1. des. 2003

Þrjú póstkort komin upp á vegg. Svo sem ágætis árangur en ekki sá sami og ég hefði búist við. Ykkur sem senduð kort þakka ég pent. Þau sóma sér vel á veggnum hvíta. En hann er enn full hvítur, þrátt fyrir póstkort og plaköt.

Og hey (hey er fyrir hesta)! Það er fyrsti des í dag. Svei mér þá hvað tímin líður hratt. Talandi um það þá var ég að tala um júróvísjón við Roger um daginn. Hann kom af fjöllum og bað mig að útskýra. Ég útskýrði og gaf honum tóndæmi. Nefnilega fyrsta framlag okkar Íslendinga til þeirrar keppni. "Time flies fast on a satellite age, faster every day, faster every night" honum fannst lagið slæmt og textinn verri. Ég skal ekki segja, kannski var það flutningur minn og þýðing sem spillti annars þessu ágæta afreki Magnúsar Eiríkssonar.

Engin ummæli: