Ég fór í bíó í gær. Það telst til tíðinda. Við sáum Djúpið. Ef ég ætti að skrifa gagnrýni um Djúpið myndi ég hrósa framgangi íslenskrar kvikmyndagerðar við erfiðar aðstæður. Íslenskar kvikmyndir verðar sífellt vandaðri að mínu mati. Djúpið er góð mynd og ein af betri íslensku kvikmyndum sem ég hef séð. Bæði hvað varðar framleiðslu og leik. Kannski helst persónusköpun sem hefði mátt vera dýpri. En það er svo sem vandfarið með efni sem fjallar um raunverulegan harmleik.
...en ég ætla ekki að skrifa kvikmyndagagnrýni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli