4. mar. 2008

Engin ákvörðun

Þessi borgarmeirihluti virðist einkum hafa það að stefnuskrá hjá sér að taka engar ákvarðanir. Efsta málið á hinum svokallaða málefnasamningi var að taka enga ákvörðun um flugvöllinn. Búið er að ákveða að taka enga ákvörðun um hver tekur við borgarstjóraembættinu. Það er búið að tilkynna um vinningstillögu um uppbyggingu í Vatnsmýrinni. Nú veit enginn hvað á að gera við þá tillögu því enginn hefur hugmynd um hvort flugvöllurinn sé að koma eða fara. Eitthvað var Hanna Birna að rövla um að það væri hægt að notast við þessa tillögu sama hvort flugvöllurinn væri eða færi. Ég er búinn að rýna í tillöguna, og nema að hún sé að tala um að flugvélarnar lendi þarna á húsþökum, get ég ekki séð hvernig það á að vera hægt.

Málið er einfalt. Það þarf að taka ákvörðun um framtíð flugvallarins núna. Að hann fari ekki neitt og þá búa svo um hnútana að með hugsanlega aukinni flugumferð sé þessum flugvelli vært í miðborginni. Eða þá að taka einfaldlega ákvörðun um að hann verði farinn innan einhverra ára (t.d. 2016) og byrja að huga fyrir alvöru að nýju plássi fyrir hann (eða bara skutla upp flugstöð við Keflavíkurflugvöll).

Engin ummæli: