Nóa finnst rosalega gaman að fara með bátnum. Það er gaman að sameina hjólatúr og bátsferð og það finnst honum virkilega spennandi.
17. jún. 2013
17. júní
Um daginn settumst við þrjú á tvö reiðhjól og tókum ferjuna yfir á bakkann hinum megin. Lindholmen og hjóluðum þaðan yfir til Eriksberg. Það eru nú ekki nema fimm mínútur að hjóla þar á milli. Það er virkilega skemmtilegt að sjá hvernig búið er að byggja upp hafnarsvæðið þarna. Flottur arketektúr og spennandi svæði. Þetta þurfum við að kanna nánar.
Nóa finnst rosalega gaman að fara með bátnum. Það er gaman að sameina hjólatúr og bátsferð og það finnst honum virkilega spennandi.
Nóa finnst rosalega gaman að fara með bátnum. Það er gaman að sameina hjólatúr og bátsferð og það finnst honum virkilega spennandi.
16. jún. 2013
Lax
Í dag rigndi og deginum var að mestu eytt heima. Jóhanna og Nói fóru saman út áður en regnið skall á. Þau urðu strandaglópar á Kardemumman. Ég fór á hjólinu til að hitta þau og til að kaupa lax. Hann var ég að útbúa núna og henda inn í ofn ásamt með kartöflum:
Ofnbakaður lax og kartöflur:
Hálft kíló af kartöflum skornar í báta.
Sítróna, eða tvær
Ólifuolía, slatti
Tvær gulrætur
Tveir stilkar af rósmarín
Salt
Pipar
Hrært saman í skál þannig að hver bátur er þokkalega þakinn rósmarín. Fullt af öllu bara.
Inn í ofn í skúffu á 225 í 45 mín. Hrært í og kreist úr meiri sítrónu í hálfleik
Laxbitar, nóg fyrir hvern og einn settir í eldfast mót
Kreist úr hálfri sítrónu yfir bitana
Salt og pipar
Nokkrar rósmarínnálar og matskeið af fersku timjan fínsaxað og borið á laxbitana
Inn í ofninn síðasta korterið eða svo
Þetta er ekki vont.
12. jún. 2013
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)