Ekkert - ekkert - ekki neitt - ekkert jafnast á við Rolling Stones til að koma fjörfiski í hjartað. Ég fann loksins hvað var að hljóðinu í tölvunni hjá mér í vinnunni. Ég hafði troðið dótinu í vitlaust gat. En nú er allt á sínum stað og tónlistin streymir inn í eyrun á mér, eða öllu heldur hlustirnar. Og að sjálfsögðu eru það Rolling Stones sem fá heiðurinn af því að rífa upp fjörið hjá mér á föstudegi.
Jesús hvað mig langar að grípa mér JD flösku og hlaupa yfir götuna og upp á Arnarhól - rokk og ról - og öskra upp í himininn á bleikum kjól.
Föstudagsgetraunin getur þá kannski bara verið þessi:
Hvaða Stones Plötu er ég að hlusta á?
Fyrsta og eina vísbendin:Hún hefst á því að Mick Jagger vælir óóóójeeeeeee í kjölfar kúl gítarriffintrós?
Í boði er JD skot á barnum annað kvöld!!
31. mar. 2006
30. mar. 2006
(sutt færsla)
mér eru allir vegir færir. ég hef líka margt á prjónunum.
við laila leysum vandamál heimsins í sameiningu
go team A - alpha alpha...
er ég með blogg stíflu ? nei - ég bara nenni ekki að hanga í tölvu
jú sjáðu til í hinu starfinu voru margar dauðar stundir á dag. þá bloggaði ég eða samdi kvikmyndagetraun
nú er öldin önnur - gleðilegt ár
svo hef ég heldur ekki frá neinu að segja ... múrinn birtir nú það sem ég vil tjá mig um sem skiptir máli ... þó var skömm að láta þennan texta frá mér fara...
skömm
mér eru allir vegir færir. ég hef líka margt á prjónunum.
við laila leysum vandamál heimsins í sameiningu
go team A - alpha alpha...
er ég með blogg stíflu ? nei - ég bara nenni ekki að hanga í tölvu
jú sjáðu til í hinu starfinu voru margar dauðar stundir á dag. þá bloggaði ég eða samdi kvikmyndagetraun
nú er öldin önnur - gleðilegt ár
svo hef ég heldur ekki frá neinu að segja ... múrinn birtir nú það sem ég vil tjá mig um sem skiptir máli ... þó var skömm að láta þennan texta frá mér fara...
skömm
24. mar. 2006
(stutt færsla)
DETTA MÉR NÚ ALLAR !!!!!!!!!!!!!
"þegar ég vill elda eitthvað fljótlegt og gott"
ég missti af hvaða kjötframleiðandi það er sem auglýsir svo!
það líður þá ekki á löngu að við fáum að heyra eitthvað á borð við
"mér hlakkar alltaf til þegar ég íslenskt lambakjöt er í matinn"
eða
"lvisio ofo odasfi oifo idfio"
DETTA MÉR NÚ ALLAR !!!!!!!!!!!!!
"þegar ég vill elda eitthvað fljótlegt og gott"
ég missti af hvaða kjötframleiðandi það er sem auglýsir svo!
það líður þá ekki á löngu að við fáum að heyra eitthvað á borð við
"mér hlakkar alltaf til þegar ég íslenskt lambakjöt er í matinn"
eða
"lvisio ofo odasfi oifo idfio"
23. mar. 2006
22. mar. 2006
Var Siv Friðleifs í læknaslopp í kastljósinu ?
Það er satt sem fólk spjallar um í kaffipásum. Þórhallur í Kastljósinu og áherslurnar hans
Hann ÞRÆDDI Laugaveginn í dag ....
löngum en strjálum færslum hefur verið mótmælt... svo ég held áfram með stuttar en tíðar...
Æ HVERJUM ER EIGINLEGA EKKI SAMAN
annars er maður bara í stuði
Það er satt sem fólk spjallar um í kaffipásum. Þórhallur í Kastljósinu og áherslurnar hans
Hann ÞRÆDDI Laugaveginn í dag ....
löngum en strjálum færslum hefur verið mótmælt... svo ég held áfram með stuttar en tíðar...
