4. jún. 2010

Tónlist og tilfinningar

Þau eru oft merkileg hugrenningatengslin sem fylgja tiltekinni tónlist sem maður hlustar á. Ætla til gamans að nótera niður nokkrar plötur sem verka upp sterkar minningar héðan og þaðan.

Zooropa - U2

Sumarið 2007. Fyrsta sumarið mitt í kókburði hjá Vífilfelli. Ég var að læra undir bílpróf átti fullt af peningi (Mánaðarlaun 54.000 kall!!). Undarleg nostalgía til þessa sumars...

Exile on Main Street - The Rolling Stones
Færir mig aftur til Amsterdam, á Dolhaantjestraat. Vorið 2004, þegar ég var að vinna meistaraverkefnið mitt. Held ég hafi spænt svona hundrað sinnum í gegnum stóns safnið mitt á þeim tíma.

Elephant - The White Stripes
Vorið 2003. Þá var ég að vinna í Nýja Garði í Háskólanum og var með þetta í eyrunum meira og minna. Og svo sama vor í Barselóna þar sem ég heimsótti Þórunni og Þormóð og við sáum þau live á LaPrimaVera hátíðinni í öskrandi rigningu.

Nouvelle Vague - Nouvelle Vague

Heyrði hana spilaða í gegn á kaffihúsi í Prenzlauerberg í Berlín páskana 2005. Síðan þá fæ ég alltaf Berlínarfiðring þegar ég heyri Nouvelle Vague

I'm Wide Awake, It's Morning - Bright Eyes
Í byrjun árs 2005 var ég nýfluttur inn á Czaar Peterstraat í Amsterdam. Á sama tíma vorum við Jóhanna að slá okkur upp saman. Good times, good times. Man að íbúðin var ísköld og það var nánast ómögulegt að komast framúr á morgnanna. Bright Eyes sló alveg á kuldann.





Engin ummæli: