25. okt. 2007

Það eru undarlegustu hlutir sem kveikja heimþrá í brjósti mínu. Í þetta sinn er það reggæ bandið Hjálmar sem sækir fram söknuðinn úr hugarfylgsnum mínum. Kannski vegna þess að fyrir réttum tveimur árum þegar ég var nýfluttur heim eftir tveggja ára vist í Amsterdam var umrædd hljómsveit í hávegum hafðir á klakanum kalda...

22. okt. 2007

París

Nú er búið að bóka miðann til Parísar. Undursamlegt. Amsterdam - Berlín - London - París (næst Róm?).

17. okt. 2007

Svo virðist sem ástandið í Búrma séu fregnir gærdagsins. A.m.k. virðast fjölmiðlar hafa misst áhugann á því sem þar er í gangi. Kannski vegna þess að herforingjastjórnin hefur hent fjölmiðlamönnum út úr landinu, ógnað öðrum og jafnvel drepið suma. En eftir farandi bréf fékk ég sent í dag:

Dear friends

Last week, Burma went dark--the military shut down all internet, telephone and communication links with the rest of the world. They did it because it has been the pictures, blog posts, and emails--of monks brutally murdered, journalists shot--that have done the most to galvanize the entire world on Burma. Without that flow of information, the media is reporting dry diplomatic processes--and each day the danger grows that the press will move on.

We can't allow the Burmese blackout to succeed. Avaaz is working to support highly respected Burmese democracy and civil society groups by sending them $100,000 in crucial technical and humanitarian support this week. These groups, working in the region with the right equipment and tools, can help bring stories out of Burma and poke holes in the blackout, shining spotlights on the ongoing cruelty in Burma. They are desperate for help to give humanitarian assistance to the victims of the crackdown and tell their stories to the world before the current window of media attention passes. Other donors take months to raise money; only we can be fast enough to meet this urgent need. Can we raise $100,000 (75,000 Euros) in the next 24 hours so the money can be transferred this week? Click below now to make a donation online:

https://secure.avaaz.org/en/end_the_burmese_blackout/1.php?cl=32437375

A massive military crackdown has quashed the public protests and thousands of peaceful monks and protesters are right now being brutalized in secret prisons, away from the TV cameras. Burma's people need us more than ever. Over the last several days, over 775,000 Avaaz members have answered the call for help and signed our petition, launched a global ad campaign, organized hundreds of protests, and lobbied their governments. Yesterday, we delivered our petition personally to UK Prime Minister Gordon Brown, and helped win stronger measures on Burma from the European Union. The UN Security Council, including China, has finally condemned the crackdown.

The pressure is working. Every news story on Burma cites the power of global public opinion in this situation. Burma's generals want to stifle that power by cutting off all communication, and there is a real danger this week that they will succeed, and the press will move on. But we can stop them. Click below to donate whatever you can:

https://secure.avaaz.org/en/end_the_burmese_blackout/1.php?cl=32437375

16. okt. 2007

Google

Það er kannski ekki hægt að segja að ég sé bara áhugamaður um Google. En margt sem ég hef lesið um Google hefur vakið áhuga minn. Þannig hef ég tekið í þjónustu mína margt af því sem Google hefur að bjóða. T.d. hef ég nýlega byrjað að nota Google Reader til að fylgjast með nýjust færslum á þeim bloggum sem ég les, sem og til að sýna mér nýjust fréttir á þeim fréttamiðlum sem ég helst les. Þægilegt. Einnig nota ég Google Docs mikið, t.d. við útgáfu Monthly, en það nýtist sérlega vel í vinnu þar sem margir þurfa að vinna með sömu skjölin. Þannig sleppur maður við að senda á milli skjöl og texta í tölvupósti heldur geymir þau bara miðlægt þar sem allir geta unnið með þau hver frá sinni tölvu og vel er haldið utan um þær breytingar sem hver og einni gera. Ákaflega þægilegt. Að sjálfsögðu nota ég Google Analytics til að fylgjast með umferð um monthly.se og Google Webmaster Tools til að tryggja gæði svæðisins. Google AdSense nota ég til að græða pening á svæðinu. Nú svo nota ég auðvitað Gmail. Og síðast en ekki síst skrifa ég þessi orð á Blogger. Sem er, ein og mestmegni internetsins, í eigu Google.

Allt er þetta mér að kostnaðarlausu, tja fyrir utan að einhversstaðar á server liggja ótalupplýsingar um mig, nethegðun og stóran part af tilveru minni. En það er lítið verð fyrir jafn ánægjulega þjónustu.

12. okt. 2007

Bölvaður melur

Ég hef svo sem aldrei áttað mig nákvæmlega á orðinu melur í skammarmerkingu. En ég myndi samt halda að Björn Ingi væri bölvaður melur.

Engu að síður er ánægjulegt að vinsti öflin séu komin í meirihluta og er bara að vona að þessi samsteypustjórn geri betri hluti en sjálfumglaði R-listinn. Og vinni úr mjúku málunum sem Sjallanum tókst þó að koma frá sér með nokkrum sóma.

11. okt. 2007

achso

Jú ætli sé ekki best að skrifa inn færslu. við skelltum okkur í brúðkaup til köben síðustu helgi. það var ó svo gaman.

1. okt. 2007

Það fór kannski í taugarnar á mér að fréttarvefurinn mbl.is skyldi kjósa að nota heitið Myanmar í fréttaflutningi sínum í stað Búrma. En það er svo sem í anda annarrar umfjöllunar vefritsins og blaðins um pólitísk átök í heiminum. Nú hefur ritstjórnin þó tekið við sér og kýs að nota nafnið Búrma, sem er að vissu leyti táknræn breyting þar sem blaðið tekur með þeim hætti afstöðu í málinu. Enda ekki annað hægt svo sem! Prik til mbl.is - þó að þessi stefnubreyting ætti sér ekki stað fyrr en stjórnvöld fóru að beina ofbeldi sínu að að "vestrænum fréttamönnum". Dæmigert