Æ HVERJUM ER EIGINLEGA EKKI SAMAN
annars er maður bara í stuði
19. mar. 2006
Heimsóknir á þessa síðu virðast vera í beinu samræmi við tíðni uppfærslna. Það kemur ekki á óvart en bendir líka til að margir komin hingað í gegnum RSS veitur. Restin, og þá er að ekki með illum hug að ég kalla þá rest, hljóta að vera dyggir lesendur þessarar síðu. Þar með talinn Sigurður Ólafsson.
Ég hefi ekki enn gefið svörin við síðustu kvikmyndagetrauninni. Í réttri röð eru þau eftirfarandir. LUC BESSON, EXCORCISM OF EMILY ROSE, SCARFACE, BRAT PACK, THE GODS MUST BE CRAZY, JIM McBRIDE, JAMES PUREFOY, THX 1138, UNFORGIVEN - SERGIO LEONE OG DON SIEGEL, WILD AT HEART. Ég viðurkenni að þetta með James Purefoy var heví, en þau sem fylgjast með Róm á stöð tvö ættu t.d. að þekkja hann en hann ku leika þar Markús Antóníus, einnig hefur hann sést í fjölda kvikmynda s.s. A Knight's Tale og Women talking dirty.
Annars er maður bara byrjaður í nýrri vinnu. Þýði eins og ég fái borgað fyrir það. Sem ég of fæ. Nokkrum tugum þúsunda meira en ég fékk á kvikmyndasafninu. Sem er einmitt aðalástæðan fyrir að ég hætti þar. Munurinn jafnast á við um eina utanlandsferð í mánuði. Svo nú gæti svo sem lagst í helgarferðalög. En kannski er skynsamlegra að leggja péninginn til hliðar því síðar á árinu liggja fyrir búferlaflutningar, líklegast til Gautaborgar ef ekki Berlínar. Reyndar var þeim flutningum frestað nýverið því mér bauðst áframhaldandi kennsla við Háskóla Íslands. Það þykja mér ótrúlueg tíðindi í ljósi þess að Háskólinn hefur það markmið að komast í hóp þeirra 100 bestu í heiminum. Ég sé ekki hvernig ég get mögulega verið hluti af því markmiði. En kannski skjátlast mér. Kannski er ég bara einmitt lykillinn að þeirri gátu.
Hver veit.
En - nú er sunnudagur.
Ég hefi ekki enn gefið svörin við síðustu kvikmyndagetrauninni. Í réttri röð eru þau eftirfarandir. LUC BESSON, EXCORCISM OF EMILY ROSE, SCARFACE, BRAT PACK, THE GODS MUST BE CRAZY, JIM McBRIDE, JAMES PUREFOY, THX 1138, UNFORGIVEN - SERGIO LEONE OG DON SIEGEL, WILD AT HEART. Ég viðurkenni að þetta með James Purefoy var heví, en þau sem fylgjast með Róm á stöð tvö ættu t.d. að þekkja hann en hann ku leika þar Markús Antóníus, einnig hefur hann sést í fjölda kvikmynda s.s. A Knight's Tale og Women talking dirty.
Annars er maður bara byrjaður í nýrri vinnu. Þýði eins og ég fái borgað fyrir það. Sem ég of fæ. Nokkrum tugum þúsunda meira en ég fékk á kvikmyndasafninu. Sem er einmitt aðalástæðan fyrir að ég hætti þar. Munurinn jafnast á við um eina utanlandsferð í mánuði. Svo nú gæti svo sem lagst í helgarferðalög. En kannski er skynsamlegra að leggja péninginn til hliðar því síðar á árinu liggja fyrir búferlaflutningar, líklegast til Gautaborgar ef ekki Berlínar. Reyndar var þeim flutningum frestað nýverið því mér bauðst áframhaldandi kennsla við Háskóla Íslands. Það þykja mér ótrúlueg tíðindi í ljósi þess að Háskólinn hefur það markmið að komast í hóp þeirra 100 bestu í heiminum. Ég sé ekki hvernig ég get mögulega verið hluti af því markmiði. En kannski skjátlast mér. Kannski er ég bara einmitt lykillinn að þeirri gátu.
Hver veit.
En - nú er sunnudagur.
13. mar. 2006
Vatnavitleysan?
Uh - ég hef aðeins verið að kynna mér þetta viðfræga vatna - frumvarp. Vatnafrumvarp? Jæja - kannski er ég hlutdrægur en ég átta mig ekki á hvernig sjórnarflokkarnir geta haldið því blákalt fram að um formbreytingu sé að ræða. Það er augljóslega verið að færa eignarrétt yfir á landeigendur. Sem til þessa hafa vissulega átt nýtingarrétt á vatninu. Og hvað merkir það? Fari ég nú í göngutúr og gangi máski yfir land bónda nokkurs hvar lækur rennur í gegn. Þá get ég fengið mér vatnssopa án þess að bóndi geti nokkuð að gert, tja nema kannski að reka mig af jörðinni. En vatnið mátti ég drekka. Verði þetta frumvarp að lögum sýnist mér að bóndi gæti bæði rekið mig af jörðinni og kært mig fyrir stuld á vatninu. Hvenær hættir svo bóndinn að eiga vatnið? Segjum að á renni frá fjalli að fjöru í gegnum fjórar jarðir. Á sá sem á jörðina efst í landinu allt vatnið þar til það rennur í sjó? Eða hættir vatnið að vera hans um leið og það rennur niður í næstu jörð? Hverslags eignatilfærsla er það? Og hvað með vatnið þegar það hefur runnið til sjávar. Hver á það þá? Á jarðareigandi þá hlutfall af sjónum í samræmi við stærð jarðarinnar, eða það rúmmál af vatni sem rann í gegnum jörðina hans og út í sjó? Hvað ef rignir stórkostlega? Er það reiknað sem tekjur? Þarf þá jarðareigandi að borga meira í eignarskatt? Hvernig er verðmæti þessarar eignar annars metið? En ef vatn þornar af jörð? Á þá eigandinn rétt á bótum úr viðlagasjóði? Núverandi lög kveða, tel ég, skýrt um að jarðareigand á rétt á að nýta það vatn sem rennur í gegnum jörðina hans. Nýting er þar lykilorð. Sem merkir að ég hef rétt á að drekka vatnið, fylla jafnvel hálfslítra flösku af því og ganga með að af jörðinni hans og kannski upp á fjall. En ég má hins vegar ekki selja þetta vatn, eða leigja það einhverjum, eða nýta það á annan hátt, nema til að svala þorst a mínum og kannski barnanna minni og nánustu ættingja.
Svona í fljótu bragði sýnist mér þetta vera meginatriðið -OG ALLS EKKI FORMBREYTING !! Heldur klárlega einkavæðing á vatni.
