nú eru þetta bara rétt rúmir tveir dagar í Krítarferðina miklu. Það er reyndar betra en það því það eru bara 27 klst. þar við Jóka stígum upp í lestina til Köben, þá er nú ferðalagið offísíalt hafið. Svo þetta er allt að fara að gerast.
Annars tókum við Jóka upphitun á dæmið í gærkvöldi og horfðum á Grikkjann Zorba. Jú, myndin var tekin upp í þorpinu hvar við gistum sjáið til. Kokkino Chorio heitir það... jújú
Annars má átta sig á staðháttum hér.
En fyrst: vinnavinnavinnavinnavinna
23. ágú. 2007
22. ágú. 2007
Það verður annars ekki annað sagt um hann Villa borgarstjóra að hann lætur verkin tala og situr ekki við orðin tóm.
Nú er hann víst búinn að taka kælinn úr vínbúðinni í Austurstræti. Það ku hafa verið vegna rónanna fjögurra sem sitja jafnan á tröppunum fyrir utan óðal og sníkja bjór af meðborgurum sínum.
Hvernig það annað stenst að borgarstjórinn í Reykjavík geti með beinum hætti haft afskipti af innanhússrekstri vínbúða Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins skil ég ekki. Ég man ekki betur en að í áfengislögum komi aðeins fram að sveitastjórnir geti gert skilyrði um staðsetningu vínbúða og opnunartíma þeirra, ekki hvernig þær kjósa að haga verslunarrekstrinum sjálfum.
Væri þá ekki frekar rétt að fara fram á að sú grein áfengislaga sé virt sem segir að heimilt sé að neita að afhenda manni áfengi sé hann áberandi ölvaður.
Smátt og smátt hefur þjónusta vínbúðanna verið að færast í þá átt að hugmyndin um að færa smásölu léttvíns og bjór í almennar matvöruverslanir er ekki aðkallandi. Með því að lengja opnunartímann og selja kældan bjór má vel þagga í okkur sem viljum bjórinn í búðir, a.m.k. um sinn.
En borgarstjórinn er líka stjórnarmaður í SÁÁ svo það er ekki við öðru að búast en fanatík úr þeirri áttinni.
Heyrðist mér ekki líka að hann vildi vínbúðina burt úr miðbænum. Jamm - það er góð hugmynd. Senda íbúa miðbæjarins bara upp í Kringlu að versla vín. Eru þetta hvort eð er ekki allt bara námsmenn sem búa þarna. Geta bara tekið strætó ókeypis að versla bjórinn.
Nú er hann víst búinn að taka kælinn úr vínbúðinni í Austurstræti. Það ku hafa verið vegna rónanna fjögurra sem sitja jafnan á tröppunum fyrir utan óðal og sníkja bjór af meðborgurum sínum.
Hvernig það annað stenst að borgarstjórinn í Reykjavík geti með beinum hætti haft afskipti af innanhússrekstri vínbúða Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins skil ég ekki. Ég man ekki betur en að í áfengislögum komi aðeins fram að sveitastjórnir geti gert skilyrði um staðsetningu vínbúða og opnunartíma þeirra, ekki hvernig þær kjósa að haga verslunarrekstrinum sjálfum.
Væri þá ekki frekar rétt að fara fram á að sú grein áfengislaga sé virt sem segir að heimilt sé að neita að afhenda manni áfengi sé hann áberandi ölvaður.
Smátt og smátt hefur þjónusta vínbúðanna verið að færast í þá átt að hugmyndin um að færa smásölu léttvíns og bjór í almennar matvöruverslanir er ekki aðkallandi. Með því að lengja opnunartímann og selja kældan bjór má vel þagga í okkur sem viljum bjórinn í búðir, a.m.k. um sinn.
En borgarstjórinn er líka stjórnarmaður í SÁÁ svo það er ekki við öðru að búast en fanatík úr þeirri áttinni.
Heyrðist mér ekki líka að hann vildi vínbúðina burt úr miðbænum. Jamm - það er góð hugmynd. Senda íbúa miðbæjarins bara upp í Kringlu að versla vín. Eru þetta hvort eð er ekki allt bara námsmenn sem búa þarna. Geta bara tekið strætó ókeypis að versla bjórinn.
GHH er greinilega í hópi anarkmálfræðinga sem segja: ef maður segir eitthvað er hægt að segja það. Ég tilheyri þeim hópi líka og hef stundum hneykslað kollega mína á þýðingastofunni. Er þetta ekki hægt? Ég hef heyrt fólk segja þetta ótal sinnum...
En að hlakka til eftir einhverju dæmist sum sé skrítið.
Kannski: „ég hlakka til þessara fjögurra daga liðinna“
Hvað með það...
En að hlakka til eftir einhverju dæmist sum sé skrítið.
Kannski: „ég hlakka til þessara fjögurra daga liðinna“
Hvað með það...
21. ágú. 2007
Lengir eftir fríi
Það er merkilegt þegar það verður svo mikið að gera í vinnu að maður hefur ekki tíma til að vinna vinnuna sína.
Mikið rosalega hlakka ég til eftir þessum fjórum dögum liðnum.
Það er Lou Reed sem heldur uppi fjörinu hér á meðan ég vinn. Ef fjör má kalla.
En ég kalla eftir umræðu frá þeim fjölmörgu málfræðingum sem ég veit að lesa þessa síðu. Hvernig dæmis notkun mín á sögninni hlakka eins og hún var hér að ofan? Slæm, góð, skrýtin, venjuleg? Rökstyðjið. (Áhugamenn um íslenskt mál og málfræði eru einnig hvattir til að bregðast við).
Now back to work................
Mikið rosalega hlakka ég til eftir þessum fjórum dögum liðnum.
Það er Lou Reed sem heldur uppi fjörinu hér á meðan ég vinn. Ef fjör má kalla.
En ég kalla eftir umræðu frá þeim fjölmörgu málfræðingum sem ég veit að lesa þessa síðu. Hvernig dæmis notkun mín á sögninni hlakka eins og hún var hér að ofan? Slæm, góð, skrýtin, venjuleg? Rökstyðjið. (Áhugamenn um íslenskt mál og málfræði eru einnig hvattir til að bregðast við).
Now back to work................
20. ágú. 2007
Mánudagur
Það var erfitt að koma sér á fætur í dag til að fara í vinnuna (ganga að skrifborðinu). Allri helginni var eytt í vinnu og hér er ég aftur kominn eina ferðina enn.
En að þer ELO sem fær það hlutverk að koma mér í gang. Ég hef mikið hlustað á ELO að undanförnu. Ó svo ljúft
Einnig er ég að reyna að finna mér James Taylor Greatest Hits frá 1976
Þetta ku hins vegar vera rétt rúmlega fimm dagar í Krítarferð
Ó! Hve ljúft verður að komast í frí!!
En að þer ELO sem fær það hlutverk að koma mér í gang. Ég hef mikið hlustað á ELO að undanförnu. Ó svo ljúft
Einnig er ég að reyna að finna mér James Taylor Greatest Hits frá 1976
Þetta ku hins vegar vera rétt rúmlega fimm dagar í Krítarferð
Ó! Hve ljúft verður að komast í frí!!
18. ágú. 2007
Einsemd
Konan fór frá mér yfir helgina. Ég læt það ekki á mig fá enda dagskráin stíf:
Þýðingarvinna, a.m.k. 4 tímar hvorn daginn
Vefsíðuumsjón, eins og þörf krefur
Jogg í Slottsskogen
Horfa á Cleópötru, 3 klst. 52 mín
Klára bókina Kvinnan i Hissen och anda mystiska historier
Byrja kannski á reyfaranum Till allt som varit dött
Ryksuga
Elda og borða kjöt
Kíkja á barinn með Tomas, kannski
Merkilegt hvernig maður hefur einhvernveginn meiri tíma þegar maður er einn.
Kannski er það bara meira næði...
Hvert fór svo konan?
Í tveggjadaga spa hangs
seisei já
Þýðingarvinna, a.m.k. 4 tímar hvorn daginn
Vefsíðuumsjón, eins og þörf krefur
Jogg í Slottsskogen
Horfa á Cleópötru, 3 klst. 52 mín
Klára bókina Kvinnan i Hissen och anda mystiska historier
Byrja kannski á reyfaranum Till allt som varit dött
Ryksuga
Elda og borða kjöt
Kíkja á barinn með Tomas, kannski
Merkilegt hvernig maður hefur einhvernveginn meiri tíma þegar maður er einn.
Kannski er það bara meira næði...
Hvert fór svo konan?
Í tveggjadaga spa hangs
seisei já
17. ágú. 2007
Bissí dagar núna. 10 vinnudagur við þýðingar og svo tímaritaútgáfa.
Við kláruðum mest megnis annað tölublað monthly í gærkvöldi ég sat svo við frameftir og greinamerkjalas og hugaði að smáatriðum. Það minnti mig ögn á andvökunæturnar yfir hinum og þessum Röskvu sneplum fyrir ca. 5-8 árum.
Að því loknu lá ég andvaka og hugsa um leiðir til að gera uppfærslu á listings fyrir monthly einfaldari. Held ég hafi dottið niður á lausn sem krefst ekki allt of mikillar tölvu vinnu.
Og svo er ég aftur kominn hingað að vinna. Þýðingarvinnuna núna og held því væntanlega áfram fram á kvöld.
Við kláruðum mest megnis annað tölublað monthly í gærkvöldi ég sat svo við frameftir og greinamerkjalas og hugaði að smáatriðum. Það minnti mig ögn á andvökunæturnar yfir hinum og þessum Röskvu sneplum fyrir ca. 5-8 árum.
Að því loknu lá ég andvaka og hugsa um leiðir til að gera uppfærslu á listings fyrir monthly einfaldari. Held ég hafi dottið niður á lausn sem krefst ekki allt of mikillar tölvu vinnu.
Og svo er ég aftur kominn hingað að vinna. Þýðingarvinnuna núna og held því væntanlega áfram fram á kvöld.
15. ágú. 2007
Netið og svona
Þegar MySpace-æðið var að hefjast kíkti ég á gripinn og fann fljótlega að fyrirbærið væri ekkert fyrir mig. Hönnunin ljót, kerfið ónotendavænt, svifaseint og takmarkað. Ég sagði: þetta er drasl, ég bíð frekar eftir einhverju sem er meira í samræmi við nútímatækni.
Um daginn var ég beðinn um að taka þátt í facebook dæminu og jú þarna var þetta dæmi sem ég hafði í huga þegar ég var að velta fyrir mér hvort ekki væru til betri, flottari og svalari lausnir en þetta Mæspeiskrapp.
Húrra fyrir þessu. T.d. er ég núna að uppgötva þarna nýja tónlist.
Seisei já
Um daginn var ég beðinn um að taka þátt í facebook dæminu og jú þarna var þetta dæmi sem ég hafði í huga þegar ég var að velta fyrir mér hvort ekki væru til betri, flottari og svalari lausnir en þetta Mæspeiskrapp.
Húrra fyrir þessu. T.d. er ég núna að uppgötva þarna nýja tónlist.
Seisei já
14. ágú. 2007
dagbók dauðans
Hér sit ég í Tidskriftsverkstaden. Það er svona samkunduhús fyrir útgefendur blaða og jú, bíddu við. Það er ég vissulega. Hingað færði ég mig eftir að Bredbandsbolaget ákvað að svipta okkur interneti um stund. Bredbandsbolaget er líklega versta fyrirtæki í heimi.
En á Tidskriftsverkstaden er svo sem gott að vera. Hér er t.d. fólk. Og fólk er alveg ágætt bara, ef það er ekki fífl.
Nú eru þetta bara 11 dagar í Krítarferð. Það er næstum ekki neitt. Það er svona eins og það væri 13. desember og við værum að bíða eftir jólunum.
13. desember = næstum jólin
14. ágúst = næstum Krít
Svona er tilveran einföld og flókin í senn. Eins og skammtafræðin, krakkar mínir. Eins og skammtafræðin...
En á Tidskriftsverkstaden er svo sem gott að vera. Hér er t.d. fólk. Og fólk er alveg ágætt bara, ef það er ekki fífl.
Nú eru þetta bara 11 dagar í Krítarferð. Það er næstum ekki neitt. Það er svona eins og það væri 13. desember og við værum að bíða eftir jólunum.
13. desember = næstum jólin
14. ágúst = næstum Krít
Svona er tilveran einföld og flókin í senn. Eins og skammtafræðin, krakkar mínir. Eins og skammtafræðin...
9. ágú. 2007
konungur
þeir segja mér það í spurðum að fyrir utan gluggann minn sé 24 stiga hiti. Ekki er hann minni hér inni. Það er huggulegt að sitja úti á stuttermabol á kvöldin og lepja rauðvín. Það hef ég varla gert síðan í A'dam um árið. Jiiii hvað huggulegt er að sumarið hafi látið sjá sig.
Á morgun byrjar hér utan við gluggann minn Way Out West.
Eftir vinnu á morgun ætlum við að setjast utan við girðinguna og athuga stemmarann. Kannski sólin skíni þá enn...
Kannski
Á morgun byrjar hér utan við gluggann minn Way Out West.
Eftir vinnu á morgun ætlum við að setjast utan við girðinguna og athuga stemmarann. Kannski sólin skíni þá enn...
Kannski
8. ágú. 2007
Í sól og sumaryl - inni
Já - sumarið lét losk sjá sig og nú sjáum við sólbrunnið fólk - í miðjum ágúst - óalgeng sjón skilst mér hér í þessum heimshluta...
En já - Í gær þjáðist ég sum sé inni við vinnu á meðan sólin lék sér úti og hitaði loftið upp í 27 gráður, á celsíus. Ég hugsaði með mér... seisei - sólin hangir enn í loftinu klukkan fimm þegar ég hætti og þá fer ég út og slæst í leikinn.
Allt kom fyrir ekki.
Ég sat sveittur og vann eins og alki á meðan krakkarnir héngu með sólinni
úti
Og nú er sumarið búið - aftur
En já - Í gær þjáðist ég sum sé inni við vinnu á meðan sólin lék sér úti og hitaði loftið upp í 27 gráður, á celsíus. Ég hugsaði með mér... seisei - sólin hangir enn í loftinu klukkan fimm þegar ég hætti og þá fer ég út og slæst í leikinn.
Allt kom fyrir ekki.
Ég sat sveittur og vann eins og alki á meðan krakkarnir héngu með sólinni
úti
Og nú er sumarið búið - aftur
7. ágú. 2007
Svei mér sveiattinn
Þegar þetta er ritað eru 18 dagar og fjórar klst. í Krít. Ég man þegar það voru 32 dagar og það er ekki langt síðan. Samt sem áður 14 dagar. Það er sum sé ekki langt í Krítarferðina miklu. En ég fór nú samt bara til Köben um síðustu helgi. Þessa sem var að ljúka rétt í þessu.
Ó hve það var gaman...
Annars er sumarið loks komið hér í Skandinavíu með öllu tilheyrandi. Ég ætla með rauðvín og teppi, bók og bjór út á stefnumót núna eftir vinnu við sæta sænska stúlku í Slottsskogen.
Ó já
Ó hve það var gaman...
Annars er sumarið loks komið hér í Skandinavíu með öllu tilheyrandi. Ég ætla með rauðvín og teppi, bók og bjór út á stefnumót núna eftir vinnu við sæta sænska stúlku í Slottsskogen.
Ó já
2. ágú. 2007
Svona svona
Jæja - Monthly dæmið fór vel á stað eftir útgáfuna. Ég hef nýtt kvöldin til að rigga upp og viðhalda þessari vefsíðu. Mér hefur meir að segja boðist að útbúa fleiri vefsíðu í kjölfarið. Ég flissa með sjálfum mér að því. Dreifingu blaðsins hefur miðað vel og nær öll fimmþúsund eintökin eru komin út í bæ, á kaffihús, túristaskrifstofur, hótel, tískuverslanir o.s.frv. Samtals á 76 stöðum víðsvegar um bæinn. Það kalla ég nokkuð gott miðað við að það eru nánast bara Jóhanna og Lotta sem hafa séð um dreifinguna.
Fólk virðist líka vera að lesa blaðið því heimsóknir aukast dag frá degi á vefsíðuna hjá okkur en eini staðurinn sem slóðin kemur fyrir á er í blaðinu (Google hefur enn bara skilað okkur einni heimsókn, einhver var að leita að stað til að týna bláber í Gautaborg). Svo höfum við séð þó nokkra með blaðið undir arminum.
Næsta eintak á að koma út 15. ágúst, enn flottara en fyrsta eintakið. Þetta er glæsilegt.
En annars er ég bara á leiðinni til Köben núna á eftir. Þar verð ég næstu fjóra dagana og skil Jóhönnu eftir heima - enda þarf hún að vinna fyrir salti í grautinn...
Fólk virðist líka vera að lesa blaðið því heimsóknir aukast dag frá degi á vefsíðuna hjá okkur en eini staðurinn sem slóðin kemur fyrir á er í blaðinu (Google hefur enn bara skilað okkur einni heimsókn, einhver var að leita að stað til að týna bláber í Gautaborg). Svo höfum við séð þó nokkra með blaðið undir arminum.
Næsta eintak á að koma út 15. ágúst, enn flottara en fyrsta eintakið. Þetta er glæsilegt.
En annars er ég bara á leiðinni til Köben núna á eftir. Þar verð ég næstu fjóra dagana og skil Jóhönnu eftir heima - enda þarf hún að vinna fyrir salti í grautinn...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)