1. des. 2003

Ég deili eldhúsi með Liisu. Hún er finnsk. Hún er fokkt opp!

Liisa hleypur allt. Hún hleypur þessa fimm metra úr herberginu sínu og inn í eldhús. En hún hefur einkennilegan hlaupastíl því hún lyftir aldrei fótunum af jörðinni. Þess í stað skefur hún gólfið með finnsku inniskónum sínum.
Liisa lærir rökfræði. Hún talar í rökfræði sem verður til þess að enginn nennir lengur að hlusta á hana. En hún eyðir líka mestum tíma inni í herberginu sínu, að lesa um rökfræði. Kemur einstaka sinnum út til að vaska upp (vanalega allt sem hendi er næst) og besserwissa um hitt og þetta. Í kvöld fræddi hún mig um það að Ísland tilheyrði í raun Evrópu þó það væri ekki hluti af meginlandinu. Ég þakkaði henni pent fyrir upplýsingarnar. En maður á ekki að tala illa um fólk og Liisa er vissulega fólk. Þó á mörkunum.

Engin ummæli: