29. apr. 2010

Samfélagið í nærmynd

Ég hef svo sem nefnt það áður hversu mér þykir Samfélagið í nærmynd góður útvarpsþáttur. Þar er vakin athygli á fjölda málefna sem bætt gætu íslenskt samfélag. En eitt liður í þessum þáttum er gjörsamlega óþolandi. Það er þessi gaur sem býr í Noregi og þau hringja stundum í. Hvílík hörmungarleiðindi.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vandmeðfarin þessi símtöl í útvarpi, sbr. Þjóðarsálin hér um árið. Væri ekki tilvalið að Samfélagið í nærmynd hringdi til Svíþjóðar í staðinn? Enda mun Svíþjóð vera langtumskemmtilegra land til að tala frá. Nú eða til Hollands. Það er nú land til að tala frá.- o.veigar