16. mar. 2013

Spårvagn

Ég er mikill áhugamaður um almenningssamgöngur (mikið svakalega er orðið almenningssamgöngur langt). Ég vil helst búa í borg þar sem eru sem flestar tegundir almenningsvagna; strætó, sporvagnar og lestir, ofan- sem neðanjarðar. Ekki spillir fyrir ef einnig eru ferjur eða fljótabátar. Hér í Gautaborg er allt framangreint nema neðanjarðarlestir. Það er slíkt kerfi í Stokkhólmi, Tunnelbanan. Ég var eitthvað, einu sinni, að velta því fyrir mér hvort það hefðu aldrei verið hugmyndir um neðanjarðarlest í Gautaborg. Spurði Gautaborgara sem svöruðu svo að það væri ekki hægt: allur leirinn skilurðu.

Svo var ég að vafra um internetið, eins og maður gerir stundum, og lenti á stórmerkilegum þætti í Sveriges Radio, sem fjallar um einmitt þetta, hversvegna enginn neðanjarðarlest væri hér. Fyrir ykkur sem lesið þetta blogg, skiljið sænsku og hafið áhuga á almenningssamgöngum (les. Sigurður) lími ég hér tengil á þáttinn.

Er vagnstjórinn að bora í nefið?


Engin ummæli: