlögum er talað um að virkur meirihluti þurfi að fara með stjórn borgarinnar. Það kemur heldur ekki fram í samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. Sú þörf, sem ég hef heyrt endurtekið talað um, að mynda starfhæfan meirihluta, virðist því alls engin skylda borgarfulltrúa heldur eingöngu hefð.
Það er eingöngu talað um að oddviti sveitastjórnar (forseti borgarstjórnar) þurfi að fá meiri hluta atkvæða í borgarstjórn. Hins vegar fái enginn einn meiri hluta atkvæða er kosið um þá tvo sem flest fengu atkvæðin. Fái hvorugur þeirra meiri hluta atkvæða nær sá kjöri sem flest hlýtur atkvæðin. Meirihlutinn er því óþarfur.
Sú leið að tveir eða fleiri flokkar komi sér saman um að myndar meirihluta er því aðeins til að tryggja að koma sínum fulltrúum í embætti og einhverjum sinna málefna á dagskrá. Vel má vera að þetta sé þægilegasta leiðin og tryggi ákveðinn stöðugleika innan borgarstjórnar. En eins og mál voru komin í borgarstjórn Reykjavíkur má spyrja sig hvort ekki hefði bara verið rétt að sleppa meirihlutamyndun og að hver borgarfulltrúi væri, eins og lög gera ráð fyrir, ekki bundinn neinu nema eigin sannfæringu. Auðvitað er eðlilegt að borgarfulltrúar starfi samkæmt stefnu þess flokks sem þeir eru fulltrúar fyrir enda líklegt að sannfæring einstaka borgarfulltrúa sé svipuð og stefna flokksins.
Það hefði verið spennandi að sjá hvernig slíkt fyrirkomulag hefði reynst og ábyggilega gengið betur ofan í borgarbúa sem langþreyttir eru á þessu pólitíska drullumalli sem hrært hefur verið saman undanfarna mánuðina.
En þessu liði er of umhugað um völd til að láta á það reyna að ná kjöri í embætti með óbundnum kosningum innan borgarstjórnar. Það er náttúrlega bara naív að láta sig dreyma um svona hluti.
17. ágú. 2008
Ef kosið væri nú
Ef kosið væri nú myndi Sjálfstæðisflokkur fá fjóra borgarfulltrúa, Samfylking átta og Vinstri Græn fengju þrjá. Spennandi. Samfylking gæti þannig séð verið ein í meirihluta en það væri þó ósennilegt að slíkt myndi gerast miðað við sáttina sem ríkir á milli vinstriflokkanna tveggja í borgarstjórn, þessa stundina.
En kosningar eru ekki nú og ekki fyrr en eftir tvö ár og margt getur gerst. Sjálfstæðisflokkur mun áreiðanlega endurheimta einhvern trúverðugleika í millitíðinni. Hanna Birna virðist vera að sanna sig nokkuð og á líklega bara eftir að styrkjast. Þó held ég að það verði erfitt fyrir flokkinn að endurheimta fyrra fylgi. Hins vegar er held ég ljóst að F-listinn sé búinn að vera í borgarstjórn. Svo fer það eftir Óskari hvort hann Framsóknarflokkurinn muni koma manni að. Það verður tvísýnt.
Spurning yrði líka hvað Margrét Sverris gerir. Hún gæti farið í sérframboð og ætti jafnvel séns á að detta inn.
Hvað sem verður er ljóst að valdahlutföllin hafa breyst í Reykjavík. Miðað við festuna og öryggið í framkomu Dags og Svandísar og þann trúverðugleika sem þau hafa áunnið sér verður erfitt fyrir þau persónulega að missa fylgi. Spurning hvort flokkarnir að baki þeim nái að tækla erfið málefni og halda því mikla samlyndi sem hefur myndast þeirra á milli í borgarstjórn.
Ég tel að meirihluti með níu borgarfulltrúum vel raunhæfur fyrir Vinstri græn og Samfylkingu. Sjálfstæðis flokkur með sex og Framsókn þurrkast út. F-listi býður ekki fram.
Nú er bara að bíða í tvö ár til að sjá hvor þessi spá reynist sönn.
En kosningar eru ekki nú og ekki fyrr en eftir tvö ár og margt getur gerst. Sjálfstæðisflokkur mun áreiðanlega endurheimta einhvern trúverðugleika í millitíðinni. Hanna Birna virðist vera að sanna sig nokkuð og á líklega bara eftir að styrkjast. Þó held ég að það verði erfitt fyrir flokkinn að endurheimta fyrra fylgi. Hins vegar er held ég ljóst að F-listinn sé búinn að vera í borgarstjórn. Svo fer það eftir Óskari hvort hann Framsóknarflokkurinn muni koma manni að. Það verður tvísýnt.
