8. apr. 2009

Stranger than paradise

Gummi gat þetta. Kannski var síðasta vísbendingin full ítarleg. Svona miðað við hvað hinar voru loðnar. Hefði mátt bíða með Iggy Pop og Tom Waits.

En þetta var sum sé Stranger than paradise í leikstjórn Jim Jarmusch.

7. apr. 2009

Föstudagsgetraun - 4. vísb.

Ekki kom svarið á föstudaginn. Svo við höldum bara áfram. Komin eru nokkur gisk. Pulp Fiction, Bottle Rocket, Dirk Diggler. Ekkert rétt.


1. Vísbending: Að venju tengist getraunin kvikmyndaheiminum. Spurt er um kvikmynd. Hún er annað leikstjórnarverk leikstjórans.

2. Vísbending: Myndin er í raun stuttmynd en varð seinna fyrsti þáttur í þriggja þátta kvikmynd með sama heiti.

3. Vísbending: Með lengri útgáfu myndarinnar markar leikstjórinn sér einkenni sem er ríkjandi í seinni myndum hans. Kvikmyndir þar sem nokkrar ólíkar sögur eru sagðar sem tengjast með einum eða öðrum hætti.

4. Vísbending: Leikstjórinn er í hópi svo kallaðra óháðra leikstjóra og hefur fengið til liðs við sig nokkra af skærustu stjörnum óháðrar kvikmyndgerðar, t.d. Johnny Depp, Winonu Ryder, Steve Buscemi, Forest Whitaker og Bill Murray. Einnig hafa Tom Waits og Iggy Pop komið oftar en einu sinni fram í myndum hans. (nú hafið þið eitthvða til að gúggla.)

3. apr. 2009

Föstudagsgetraun - 3. vísb.

Jæja, komin tvö gisk. Hvorugt rétt.

Þriðja vísbending ætti að kasta nokkru ljósi á málið:


1. Vísbending: Að venju tengist getraunin kvikmyndaheiminum. Spurt er um kvikmynd. Hún er annað leikstjórnarverk leikstjórans.

2. Vísbending: Myndin er í raun stuttmynd en varð seinna fyrsti þáttur í þriggja þátta kvikmynd með sama heiti.

3. Með lengri útgáfu myndarinnar markar leikstjórinn sér einkenni sem er ríkjandi í seinni myndum hans. Kvikmyndir þar sem nokkrar ólíkar sögur eru sagðar sem tengjast með einum eða öðrum hætti.

Föstudagsgetraun - 2. vísb.

Klukkutími liðinn og ekkert svar hefur borist. Kominn tími á 2. vísbendingu:

1. Vísbending: Að venju tengist getraunin kvikmyndaheiminum. Spurt er um kvikmynd. Hún er annað leikstjórnarverk leikstjórans.

2. Vísbending: Myndin er í raun stuttmynd en varð seinna fyrsti þáttur í þriggja þátta kvikmynd með sama heiti.

Dauði og djöfull - Föstudagsgetraun

Ég var einn af ánægðustu viðskiptavinum í íslenska bankakerfinu, skv. fjölmörgum auglýsingum. Ég þurfti að minnsta kosti ekki að kvarta. En núna er bankinn minn ekki til lengur og ég er viðskiptavinur Kaupþings.

Fyrsta reynsla af nýja bankanum er ekki góð. Hjá SPRON þurfti ég aldrei að bíða nema örfáar sekúndur til að fá samband við þjónustufulltrúa. Eftir um fimm mínútna bið í símanum áðan gafst ég upp.

En hvað um það. Vettvangur.com ætlar að fara vel af stað. Auðvitað bregst Sigurður ekki með málræpuna og dælir þarna inn skrifum. Gott hjá honum.

Hver veit nema að ég hendi inn grein að loknum vinnudegi.

Nú eru barirnir farnir að opna útiserveringuna hjá sér. Við nýttum okkur það á Linné-terrössunni í gærkvöldi.

Hel fínt.

Síðasta föstudagsgetraun var hálf mislukkuð. Nú, þar sem ég veit hversu skarpir lesendur þessa bloggs eru, hendi ég framm einni svínþungri.

1. Vísbending: Að venju tengist getraunin kvikmyndaheiminum. Spurt er um kvikmynd. Hún er annað leikstjórnarverk leikstjórans.