Gleðileg jól.
Mig verkjar í andlitið. Síðustu þrjá klukkutíma er ég búinn að þurfa að halda uppi gervibrosi og smáspjalli. Eitt versta matarboð sem ég hef farið í á ævinni. Elísabet hin brasilíska bauð til veislu í dag. Hún bauð þremur kennurum í linguistics, sem er svo sem allt í lagi en þetta er þrír leiðinlegustu kennararnir í deildinni. Og einn þeirra mætti með tvær unglingsdætur sínar sem eru haldnar unglingaveiki á hæsta stigi. Maðurinn hennar Elísabetar er hér í heimsókn yfir hátíðirnar. Hann er hreint út sagt hrútleiðinlegur, og nema hvað þá lenti ég við hliðina á honum við matarborðið. Hann er einn af þessum mönnum sem finnur sig knúinn til að halda uppi samræðum og ekki skiptir máli hvert umræðuefnið er. Hann sagði mér í smáatriðum frá við hvað hann er að vinna, gjörsamlega óspurður, enda myndi mér aldrei detta í hug að spyrja fólk sem mér líkar ekki við hvað það sé að vinna. En sem betur fer ég þeim hæfileika búinn að geta brosað, kinkað kolli og jafnvel svarað, án þess að hafa hugmynd um hvert umræðuefnið er. Ég hef til dæmis ekki hugmynd um við hvað hann starfar, nema jú, ég veit að það krefst mikillar þolinmæði, eins og hann þreyttist ekki á að segja. Einnig voru þarna Anna hin rússneska og systir hennar og einhver breskur hermaður sem ég veit ekki hvar var grafinn upp. Og ekki má gleyma ofvirka málvísindanemanum sem ég veit ekki hvað heitir er hefur þessa einkennilegu þörf fyrir að segja brandara. Ókei. Af tuttugu bröndurum var þessi fyndastur: Hvað er líkt með tómati og kartöflu. Bæði rauð nema kartaflan.
Þetta hefði svo sem getað verið þolanlegt ef maturinn hefði verið góður. Onei. Í fyrsta lagi leit hann út ein og ósoðin blóðmör, lyktaði eins og elliheimili og bragðaðist, tja, ég veit svo sem ekki hvernig skítur bragðast...
Já, þrír klukkutíma í helvíti. Kvöldið ónýtt, óbragð í munni og illt í maga.
Gleðileg jól
28. des. 2003
23. des. 2003
Dima er að elda fyrir mig og Ann. Við erum ein eftir í eldhúsinu. Þess má geta að Dima og Ann halda ekki jól. En palestínsk veisla í kvöld. Vissulega betra en skata á Þorláksmessu. Rétturinn heitir "á hvolfi", bara á Arabísku. Veit ekki hvernig maður skrifar það.
Ritgerð 1 lokið. Ritgerð 2 eftir. Jólin og svona og svo: Ísland. Jájá... allt að gerast sko!
Ritgerð 1 lokið. Ritgerð 2 eftir. Jólin og svona og svo: Ísland. Jájá... allt að gerast sko!
22. des. 2003
Internetið maður
Ég er svona óvirkur þátttakandi þessa stundina í jólaglögg Andansmanna. Einn galli þó. Maður fær svo heilmikla heimþrá í kjölfarið. Úhú. 15 eftir í húsinu. Það er orðið ó svo hljótt, en ekki í nótt. Þá var mesta þrumuveður sem ég hef upplifað. Eldingu sló niður hér rétt fyrir utan gluggann hjá mér. Ég hélt ég myndi deyja!
En Þorlákur á morgun. Þá fjölmennum við íbúarnir á Dolhaantje á barinn. Svo er jólamatur á aðfangadag. Og í Utrecht á annan hjá íslensku fjölskyldunni. Svei mér þá ... þetta er bara fínt!
Ég er svona óvirkur þátttakandi þessa stundina í jólaglögg Andansmanna. Einn galli þó. Maður fær svo heilmikla heimþrá í kjölfarið. Úhú. 15 eftir í húsinu. Það er orðið ó svo hljótt, en ekki í nótt. Þá var mesta þrumuveður sem ég hef upplifað. Eldingu sló niður hér rétt fyrir utan gluggann hjá mér. Ég hélt ég myndi deyja!
En Þorlákur á morgun. Þá fjölmennum við íbúarnir á Dolhaantje á barinn. Svo er jólamatur á aðfangadag. Og í Utrecht á annan hjá íslensku fjölskyldunni. Svei mér þá ... þetta er bara fínt!
Í gær eldaði ég hina rómuðu fiskisúpu hennar móður minnar. Þetta var síðasta kvöldmáltíðin fyrir Louise og Christian fyrir jól. Það held ég að hún móðir mín ætti að vera stolt af mér. Ég vona reyndar að hún sé það yfirleitt. En súpan var sukksess, þó hún hafi nú ekki náð fullkomnun móður minnar.
Í dag: Það snjóar. Eða svona um það bil. Ekkert að ráði en örlítil hvít dula yfir jörðinni. Þegar ég gekk inn í eldhús voru þar staddar hin palestínska Dima og kínverska Ann. Þær voru alvarlegar í bragði:
Dima: Do you think it's ok?
Ann: I guess so. It not that much.
Dima: What do you think Heine?
Heine: What?
Dima: Is it ok to walk outside?
Heine: What? Yes, why not?
Ann: Because of the snow.
Dima: Yes, do you think we can walk in the snow.
Alveg hreint er það frábært að kynnast svona fólki frá öllum heimshornum! Ég fræddi þær um að labb í snjó væri yfirleitt ekki mikið mál, nema hann væri í hnéhæð eða álík. Hins vegar værri verra ef honum fylgdi hálka og ís undir snjó væri sérlega óheppilegur til labbs. Er annars til enskt orði yfir hálku? En hláku? Hvað þá skafrenning eða hundslappadrífu?
Í dag: Það snjóar. Eða svona um það bil. Ekkert að ráði en örlítil hvít dula yfir jörðinni. Þegar ég gekk inn í eldhús voru þar staddar hin palestínska Dima og kínverska Ann. Þær voru alvarlegar í bragði:
Dima: Do you think it's ok?
Ann: I guess so. It not that much.
Dima: What do you think Heine?
Heine: What?
Dima: Is it ok to walk outside?
Heine: What? Yes, why not?
Ann: Because of the snow.
Dima: Yes, do you think we can walk in the snow.
Alveg hreint er það frábært að kynnast svona fólki frá öllum heimshornum! Ég fræddi þær um að labb í snjó væri yfirleitt ekki mikið mál, nema hann væri í hnéhæð eða álík. Hins vegar værri verra ef honum fylgdi hálka og ís undir snjó væri sérlega óheppilegur til labbs. Er annars til enskt orði yfir hálku? En hláku? Hvað þá skafrenning eða hundslappadrífu?
20. des. 2003
Dagarnir líða og það styttist í jólin. Með hverjum degi fækkar líka íbúum á Dolhaantjestraat. Við verðum bara 15 í húsinum á jólanótt. Þá höldum við veislu.
Það er gaman að deila eldhúsi með allraþjóðakvikindum. Í gær leyfði Dima hin palestínska mér að smakka hádegismatinn hennar. Þetta var palestínskur réttur sem leit reyndar út eins og vettvangur sjálfsmorðsárásar en bragðaðist undursamlega. Eiginlega alveg ótrúlega vel. Ég finn enn bragðið þegar ég skrifa um hann og munnurinn fyllist af vatni og nú er ég farinn að slefa.
Það er gaman að deila eldhúsi með allraþjóðakvikindum. Í gær leyfði Dima hin palestínska mér að smakka hádegismatinn hennar. Þetta var palestínskur réttur sem leit reyndar út eins og vettvangur sjálfsmorðsárásar en bragðaðist undursamlega. Eiginlega alveg ótrúlega vel. Ég finn enn bragðið þegar ég skrifa um hann og munnurinn fyllist af vatni og nú er ég farinn að slefa.
17. des. 2003
"Domur og herrar. Safninu verdur lokad eftir 15 minutur." Heyra ma fingrasmellina a lyklabordunum skyndilega verda hadari og andrumsloftid fyllist spennu. Naum vid ad klara verkefni dagsins a 15 minutum? Thurfum vid ad vista a diska og halda afram vinnunni heima. Eda verdum vid ad faira okkur a naista bokasafn sem er opid til 19:30?
Hjer loka bokasofnin a bilinu 18-19:30 en 21:45 a fimmtudogum. Alltaf, lika yfir profatima. Svo er lokad a sunnudogum. Tha stendur nu Bokhladan sig betur. Heldur betur. En hjer er tho oflugri bokakostur. Heldur bettur. Skarra vairi thad nu.
Jeg hef lengi velt thessum ordhaitti fyrir mjer. Skarra vairi thad nu. Merkir thetta "skarra vairi thad nu ef bokasafnid i UvA hefdi ekki betri bokakost en Bokhladan" Thetta meikar engan sens....
Hmm.... hugsa um thetta yfir LOTR!
Hjer loka bokasofnin a bilinu 18-19:30 en 21:45 a fimmtudogum. Alltaf, lika yfir profatima. Svo er lokad a sunnudogum. Tha stendur nu Bokhladan sig betur. Heldur betur. En hjer er tho oflugri bokakostur. Heldur bettur. Skarra vairi thad nu.
Jeg hef lengi velt thessum ordhaitti fyrir mjer. Skarra vairi thad nu. Merkir thetta "skarra vairi thad nu ef bokasafnid i UvA hefdi ekki betri bokakost en Bokhladan" Thetta meikar engan sens....
Hmm.... hugsa um thetta yfir LOTR!
Sit nidra safni an islenskra stafa. Thetta er nu bara huggulegt svona af og til.
Hun er svo jolaleg hun Amsterdam. Hun er svo rosalega jolalegt. Hun er svo jolaleg ad JEG ER KOMINN I JOLASKAP. Af thvi tilkefni keypti jeg jolagjof handa mjer i dag. Jeg bokadi far til Koben milli Christmas and New year. Hallo Koben here kommer ik! Rjett upp hond og handlegg sem verdur i koben um jol. Deit thau krakkar minir. Deit thau!
I kvold: Lesid sem vangefinn i nokkrar tima og jafnvel skrifadur partur af ritgerd og svo: LOTR. Taldi ohaitt ad bregda ut af vananum med Luxussalinn heima thar sem tja, helmingur vanans er ekki lengur til stadar. Svo nu er thad LOTR i Amsterdam!
Krakkar minir, krakkar minir eins og thid sjaid er Frjalsi oskaplega frjals thessa dagana. Hef sjaldan skemmt mjer svona yfir ritgerdasmid og verid i jolaskapi i leidinni. Ja jeg veit, ik wet: thegidu hamingjusama svinid thitt!
Ok - jeg skal bara stein halda kj....
Hun er svo jolaleg hun Amsterdam. Hun er svo rosalega jolalegt. Hun er svo jolaleg ad JEG ER KOMINN I JOLASKAP. Af thvi tilkefni keypti jeg jolagjof handa mjer i dag. Jeg bokadi far til Koben milli Christmas and New year. Hallo Koben here kommer ik! Rjett upp hond og handlegg sem verdur i koben um jol. Deit thau krakkar minir. Deit thau!
I kvold: Lesid sem vangefinn i nokkrar tima og jafnvel skrifadur partur af ritgerd og svo: LOTR. Taldi ohaitt ad bregda ut af vananum med Luxussalinn heima thar sem tja, helmingur vanans er ekki lengur til stadar. Svo nu er thad LOTR i Amsterdam!
Krakkar minir, krakkar minir eins og thid sjaid er Frjalsi oskaplega frjals thessa dagana. Hef sjaldan skemmt mjer svona yfir ritgerdasmid og verid i jolaskapi i leidinni. Ja jeg veit, ik wet: thegidu hamingjusama svinid thitt!
Ok - jeg skal bara stein halda kj....
Marflatur? Flatur sem mar. Ég ligg marflatur á rúminu og skrifa ritgerð. Þetta fer ekki vel með bakið. Ég er reyndar ekki marflatur heldur frekar sem úfinn sjór.
Stundum, en bara stundum, efast maður um tilveru sína þegar maður horfir upp í stjörnubjartan himinn. Sem betur fer er ekki stjörnubjartur himinn hér heldur skýjað og drungalegt. Oft skrifa ég drugnalegt þegar ég ætla að skrifa drungalegt. Það gerðist þó ekki í þetta sinn. Onei.
Mér varð í dag hugsað til auglýsingar sem var sýnd í íslensku sjónvarpi. Hún var endaði með þessum orðum: "Ég kúka bara líkar"
Merkilegt
Stundum, en bara stundum, efast maður um tilveru sína þegar maður horfir upp í stjörnubjartan himinn. Sem betur fer er ekki stjörnubjartur himinn hér heldur skýjað og drungalegt. Oft skrifa ég drugnalegt þegar ég ætla að skrifa drungalegt. Það gerðist þó ekki í þetta sinn. Onei.
Mér varð í dag hugsað til auglýsingar sem var sýnd í íslensku sjónvarpi. Hún var endaði með þessum orðum: "Ég kúka bara líkar"
Merkilegt
16. des. 2003
Halló Ísland - Ég næ ekki sambandi!
Liggur netsamband til Íslands niðri? Halló!
Annars er ég að spá að skrá mig í Research master í Media studies á næsta ári. Já, breyta soldið til. Sniðugt - hmmm. Sjáum til.
Annars er ég bara að drekka aníste. Bjó til brandara um það í gær. Anistea international - hehe hehehe ehe eh - jamm
Liggur netsamband til Íslands niðri? Halló!
Annars er ég að spá að skrá mig í Research master í Media studies á næsta ári. Já, breyta soldið til. Sniðugt - hmmm. Sjáum til.
Annars er ég bara að drekka aníste. Bjó til brandara um það í gær. Anistea international - hehe hehehe ehe eh - jamm
15. des. 2003
Hánótt... seinn í háttinn að vanda.
Dagurinn fór að mestu í að skrifa upp vitleysuna sem við kjöftum í eldhúsinu. Bráðfyndið á köflum. Svo eyði ég næstu dögum í að analæsa transkriptið og nota í ritgerð um langvitskontakt. Þetta er bara nokkuð gaman - klukkutími kominn á blað að aflokinni sex tíma vinnu.
Þess má geta að ég var landi og þjóð til sóma á jólaballinu á föstudaginn.
Í fréttum er þetta helst: Þeir náðu honum! - ég skrifaði grein um það hér.
Óboy... ég þarf að pissa - og svo bara verð ég að fara í háttinn.... Stjáni blái
Dagurinn fór að mestu í að skrifa upp vitleysuna sem við kjöftum í eldhúsinu. Bráðfyndið á köflum. Svo eyði ég næstu dögum í að analæsa transkriptið og nota í ritgerð um langvitskontakt. Þetta er bara nokkuð gaman - klukkutími kominn á blað að aflokinni sex tíma vinnu.
Þess má geta að ég var landi og þjóð til sóma á jólaballinu á föstudaginn.
Í fréttum er þetta helst: Þeir náðu honum! - ég skrifaði grein um það hér.
Óboy... ég þarf að pissa - og svo bara verð ég að fara í háttinn.... Stjáni blái
11. des. 2003
9. des. 2003
Amsterdam - Fréttir
Foreldrar mínir og amma komu hingað um helgina. Ó svo lúft og gaman.
Annars hefur margt verið á seyði hér í bæ. Sinterklass sendi gjafir á föstudaginn. Stemming og jólaglögg af því tilefni. Ég mixaði hina stórfenglegu Jólaglögg Andansmanna með mixtúru af Jólaglögg Louise. Það var íslensk-danska verslunarfjelagið sem stóð að því.
Á laugardaginn var maður skotinn til bana hér í miðbænum. Jájá, lesið allt um það hér. Og svo fæddist okkur lítil prinsessa á sunnudaginn. Ég fór ásamt foreldrum mínum í konungshöllina og vottaði henni viðingu mína, og íslensku þjóðarinnar raunar. Mogginn fjallar ekkert um það fyrir ykkur en Politiken gerir það.
Jájá... annars ætla ég að skrifa masters ritgerð um dicourse markers... hvað heitið það aftur á íslensku?
Foreldrar mínir og amma komu hingað um helgina. Ó svo lúft og gaman.
Annars hefur margt verið á seyði hér í bæ. Sinterklass sendi gjafir á föstudaginn. Stemming og jólaglögg af því tilefni. Ég mixaði hina stórfenglegu Jólaglögg Andansmanna með mixtúru af Jólaglögg Louise. Það var íslensk-danska verslunarfjelagið sem stóð að því.
Á laugardaginn var maður skotinn til bana hér í miðbænum. Jájá, lesið allt um það hér. Og svo fæddist okkur lítil prinsessa á sunnudaginn. Ég fór ásamt foreldrum mínum í konungshöllina og vottaði henni viðingu mína, og íslensku þjóðarinnar raunar. Mogginn fjallar ekkert um það fyrir ykkur en Politiken gerir það.
Jájá... annars ætla ég að skrifa masters ritgerð um dicourse markers... hvað heitið það aftur á íslensku?
6. des. 2003
Nú vandast málið. Ég get ekki gert upp við mig hvað ég á að spila á meðan ég leysi verkefnið í Generative Grammar. Mér dettur í hug Zooropa með U2. ÉG enduruppgötvaði hann um daginn. Alltaf gaman að enduruppgötva gamalt stöff. Ég man þegar ég heyrði hann fyrst. Það var hún Elínborg vinkona mín sem leyfði mér að heyra. Það var haustið '93. Bara tíu ár síðan! Svo er það Still með Joy Division. Hann keypti ég hér í bæ eftir að hafa horft á 24 hour party people. Það var með henni Berglindi vinkonu minni. Vei! Eða á ég að spila Elephant Shoe með Arab Strap?. Ég fór einmitt á tónleika með þeim um daginn með henni Karinu vinkonu minni. Það var mergjað maður. Eða kannski Exail on main street með Stones. Ég fór á tónleika með þeim um daginn líka, en þá var ég einn. Hvar voru allar vinkonur mínar þá?.
En hva... þar sem ég verð líklega þrjá tíma að leysa þetta verkefni þá spila ég þá bara alla. Problem Solved!
En hva... þar sem ég verð líklega þrjá tíma að leysa þetta verkefni þá spila ég þá bara alla. Problem Solved!
Það er frekar klikkuð jólastemming í Club27. Liisa eldaði handa okku klassískan finnskan jólamat og Miss Notley keypti jólatré og útbjó aðventukrans. Mér brá að vísu þegar ég sá jólatréð - fullskreytt og fallegt í byrjun desember. En tja... mér er bara farið að þykja vænt um litla fjandann.
Svo drukkum við jólaglögg og átum piparkökur og speskökur og skiptumst á frásögnum á jólahefðum frá hverju landi. Toppurinn var svo þegar við sungum Heimsumból á 5 tungumálum!
Og hey - Sinterklaas gaf mér þrjár gjafir í gær. Ég hef líklega verið svona óskaplega góður strákur þetta árið... annað en ég hélt!
Svo drukkum við jólaglögg og átum piparkökur og speskökur og skiptumst á frásögnum á jólahefðum frá hverju landi. Toppurinn var svo þegar við sungum Heimsumból á 5 tungumálum!
Og hey - Sinterklaas gaf mér þrjár gjafir í gær. Ég hef líklega verið svona óskaplega góður strákur þetta árið... annað en ég hélt!
4. des. 2003
Helviti er thetta klikkad!
Hjer sit eg nidri i skola ad klara verkefni og er ad hlusta a Rut Reginalds syngja Jeg sa mommu kyssa Jolasvein. Aldrei hefi jeg verid jafn gladur ad heyra jolalog a islensku... ja nu er madur sko kominn i jolaskap
Internetid er snilld - og Ras tvo er geggjud!
Island - bezt i heimi!!!!!!!!!!!
Hjer sit eg nidri i skola ad klara verkefni og er ad hlusta a Rut Reginalds syngja Jeg sa mommu kyssa Jolasvein. Aldrei hefi jeg verid jafn gladur ad heyra jolalog a islensku... ja nu er madur sko kominn i jolaskap
Internetid er snilld - og Ras tvo er geggjud!
Island - bezt i heimi!!!!!!!!!!!
3. des. 2003
Þetta er líklega mín lukka. Þegar ég settist fyrir framan tölvuna í dag uppgötvaði ég að það er uppselt á B&S tónleikana. Fimmfrikandellenmánuði fyrirfram. Svo þetta verða líklega tómleikar hjá mér. Fussumsvei. En ég sá þau svo sem í Barcelona í vor ætti að nægja að sinni. Helvíti var það gaman. Muniði krakkar? Var ekki gaman hjá okkur? Ha. Var það ekki? Hm.
Helvítis ósómi. Ég skrifaði í nótt aðra grein á Selluna. Að þessu sinni um vændi. Fór í heilmikla heimildaleit um internetið. En nú þegar ég starta vafranum poppar upp svona stykki sem segir: Hey dude. Wanna see naked teens? Og eini valmöguleikinn er OK! Já, og nú er upphafssíðan hjá mér orðin einhver xxxamsterdam.com eða eitthvað fáránlegt. Jájá, af því að ég var að skoða heimildir um vændi er ég altíeinu stimplaður einhver perri þarna á netinu. Krípí - vægast sagt.
2. des. 2003
Ókei - 31. mars ætla ég á tónleika með Belle&Sebastian í Utrecht. Miðinn kostar 28 evrur. Mér dettur í hug nokkrir sem hefðu áhuga á að koma með. Talið nú eða forever hold your peace. Ég ætla að tryggja mér miða nú á næstu dögum. Á ég að versla fleiri en einn?
Ókei - Hjólinu mínu var stolið! Ég er nokkuð viss um það í þetta sinn. Það var bara alls ekki hvar ég skildi við það síðast. Ég græt svo sem ekki hjólið enda orðið hálfbremsulaust og alveg ljóslaust og hálfgerð dauðagildra í sjálfu sér. En lásinn græt ég, sem kostaðið þriðjung af verði hjólsins. Og svo er auðvitað bagalegt að vera hjóllaus í þessum bæ. Ætli ég verði ekki að splæsa á mig nýju hjóli á næstu önn. Þegar önnur umferð námslána dettur inn á reikninginn minn. Dauði og djöfull.
Ókei - þegar ég sótti um skólavist hér í bæ þurfti ég að gangast undir enskukunnáttupróf. Ég stóðst lágmarkseinkunn og rúmlega það. En Stúlkan sem hélt fyrirlestur í Language Contact í dag hefur ábyggilega skítfallið á þessu prófi. Hvernig í ósköpunum komst hún inn í skólann? Fyrir nú utan það að hún getur ekki stunið upp einni setningu sem inniheldur amk eitt orð sem getur talist enskt, þá kann manneskjan bara alls ekki að fremja glærusjó. Ég er nú svo sem enginn snillingur í enskri túngu eða glærugerð, en kommon píbol!
(Þess má geta að ég vann mitt glærusjó í Macromedia Flash - það var dúndur!)
Ókei - Hjólinu mínu var stolið! Ég er nokkuð viss um það í þetta sinn. Það var bara alls ekki hvar ég skildi við það síðast. Ég græt svo sem ekki hjólið enda orðið hálfbremsulaust og alveg ljóslaust og hálfgerð dauðagildra í sjálfu sér. En lásinn græt ég, sem kostaðið þriðjung af verði hjólsins. Og svo er auðvitað bagalegt að vera hjóllaus í þessum bæ. Ætli ég verði ekki að splæsa á mig nýju hjóli á næstu önn. Þegar önnur umferð námslána dettur inn á reikninginn minn. Dauði og djöfull.
Ókei - þegar ég sótti um skólavist hér í bæ þurfti ég að gangast undir enskukunnáttupróf. Ég stóðst lágmarkseinkunn og rúmlega það. En Stúlkan sem hélt fyrirlestur í Language Contact í dag hefur ábyggilega skítfallið á þessu prófi. Hvernig í ósköpunum komst hún inn í skólann? Fyrir nú utan það að hún getur ekki stunið upp einni setningu sem inniheldur amk eitt orð sem getur talist enskt, þá kann manneskjan bara alls ekki að fremja glærusjó. Ég er nú svo sem enginn snillingur í enskri túngu eða glærugerð, en kommon píbol!
(Þess má geta að ég vann mitt glærusjó í Macromedia Flash - það var dúndur!)
*Geisp*
Ég negldi inn grein á Selluna í dag. Ég var nú í hálfgerðu kóma þegar ég skrifaði hana og stóð uppi með... tja... andskoti fastan bolta. Fjú... ég held ég verði að slappa aðeins af í Michael Moore pælingum mínum. Maður verður eitthvað svo blóðheitur. Eins og Spánverji. Þó Michael Moore sé nú enginn Spánverji.
Hvað segir maður aftur? Enginn er Spánverji í eigin föðurlandi, nema Spánverjar.
Í fréttum er þetta helst. Ég lauk við proposal fyrir lokaritgerðina mína í Language Contact í dag. Ég held þetta verði meistarastykki. Ef ég einhverntíma byrja á henni það er.
Hvað um það. Farinn í háttinn.
Vei!
Ég negldi inn grein á Selluna í dag. Ég var nú í hálfgerðu kóma þegar ég skrifaði hana og stóð uppi með... tja... andskoti fastan bolta. Fjú... ég held ég verði að slappa aðeins af í Michael Moore pælingum mínum. Maður verður eitthvað svo blóðheitur. Eins og Spánverji. Þó Michael Moore sé nú enginn Spánverji.
Hvað segir maður aftur? Enginn er Spánverji í eigin föðurlandi, nema Spánverjar.
Í fréttum er þetta helst. Ég lauk við proposal fyrir lokaritgerðina mína í Language Contact í dag. Ég held þetta verði meistarastykki. Ef ég einhverntíma byrja á henni það er.
Hvað um það. Farinn í háttinn.
Vei!
1. des. 2003
Þrjú póstkort komin upp á vegg. Svo sem ágætis árangur en ekki sá sami og ég hefði búist við. Ykkur sem senduð kort þakka ég pent. Þau sóma sér vel á veggnum hvíta. En hann er enn full hvítur, þrátt fyrir póstkort og plaköt.
Og hey (hey er fyrir hesta)! Það er fyrsti des í dag. Svei mér þá hvað tímin líður hratt. Talandi um það þá var ég að tala um júróvísjón við Roger um daginn. Hann kom af fjöllum og bað mig að útskýra. Ég útskýrði og gaf honum tóndæmi. Nefnilega fyrsta framlag okkar Íslendinga til þeirrar keppni. "Time flies fast on a satellite age, faster every day, faster every night" honum fannst lagið slæmt og textinn verri. Ég skal ekki segja, kannski var það flutningur minn og þýðing sem spillti annars þessu ágæta afreki Magnúsar Eiríkssonar.
Og hey (hey er fyrir hesta)! Það er fyrsti des í dag. Svei mér þá hvað tímin líður hratt. Talandi um það þá var ég að tala um júróvísjón við Roger um daginn. Hann kom af fjöllum og bað mig að útskýra. Ég útskýrði og gaf honum tóndæmi. Nefnilega fyrsta framlag okkar Íslendinga til þeirrar keppni. "Time flies fast on a satellite age, faster every day, faster every night" honum fannst lagið slæmt og textinn verri. Ég skal ekki segja, kannski var það flutningur minn og þýðing sem spillti annars þessu ágæta afreki Magnúsar Eiríkssonar.
Ég deili eldhúsi með Liisu. Hún er finnsk. Hún er fokkt opp!
Liisa hleypur allt. Hún hleypur þessa fimm metra úr herberginu sínu og inn í eldhús. En hún hefur einkennilegan hlaupastíl því hún lyftir aldrei fótunum af jörðinni. Þess í stað skefur hún gólfið með finnsku inniskónum sínum.
Liisa lærir rökfræði. Hún talar í rökfræði sem verður til þess að enginn nennir lengur að hlusta á hana. En hún eyðir líka mestum tíma inni í herberginu sínu, að lesa um rökfræði. Kemur einstaka sinnum út til að vaska upp (vanalega allt sem hendi er næst) og besserwissa um hitt og þetta. Í kvöld fræddi hún mig um það að Ísland tilheyrði í raun Evrópu þó það væri ekki hluti af meginlandinu. Ég þakkaði henni pent fyrir upplýsingarnar. En maður á ekki að tala illa um fólk og Liisa er vissulega fólk. Þó á mörkunum.
Liisa hleypur allt. Hún hleypur þessa fimm metra úr herberginu sínu og inn í eldhús. En hún hefur einkennilegan hlaupastíl því hún lyftir aldrei fótunum af jörðinni. Þess í stað skefur hún gólfið með finnsku inniskónum sínum.
Liisa lærir rökfræði. Hún talar í rökfræði sem verður til þess að enginn nennir lengur að hlusta á hana. En hún eyðir líka mestum tíma inni í herberginu sínu, að lesa um rökfræði. Kemur einstaka sinnum út til að vaska upp (vanalega allt sem hendi er næst) og besserwissa um hitt og þetta. Í kvöld fræddi hún mig um það að Ísland tilheyrði í raun Evrópu þó það væri ekki hluti af meginlandinu. Ég þakkaði henni pent fyrir upplýsingarnar. En maður á ekki að tala illa um fólk og Liisa er vissulega fólk. Þó á mörkunum.
Stundum er maður bara of þreyttur til að fara í háttinn.
Sunnudagar er Bíódagar á Dolhaantjestraat. Í kvöld var horft á Finding Forrester og svo einhverja dapurlegustu mynd sem ég hef horft á í langan tíma. Ekki man ég nafnið á henni en boy. Hún fjallar um white trash í Bandaríkjunum sem leikur sér að því að drepa ketti og stunda sifjaspjöll. Jamm, virkilega upplífgandi.
Sunnudagar er Bíódagar á Dolhaantjestraat. Í kvöld var horft á Finding Forrester og svo einhverja dapurlegustu mynd sem ég hef horft á í langan tíma. Ekki man ég nafnið á henni en boy. Hún fjallar um white trash í Bandaríkjunum sem leikur sér að því að drepa ketti og stunda sifjaspjöll. Jamm, virkilega upplífgandi.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)