Uh - ég hef aðeins verið að kynna mér þetta viðfræga vatna - frumvarp. Vatnafrumvarp? Jæja - kannski er ég hlutdrægur en ég átta mig ekki á hvernig sjórnarflokkarnir geta haldið því blákalt fram að um formbreytingu sé að ræða. Það er augljóslega verið að færa eignarrétt yfir á landeigendur. Sem til þessa hafa vissulega átt nýtingarrétt á vatninu. Og hvað merkir það? Fari ég nú í göngutúr og gangi máski yfir land bónda nokkurs hvar lækur rennur í gegn. Þá get ég fengið mér vatnssopa án þess að bóndi geti nokkuð að gert, tja nema kannski að reka mig af jörðinni. En vatnið mátti ég drekka. Verði þetta frumvarp að lögum sýnist mér að bóndi gæti bæði rekið mig af jörðinni og kært mig fyrir stuld á vatninu. Hvenær hættir svo bóndinn að eiga vatnið? Segjum að á renni frá fjalli að fjöru í gegnum fjórar jarðir. Á sá sem á jörðina efst í landinu allt vatnið þar til það rennur í sjó? Eða hættir vatnið að vera hans um leið og það rennur niður í næstu jörð? Hverslags eignatilfærsla er það? Og hvað með vatnið þegar það hefur runnið til sjávar. Hver á það þá? Á jarðareigandi þá hlutfall af sjónum í samræmi við stærð jarðarinnar, eða það rúmmál af vatni sem rann í gegnum jörðina hans og út í sjó? Hvað ef rignir stórkostlega? Er það reiknað sem tekjur? Þarf þá jarðareigandi að borga meira í eignarskatt? Hvernig er verðmæti þessarar eignar annars metið? En ef vatn þornar af jörð? Á þá eigandinn rétt á bótum úr viðlagasjóði? Núverandi lög kveða, tel ég, skýrt um að jarðareigand á rétt á að nýta það vatn sem rennur í gegnum jörðina hans. Nýting er þar lykilorð. Sem merkir að ég hef rétt á að drekka vatnið, fylla jafnvel hálfslítra flösku af því og ganga með að af jörðinni hans og kannski upp á fjall. En ég má hins vegar ekki selja þetta vatn, eða leigja það einhverjum, eða nýta það á annan hátt, nema til að svala þorst a mínum og kannski barnanna minni og nánustu ættingja.
Svona í fljótu bragði sýnist mér þetta vera meginatriðið -OG ALLS EKKI FORMBREYTING !! Heldur klárlega einkavæðing á vatni.
10. mar. 2006
Föstudagskvikmyndagetaun Frjettabrjef Frjálsa.
10 spurningar: Sá/sú sem svarar flestum fyrir klukkan 17:00 fær vegleg verðlaun. Ef öllum spurningum er svarað verða þau enn veglegri.
1. Hver er maðurinn?
2. Úr hvaða mynd er þetta?
3. Þau léku aðalhlutverk í Frankie og Johnny og HVAÐA annari mynd?
4. Hvað gengið kallað?
5. Úr hvaða mynd er þessi tilvitnun: ?Even a poisonous snake isn't bad. You just have to keep away from the sharp end??
6. Þessi mynd er úr evrópskri kvikmynd. Hver leikstýrði bandarískri endurgerð þeirrar myndar?
7. Hvað heitir þessi leikari?
8. Úr hvaða mynd er þetta?
9. Ein mynda Clint Eastwoods er sérstaklega tileinkuð tveimur mönnum. Um hvaða mynd er rætt og hverjir eru mennirnir tveir?
10.Og að lokum ein auðveld: Hver er uppáhalds kvikmyndin mín? (Í henni kemur þessi setning, eða sambærileg nokkrum sinnum fyrir: This jacket is a symbol of my individuality and my belief in personal freedom.)
10 spurningar: Sá/sú sem svarar flestum fyrir klukkan 17:00 fær vegleg verðlaun. Ef öllum spurningum er svarað verða þau enn veglegri.
1. Hver er maðurinn?
2. Úr hvaða mynd er þetta?
3. Þau léku aðalhlutverk í Frankie og Johnny og HVAÐA annari mynd?
4. Hvað gengið kallað?
5. Úr hvaða mynd er þessi tilvitnun: ?Even a poisonous snake isn't bad. You just have to keep away from the sharp end??
6. Þessi mynd er úr evrópskri kvikmynd. Hver leikstýrði bandarískri endurgerð þeirrar myndar?
7. Hvað heitir þessi leikari?
8. Úr hvaða mynd er þetta?
9. Ein mynda Clint Eastwoods er sérstaklega tileinkuð tveimur mönnum. Um hvaða mynd er rætt og hverjir eru mennirnir tveir?