Spurning yrði líka hvað Margrét Sverris gerir. Hún gæti farið í sérframboð og ætti jafnvel séns á að detta inn.
Hvað sem verður er ljóst að valdahlutföllin hafa breyst í Reykjavík. Miðað við festuna og öryggið í framkomu Dags og Svandísar og þann trúverðugleika sem þau hafa áunnið sér verður erfitt fyrir þau persónulega að missa fylgi. Spurning hvort flokkarnir að baki þeim nái að tækla erfið málefni og halda því mikla samlyndi sem hefur myndast þeirra á milli í borgarstjórn.
Ég tel að meirihluti með níu borgarfulltrúum vel raunhæfur fyrir Vinstri græn og Samfylkingu. Sjálfstæðis flokkur með sex og Framsókn þurrkast út. F-listi býður ekki fram.
Nú er bara að bíða í tvö ár til að sjá hvor þessi spá reynist sönn.
14. ágú. 2008
Í þessum skrifuðum er víst ekki búið að mynda nýjan meirhluta en þó búið að slíta meiri hluta F-lista og Sjálfstæðismanna. Boltinn er í höndum Óskars og Framsóknar. Auðvitað væri réttast að hafna boði um samstarf. Hvað myndi gerast ef enginn vildi stíga í dans við Sjálfstæðisflokk eða F-lista? Væri hægt að hafa borgarstjórn án virks meirihluta? Gætu borgafulltrúar bara kosið í embætti sín á milli án þess að eitthvað samkrull væri í gangi? Væri það lausn? Væri það s.k. þjóðstjórn? Kosning um málefni færi eftir samanlögðum styrk flokka sem hefðu svipaða stefnu í viðkomandi máli. Er það virkara og eðlilegra lýðræði. Væri slíkt yfir höfuð hægt? Auðvitað væri þá verið að gefa sér að borgarfulltrúar hefðu í sér þann manndóm og styrk til að hlaupa ekki bara í eitthvað meirihlutasamtarf bara til að fá einhver völd. Sem þeir hafa fæstir.
Pælingar - farinn að hlusta á fréttir
Pælingar - farinn að hlusta á fréttir
Enn einn meirihlutinn
Jæja, þá berast loks fréttir af því að enn einn meirihlutinn muni taka við í Reykjavík. Fjórði meirihlutinn á þessu kjörtímabili. Sá fjórði á einu ári. Það er skandall hvernig Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og F-listinn hafa haldið borgamálunum í gíslingu síðustu mánuðina. Valdagræðgi og eignhagsmunagæsla er það eina sem þetta lið hugsar um. Hvernig geta Reykvíkingar sætt sig við þetta. Geta þeir það? Gera þeir það?
Hvaðan kemur þeim vald til að drepa alla þróun í Reykjavík í dróma!!??
Þarna sést eina ferðina rétt andlit Framsóknarmanna, sem hefðu vel geta sagt Sjálfstæðimönnum að éta það sem úti frýs, enda vandi þeirra sjálfskapaður. Það eina rétta í stöðunni hefði verið að Ólafur F segði af sér, enda klárlega búinn að missa traust allra hinna borgarfulltrúanna. Í kjölfarið tæki Margrét Sverris við, sliti samstarfinu við Sjálfstæðismenn og Tjarnarkvartettinn tæki á ný við, sem, samkvæmt skoðanakönnunum er vilji íbúa í Reykjavík - og að sjálfsögðu á það að vera sá vilji og hagsmunir Reykvíkinga sem á að ráða í borgarstjórn en ekki þetta eilífa baktjaldamakk, hrossakaup og valdagræðgi.
Hvaðan kemur þeim vald til að drepa alla þróun í Reykjavík í dróma!!??
Þarna sést eina ferðina rétt andlit Framsóknarmanna, sem hefðu vel geta sagt Sjálfstæðimönnum að éta það sem úti frýs, enda vandi þeirra sjálfskapaður. Það eina rétta í stöðunni hefði verið að Ólafur F segði af sér, enda klárlega búinn að missa traust allra hinna borgarfulltrúanna. Í kjölfarið tæki Margrét Sverris við, sliti samstarfinu við Sjálfstæðismenn og Tjarnarkvartettinn tæki á ný við, sem, samkvæmt skoðanakönnunum er vilji íbúa í Reykjavík - og að sjálfsögðu á það að vera sá vilji og hagsmunir Reykvíkinga sem á að ráða í borgarstjórn en ekki þetta eilífa baktjaldamakk, hrossakaup og valdagræðgi.
13. ágú. 2008
Öll vitleysa er eins
Maður veit ekki hvort þessi kvittur sé sannur sem kominn er upp um að Sjálfstæðismenn séu að fara á taugum í núverandi meirihluta og séu að leita leiða til að breyta til að bæta hann. Mér finnst það a.m.k. ekki skrýtið að það sé þrýstingur á menn að gera eitthvað í málunum. Ólafur F. hefur náttúrulega haldið allri borgarstjórn og stjórnsýslu í borginni í hálfgerðri gíslingu frá því hann settist í borgarstjórastólinn og það er fátt annað en farsi sem kemur frá honum.
Spennandi að sjá hvað verður. Það er svo sem allt skárra en núverandi ástand...
Spennandi að sjá hvað verður. Það er svo sem allt skárra en núverandi ástand...
12. ágú. 2008
Hvað er í gangi
Gommit var að benda mér á þetta:
Þetta er brot úr þessari færslu hjá Bóbó liðþjálfa.
Nú spyr ég: Hvaða andsk.....???
Þrátt fyrir seinkun náðum við upphaflegri vél frá Anchorage til Fairbanks og, sem meira var, að töskur okkar allra birtust á belitinu í Fairbanks, sem sannaði enn sveigjanlega og kraft hins frjálsa hagkerfis! Flugið milli Anchorage og Fairbanks er um 40 mínútur.
Þetta er brot úr þessari færslu hjá Bóbó liðþjálfa.
Nú spyr ég: Hvaða andsk.....???
Þeir sýna hér síðasta korterið af leiknum á móti Þýskalandi hér í sænska sjónvarpinu. Sænsku þulirnir elska hreinlega íslenska landsliðið og þeim finnst Ólafúr Stéfanson och Sorrí Stein Gudjonsson och Reidar Gudmundsson alveg frábærir.
Og það breytir engu þó að það hafi verið Íslendingar sem komu í veg fyrir að Svíar tækju þátt þarna.
Soldið annar tónn en þegar Íslendingar tala um sænska landsliðið.
Eller hur?
Og það breytir engu þó að það hafi verið Íslendingar sem komu í veg fyrir að Svíar tækju þátt þarna.
Soldið annar tónn en þegar Íslendingar tala um sænska landsliðið.
Eller hur?
11. ágú. 2008
Ég fór í bíó um helgina. Þetta er í þriðja sinn sem ég fer í bíó hér í bæ. Það er nokkuð slakur árangur á meira en einu og hálfu ári. En bíómiðinn kostar 105 krónur. Það eru rétt tæplega 1400 krónur íslenskar. Mér skilst að miðaverð í bíó á Íslandi sé 950 krónur. Svo það er mun ódýrara að fara í bíó á Íslandi en hér í Gautaborg. Reyndar er bíómiðaverð á Íslandi lægra en víðast hvar í þeim löndum sem okkur er títt að bera okkur saman við og þannig hefur það verið lengi.
Ég hef oft heyrt fólk fussa og sveia yfir hve dýrt sé að fara í bíó á Íslandi. Það skil ég vel enda er það andskoti dýrt. En ég hef á móti bent á að það sé einfaldlega dýrt að fara í bíó út um allan heim. Þetta sé alls ekkert einskorðað við íslandi og að það sé síst við bíóhúsin að sakast í þessum efnum. Í raun, svona miðað við almennt verðlag á Íslandi, megi teljast frekar ódýrt að fara í bíó.
Málið er nefnilega að bíóhúsin græða furðulítið á því að sýna kvikmyndir. Það er dreifingaraðilinn sem fær mestan peninginn. A.m.k. fyrstu sýningarvikurnar (allt að 90% af miðasölu fyrstu vikuna). Eftir að hafa greitt þann kostnað sem fylgir því að reka bíóhúsið græða eigendurnir því ekkert á miðasölunni fyrstu vikurnar. Allar tekjurnar koma frá nammi-, popp- og gossölu.
Ojæja - ekki veit ég afhverju ég fór að röfla um þetta.
En myndin sem ég sá heitir Dark Knight og hún er ó svo frábær frábær og yndi
Ég hef oft heyrt fólk fussa og sveia yfir hve dýrt sé að fara í bíó á Íslandi. Það skil ég vel enda er það andskoti dýrt. En ég hef á móti bent á að það sé einfaldlega dýrt að fara í bíó út um allan heim. Þetta sé alls ekkert einskorðað við íslandi og að það sé síst við bíóhúsin að sakast í þessum efnum. Í raun, svona miðað við almennt verðlag á Íslandi, megi teljast frekar ódýrt að fara í bíó.
Málið er nefnilega að bíóhúsin græða furðulítið á því að sýna kvikmyndir. Það er dreifingaraðilinn sem fær mestan peninginn. A.m.k. fyrstu sýningarvikurnar (allt að 90% af miðasölu fyrstu vikuna). Eftir að hafa greitt þann kostnað sem fylgir því að reka bíóhúsið græða eigendurnir því ekkert á miðasölunni fyrstu vikurnar. Allar tekjurnar koma frá nammi-, popp- og gossölu.
Ojæja - ekki veit ég afhverju ég fór að röfla um þetta.
En myndin sem ég sá heitir Dark Knight og hún er ó svo frábær frábær og yndi
Þegar ég var barn hélt ég líka að íturvaxinn þýddi feitur.
Það má kannski halda því fram að 'íturvaxinn' merki 'feitur'. Að merking orðsins hafi einfaldlega breyst. Þeir eru líklega fjölmargir íslensku málhafaranir sem skilja orðið þannig og jafnvel þónokkrir sem nota það þannig. Það er enda ekki óalgengt að merking einstakra orða breytist. Nema að það sé viðhorfið til feitra sem hafi breyst. Að íturvaxnir þyki í dag "vel vaxnir, laglegir og myndarlegir" (sem er upprunaleg merking orðsins).
Það má kannski halda því fram að 'íturvaxinn' merki 'feitur'. Að merking orðsins hafi einfaldlega breyst. Þeir eru líklega fjölmargir íslensku málhafaranir sem skilja orðið þannig og jafnvel þónokkrir sem nota það þannig. Það er enda ekki óalgengt að merking einstakra orða breytist. Nema að það sé viðhorfið til feitra sem hafi breyst. Að íturvaxnir þyki í dag "vel vaxnir, laglegir og myndarlegir" (sem er upprunaleg merking orðsins).
7. ágú. 2008
Heim á leið
Ísland verður sótt heim 25. ágúst -
Afmælisveisla verður haldin 29. ágúst
Öllum er boðið
Húrra
Afmælisveisla verður haldin 29. ágúst
Öllum er boðið
Húrra
6. ágú. 2008
2. ágú. 2008
Þetta er margt satt og rétt sem Egill bendir á. Ég hef sjálfur aldrei skilið hvað raunverulega er átt við með því að „varðveita 19 aldar götumynd Laugavegs“. Gatan einkennist einkum af ósamstæðum húsum, flestum nokkuð ljótum. Það réttlætir hins vegar alls ekki að fallegustu húsin við götuna séu rifin, sem eru að mínu mati gömlu bárujárnsklæddu timbur- og steinhúsin. Ég vil á móti benda á myndir af öðrum húsum við Laugaveginn sem er að finna hér. Hljóta ekki allir að vera sammála að mun meiri prýði er af þessum húsunum en þeim sem Egill tók myndir af? Þá er spurningin: Hvaða hús á að rífa?
Þar sem húsin við Laugaveg eru svona sérlega ósamstæð tel ég einmitt nauðsyn að varðveita þau hús sem þó mynda einhverskonar heild og eru auk þess nokkuð sérkennandi fyrir gömul hús í Reykjavík og þá sögulegu borgarmynd sem þar var.
Og, í stað þess að ætla byggja í kringum þessi gömlu hús mætti líka færa einhver þeirra saman svo að þau nái þó að mynda einhverja heildstæða götumynd á köflum.
Þar sem húsin við Laugaveg eru svona sérlega ósamstæð tel ég einmitt nauðsyn að varðveita þau hús sem þó mynda einhverskonar heild og eru auk þess nokkuð sérkennandi fyrir gömul hús í Reykjavík og þá sögulegu borgarmynd sem þar var.
Og, í stað þess að ætla byggja í kringum þessi gömlu hús mætti líka færa einhver þeirra saman svo að þau nái þó að mynda einhverja heildstæða götumynd á köflum.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)