10. mar. 2008

Silfrið

Stjórnmálamenn geta ekki talað um inngöngu í ESB. Fólk talar sífellt hvert oní annað án nokkurrar vitrænnar umræðu. Svo Bingi kom með góðan punkt að láta fólkið í landinu leiðbeina stjórnmálaflokkunum í þessu máli. Annars virðast einu rökin gegn aðild vera tilfinningaleg eða þjóðernisleg. Og ótti við lýðræðishalla? Ég hef engin áhrif geta haft á stjórn Íslands hingað til. Ég held þau verði síst minni þó við yrðum hluti af öðru ríki, hvað þá bandalagi ríkja.

Af annarri inngöngu: Svo virtist Bingi nokkuð greinilega vera að undirbúa inngöngu sína í Samfylkinguna.

1 ummæli:

Króinn sagði...

Mér fannst nú reyndar umræðan óvenju vitræn en kannski er ekki úr háum söðli að detta. Til dæmis var, aldrei þessu vant, enginn við borðið sem sagði ,,já, verður ekki bara veðrið gott líka þegar við göngum í ESB?!"

Síðan lagði enginn til svissneskan franka eða norska krónu. Þetta svissneska franka og norskrar krónu-tal minnir svona svolítið á gömlu Albaníu-kommana sem vildu náið samstarf við Hoxha og hans lið - allt frekar en samvinnu við vestræn lýðræðisríki. Pólitík sem snýst um að afneita augljósa kostinum, bara vegna þess að maður hefur í þvermóðsku sinni ákveðið á einhverju stigi að vera á móti honum, nó matter vott.

...æi, hvað þetta varð langt komment. Sorrí.