10.Og að lokum ein auðveld: Hver er uppáhalds kvikmyndin mín? (Í henni kemur þessi setning, eða sambærileg nokkrum sinnum fyrir: This jacket is a symbol of my individuality and my belief in personal freedom.)
9. mar. 2006
Í dag er 9. mars. Í dag á afmælisbarn dagsins afmæli. Að sjálfsögðu á líklega fullt af fólki afmæli í dag en afmælsibarn afmælisbarna dagsins hlýtur að vera hið eilífa afmælisbarn tintin. Tintin á afmæli í dag og í þau, eru þetta orðin sjö ár?, síðan ég kynntist tintin hef ég ekki fengið að gleyma því að hún á afmæli á þessum degi og í raun allir sem umgangast hana nú eða lesa bloggið hennar.
EN SEM SAGT: TINTIN TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ !!!!!!!!!
8. mar. 2006
Mér finnst vafasamt að greinar eins og listfræði - menningarfræði og kvikmyndafræði séu greinar innan bókmenntafræði- og málvísindaskorar HÍ. Deilir einhver þeirri skoðun með mér? Þarf ekki að stokka aðeins upp í þessu skorakerfi, amk í félagsvísinda- og hugvísindadeild?
Mér finnst amk undarlegt þegar að nemandi í kvikmyndafræðum við HÍ segir í viðtali að kvikmyndafræði sé "náttúrulega eins og bókmenntafræði" nema að maður horfir á kvikmyndir í stað þess að lesa bækur. Sú kvikmyndafræði sem ég lærði í Hollandi var a.m.k. mun margbrotnari en svo.
Nja. Bara að spá.
Mér finnst amk undarlegt þegar að nemandi í kvikmyndafræðum við HÍ segir í viðtali að kvikmyndafræði sé "náttúrulega eins og bókmenntafræði" nema að maður horfir á kvikmyndir í stað þess að lesa bækur. Sú kvikmyndafræði sem ég lærði í Hollandi var a.m.k. mun margbrotnari en svo.
Nja. Bara að spá.
7. mar. 2006
Ég hóf störf á nýjum stað í gær. Skjal heitir fyrirtækið og ég hef starfsheitið þýðandi. Ég þýði. Nú sit ég samt í Hafnarfirði og reyni að hreinsa bunka af skrifborðinu. Stefnan er tekin á að fjarlægja þennan bunka fyrir helgi og skilja eftir hreint skrifborð fyrir þá aumingjasál sem mun taka við af mér.
Eitthvert undarlegt myspace-æði hefur gripið sig. MySpace er drasl. Ljótt drasl. Þá held ég að TagWorld sé betra. Skonrottan er amk á tagworld. Þar mun heimsfrægð hennar verða.
5. mar. 2006
uhhh - ég réði mig í vinnu í gær - ég byrja á morgun.
en núna er ég að semja texta við lagið mitt sem í augnablikinu heitir: Love affair on Laugarvegur
hér er sýnishorn:
I offered her some coffee but she only wanted tea, we ate sOme biscuit, fooled around and turned on the TV, and on the screen there was a man who looked like Doris Day, he smiled into the camera and then he began to pray
en núna er ég að semja texta við lagið mitt sem í augnablikinu heitir: Love affair on Laugarvegur
hér er sýnishorn:
I offered her some coffee but she only wanted tea, we ate sOme biscuit, fooled around and turned on the TV, and on the screen there was a man who looked like Doris Day, he smiled into the camera and then he began to pray
3. mar. 2006
Í þann mund er ég ætlaði að bæta inn fjórðu vísbendingu sá ég rétta svarið í kommentakerfi. víbendingarnar var ég búinn að útbúa upp í sjö. Þær þrjár sem voru eftir eru:
4. vísbending: Kvikmyndin er fyrsta mynd leikstjórans.
5. vísbending: Kvikmyndin er gerð eftir samnefndri skáldsögu.
6. vísbending: Myndind gerist að mestu í ákveðnum borgarhluta ákveðinnar borgar.
7. vísbending: Kvikmyndin dregur nafn sitt af þeim borgarhluta.
Myndin er að sjálfsögðu 101 Reykjavík og það er Hanna litla sem á svarið.
Húrra!!!
4. vísbending: Kvikmyndin er fyrsta mynd leikstjórans.
5. vísbending: Kvikmyndin er gerð eftir samnefndri skáldsögu.
6. vísbending: Myndind gerist að mestu í ákveðnum borgarhluta ákveðinnar borgar.
7. vísbending: Kvikmyndin dregur nafn sitt af þeim borgarhluta.
Myndin er að sjálfsögðu 101 Reykjavík og það er Hanna litla sem á svarið.
Húrra!!!
Kvikmyndagetraun
spurt er um kvikmynd
1. vísbending: Kvikmyndin segir frá skeiði í lífi ungs manns
2. vísbending: Segja má að efniviður kvikmyndarinnar sé rótleysi, þroskaleysi og andleysi ungs fólks í lok 20. aldar.
3. vísbending: Kvikmyndin tekur á áhugaverðan hátt til umfjöllunar breytt fjölskyldumynstur og aukna fjölbreytni og ákveðið hömluleysi í kynferðismálum.
spurt er um kvikmynd
1. vísbending: Kvikmyndin segir frá skeiði í lífi ungs manns
2. vísbending: Segja má að efniviður kvikmyndarinnar sé rótleysi, þroskaleysi og andleysi ungs fólks í lok 20. aldar.
3. vísbending: Kvikmyndin tekur á áhugaverðan hátt til umfjöllunar breytt fjölskyldumynstur og aukna fjölbreytni og ákveðið hömluleysi í kynferðismálum.
2. mar. 2006
Stórtíðindi!!!!!!!!!!!!!!
Það þóttu stórtíðindi þegar í gær var tilkynnt var með viðhöfn að ekkert hefði verið ákveðið um nýtt álver á Íslandi. Ekkifréttamenn landsins ruku upp til handa og fóta og færðu okkur tíðindin. Forsíður allra blaða voru fylltar. Magasínþættir allra stöðva undirlagðir. Rás tvö lýsti beint frá Húsavík: Engin ákvörðun tekin! Húsvíkingar fögnuðu. Skáluðu í álbaukum, dúkalögðu með álpappír, settu fána í stöng. Álfána? Unglingar mótmæltu, þingmenn þusuðu. Hringt í Álgerði alla leið til New York. Þar reyndi hún að malda í móinn. "Uh, öh, tja," sagði hún og hvíslaði niður í bringuna á sér, "engin ákvörðun var svo sem tekin". Glæslegt Álgerður, svöruðu fréttamennirnir, takk fyrir, þetta eru stórtíðindi. Engin ákvörðun! Ekkert nýtt! Engar fréttir! Við setjum þetta á forsíðu!!!
Það þóttu stórtíðindi þegar í gær var tilkynnt var með viðhöfn að ekkert hefði verið ákveðið um nýtt álver á Íslandi. Ekkifréttamenn landsins ruku upp til handa og fóta og færðu okkur tíðindin. Forsíður allra blaða voru fylltar. Magasínþættir allra stöðva undirlagðir. Rás tvö lýsti beint frá Húsavík: Engin ákvörðun tekin! Húsvíkingar fögnuðu. Skáluðu í álbaukum, dúkalögðu með álpappír, settu fána í stöng. Álfána? Unglingar mótmæltu, þingmenn þusuðu. Hringt í Álgerði alla leið til New York. Þar reyndi hún að malda í móinn. "Uh, öh, tja," sagði hún og hvíslaði niður í bringuna á sér, "engin ákvörðun var svo sem tekin". Glæslegt Álgerður, svöruðu fréttamennirnir, takk fyrir, þetta eru stórtíðindi. Engin ákvörðun! Ekkert nýtt! Engar fréttir! Við setjum þetta á forsíðu!!!
1. mar. 2006
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)