(#twitter) Þessi laugardagur er nú eiginlega bara framhald af föstudeginum í gær, því ég er enn fastur við vinnu gærdagsins. Þess vegna hljóma The Rolling Stones enn í græjunum. Og þess vegna er ráð að halda áfram með föstudagsgetraunina. Engin svör hafa borist. Siggi hefur eflaust verið upptekinn við annað.
1. vísbending: Myndin markar engin þáttaskil í kvikmyndagerð og er ekki hátt skrifuð í kvikmyndasögunni. Hún markar þó upphaf kvikmyndaferils tveggja þekktra Hollywood-leikara, karls og konu.
2. vísbending: Þáttur umræddrar leikkonu var ekki mikill í myndinni og henni skaut ekki upp á stjörnuhimininn fyrr en í næstu mynd sem hún lék í tveimur árum síðar.
Fór annars í búðina hér í morgun og á forsíðum allra dagblaðanna voru stríðsfyrirsagnir um öskuskýið yfir Evrópu. Ef marka má fyrirsagnirnar munum við flest deyja á næstu mánuðum.
Svo les maður um „tímabundnar afsagnir“ þingmanna. Aldrei er hægt að gera neitt almennilega á Íslandi. Tja, fyrir utan skýrslur. Við erum greinilega góð í því, því og eldgosum.
3 ummæli:
Já, ég hef verið gríðarlega upptekinn við letikast í dag.
Hef ekki hugmynd.
má ég biðja um eina vísbendingu í viðbót?
já ókei - en bara af því að þú átt afmæli.
Skrifa ummæli