26. okt. 2006
fótur skeggja
þó að fótur skeggja hafi þvælst fyrir honum á lífsleiðinni er það ekki svon að hann hafi viljað losna við hann. ekki beinlínis. þó vissulega geti verið að fótur sé fyrirmál í skammdeginu. en það sem máli skiptir er ekki endilega brennimerkt á höfuð manns. tungulipurð skiptir líka sköpum. það gerir limur manns studnum líka. en bara stundum. og þá má ekki gleyma því að fótur er limur. en hvað þá með tunguna?
25. okt. 2006
mannshjartað
það er undarlegt mannshjartað. það er skrítið að vakna. þarna hefst hann enn á ný. dagurinn. og hvað hefur hann annað fært manni en kvíða fyrir kvöldinu. heima er best segja sumir. aðrir ekki. svo eru líka aðrir sem eiga ekkert heimili. þeir hafa það líklega betra en þeir í miðjunni. manneskjan. í manneskjunni býr mannshjartað. við eru manneskjur ég og þú. í brjósti okkar mannshjartað. á milli bókanna situr manneskjan og síðunum hvíla augun hennar. augu mín á henni. það er undarlegt mannshjartað. oft svo hart en mjúkt í senn. stundum brostið. bresta hörð hjörtu frekar en mjúk? brotna kannski hörð hjörtu en bresta þau mjúku? og hvað er ég að tala um brostin hjörtu? ekki spyrja mig, eitt leiddi af öðru. eitt leiðir yfirleitt af öðru. það er yfirleitt ástæða fyrir því. mannshjartað er mín ástæða.
24. okt. 2006
unnið að ýmsu
nótt komin og ég sit og sinni smá verkefni. stórmögnuðu verkefni sem samt er ótímabært að ræða nánar. en það er kúl...
23. okt. 2006
Já
Þessa dagana notast ég við tvær tölvur og þrjá skjái við vinnu mína. Það er nokkuð grand. Þó meðaltölvuforritara þyki að líklega smáræði. En auðvelt er að gleðja auma sál og aum sál er ég vissulega. Annars leið fimm-daga loftbylgjuhelgi hratt en ekki átakalaust. Ég finn fyrir því í skrokknum mestmegnis. Kannski laufsópið í gær eigi líka sinn þátt í harðsperrunum. Ekki var mikið dansað á þessum tónleikum. En drukkið. Svo skrokkurinn er í rusli í dag og verður það líklega næstu daga. Andinn, tja, merkilegt nokk er andinn á hærra plani en búast mætti við miðað við aðstæður. Kannski er maður orðinn samviskulaus eftir áföll fortíðarinnar. Hvur veit? En það verður ekkert lát á djamminu. Fabian kemur á miðvikudag og þá hellum við okkur í það saman og svo er ég hættur að djamma fram að áramótum. Hvar sem þau verða nú haldin. Kannski í London. Haaaaaa.
En nú andar suðrið
ég bið að heilsa!
En nú andar suðrið
ég bið að heilsa!
17. okt. 2006
16. okt. 2006
Óþolandi
Svo smá er íbúðin að skítalykt leggur yfir hana alla þegar maður hefur lokið sér af. Og hver er annars tilgangurinn að búa með reykingamanneskju þegar aldrei finnast eldfæri á heimilinu!? Ekki hægt að kveikja á kertum hér. Svo ég verð að opna glugga og frjósa.
I wish I was a lesbian raulaði ég í vinnunni í dag. Lagið er skemmtilegt og ég gat ekki stoppað mig. Hins vegar barst tónlistin til mín í gegnum heyrnartól svo enginn annar heyrði hana, bara mig endurtaka þessi orð.
Oh well...
I wish I was a lesbian raulaði ég í vinnunni í dag. Lagið er skemmtilegt og ég gat ekki stoppað mig. Hins vegar barst tónlistin til mín í gegnum heyrnartól svo enginn annar heyrði hana, bara mig endurtaka þessi orð.
Oh well...
13. okt. 2006
Breskur fáni!!
Eigi einhver breskan fána til láns má sá hinn sami endilega mæta með hann í veisluna í kvöld eða koma honum í mínar hendur með öðrum leið um. Einnig er óskað eftir hermannaklossum og rauðum axlaböndum.
sjáumst svo í kvöld!!!!!!!!!!!!!
sjáumst svo í kvöld!!!!!!!!!!!!!
11. okt. 2006
Afmæli
Jú - víst varð ég þrítugur fyrir meira en mánuðir. Ekki fannst tími til að halda veislu þá. En nú fannst tími og vegna fjölda áskorana verður haldin veisla!
59 ára afmæli Hjartar og Hugleiks verður haldið föstudaginn 13. okt.
Þemað er BRESKA HEIMSVELDIÐ. Verðlaun fyrir brezkt klædda aðilann.
Inivítasjón er munn frá munni. Til þeirra sem okkur þekkja. Sem merkir að þér er boðið!
Hafðu samband til að fá nánari staðsetningu!
59 ára afmæli Hjartar og Hugleiks verður haldið föstudaginn 13. okt.
Þemað er BRESKA HEIMSVELDIÐ. Verðlaun fyrir brezkt klædda aðilann.
Inivítasjón er munn frá munni. Til þeirra sem okkur þekkja. Sem merkir að þér er boðið!
Hafðu samband til að fá nánari staðsetningu!
6. okt. 2006
Tímamót?
Jú, vissulega. Í gærkvöldi lauk áfanga hér í vinnunni. Lokið var við verkefni síðasta hálfs árs. Loksins. Nýtt verkefni tekur nú við. Minna en stórt engu að síður. Meira má ég ekki segja um það enda búinn að undirrita trúnaðarsamning. Ég er bundinn trúnaði. Þó get ég sagt að í dag hef ég fræðst mikið um þetta.
Áhugavert!
Í dag er föstudagur og í kvöld kvöld föstudags. Ég ætla að horfa á sjónvarpið. Aldrei þessu vant. Mér líst vel á þetta. Nú eða þetta. Mark Ruffalo er góður leikari. Svo reit ég amk í fyrirsögn í málinu eitt sinn.
Áhugavert!
Í dag er föstudagur og í kvöld kvöld föstudags. Ég ætla að horfa á sjónvarpið. Aldrei þessu vant. Mér líst vel á þetta. Nú eða þetta. Mark Ruffalo er góður leikari. Svo reit ég amk í fyrirsögn í málinu eitt sinn.
4. okt. 2006
Allt
Segir þetta ekki allt:
But greed is a bottomless pit
And our freedom?s a joke
We?re just taking a piss
And the whole world must watch the sad comic display
If you?re still free start running away
Amk svo margt!
Þegar maður sefur ekki á nóttunni sækja að manni hugsanir. Þess vegna á maður líka ávallt að geyma skrifblokk og penna á náttborðinu. Ekkert slíkt hafði ég við hlið mér í nótt og því reit ég ekki niður alla snilldina sem ásótti mig andvaka.
Það er annars ekki fjör að geta ekki sofið.
But greed is a bottomless pit
And our freedom?s a joke
We?re just taking a piss
And the whole world must watch the sad comic display
If you?re still free start running away
Amk svo margt!
Þegar maður sefur ekki á nóttunni sækja að manni hugsanir. Þess vegna á maður líka ávallt að geyma skrifblokk og penna á náttborðinu. Ekkert slíkt hafði ég við hlið mér í nótt og því reit ég ekki niður alla snilldina sem ásótti mig andvaka.
Það er annars ekki fjör að geta ekki sofið.
3. okt. 2006
Af hetjum
Stundum á lífsleiðinni verða viðburðir sem líklega verða manni ógleymanlegir. Í gær held ég að einn slíkur hafi orðið í mínu lífu þegar ég sá myndina Leiðin til Guantanamo og hlustaði svo að því loknu á þá félaga Asif Iqbal og Rhuhel Ahmed sem myndin fjallar um. Þeir máttu dúsa í fangabúðunum á Guantanamo í um tvö ár og sæta þar pyndingum og meðferð sem flestu sómasamlegu fólki myndi ekki einu detta í huga að beita dýrum.
Það er ekki oft sem maður hittir sannar hetjur en í gær hitti ég tvær slíkar. Þegar það gerist er eins og líf manns eða lífsviðhorfið taki örlitlum breytingum. Ekki vegna þess að maður vissi ekki fyrir hvaða hrottafengnu glæpi og ólýsanlegu mannréttindabrot bandaríkjamenn hafa stundað á Guantanamo og víðar um heim undanfarin ár. Það er þegar maður horfir í augun á fólki sem hefur mátt upplifa þessar hörmungar á eigin skinni og eigin sál að eitthvað vaknar innra með manni sem er svo ólýsanlegt. Þegar ég las úr augnaráði þeirra svo mikinn styrk og svo mikla von áttar maður sig kannski á því hversu lítilfjörleg manns eigin vandamál eru en um leið eflist maður hið innra og vaknar með manni sú trú að kannski, einhvern daginn, munum við sigra þessa yfirgengilegu grimmd. Ekki með ofbeldi og stríði heldur innri styrk og þeirri trú að við getum sigrað að lokum. Þegar við sjáum menn sem ekki láta bugast heldur standa uppi sem sannir sigurvegarar.
Í kvöld munu þeir Iqbal og Ahmed lýsa reynslu sinni og taka þátt í pallborðsumræðum ásamt á vegum kvikmyndahátíðarinnar og Amnesty International í Iðnó klukkan 18:00.
Það er ekki oft sem maður hittir sannar hetjur en í gær hitti ég tvær slíkar. Þegar það gerist er eins og líf manns eða lífsviðhorfið taki örlitlum breytingum. Ekki vegna þess að maður vissi ekki fyrir hvaða hrottafengnu glæpi og ólýsanlegu mannréttindabrot bandaríkjamenn hafa stundað á Guantanamo og víðar um heim undanfarin ár. Það er þegar maður horfir í augun á fólki sem hefur mátt upplifa þessar hörmungar á eigin skinni og eigin sál að eitthvað vaknar innra með manni sem er svo ólýsanlegt. Þegar ég las úr augnaráði þeirra svo mikinn styrk og svo mikla von áttar maður sig kannski á því hversu lítilfjörleg manns eigin vandamál eru en um leið eflist maður hið innra og vaknar með manni sú trú að kannski, einhvern daginn, munum við sigra þessa yfirgengilegu grimmd. Ekki með ofbeldi og stríði heldur innri styrk og þeirri trú að við getum sigrað að lokum. Þegar við sjáum menn sem ekki láta bugast heldur standa uppi sem sannir sigurvegarar.
Í kvöld munu þeir Iqbal og Ahmed lýsa reynslu sinni og taka þátt í pallborðsumræðum ásamt á vegum kvikmyndahátíðarinnar og Amnesty International í Iðnó klukkan 18:00.
2. okt. 2006
Titill
Mér hefur verið bent á að kannski sé ekki heppilegt að láta síðustu færslu standa sem síðustu færslu. En hér er lífsmark. Þó það sé ekki ýkja greinilegt.
Hér gæti ég sagt frá helginni en allar nákvæmar útlistanir á henni koma ykkur lesendum fátt við. Það skal þó upplýst að ég hitti Gommit og ég fór á Sirkús og fríkaði þar út og kom mér svo heim áður en fríkið yrði of fríkað. En KGB fær samt bestu þakkir.
Samkvæmt mínum útreikningum hefði verið heillavænlegast að myrkva borgina í mars. Í það minnsta kemur fram í gögnum frá veðurstofunni að, ef marka má veðurfar síðustu áratuga eru minnstar líkur á skýjuðu veðri í mars. September er hins vegar þriðji skýjaðasti mánuður ársins. og hvað er veðurfræði svo sem annað en líkindareikningur byggður á fyrri reinslu? Spyr sá sem ekki veit. En þess utan þótti mér myrkrið fallegt, ef myrkur má kalla því auðvitað gátu Reykvíkingar ekki látið vera að keyra um á bílunum sínum þennan hálftíma og náttúrulega með háuljósin á þarna í skugganum.
Jasvei.
Hér gæti ég sagt frá helginni en allar nákvæmar útlistanir á henni koma ykkur lesendum fátt við. Það skal þó upplýst að ég hitti Gommit og ég fór á Sirkús og fríkaði þar út og kom mér svo heim áður en fríkið yrði of fríkað. En KGB fær samt bestu þakkir.
Samkvæmt mínum útreikningum hefði verið heillavænlegast að myrkva borgina í mars. Í það minnsta kemur fram í gögnum frá veðurstofunni að, ef marka má veðurfar síðustu áratuga eru minnstar líkur á skýjuðu veðri í mars. September er hins vegar þriðji skýjaðasti mánuður ársins. og hvað er veðurfræði svo sem annað en líkindareikningur byggður á fyrri reinslu? Spyr sá sem ekki veit. En þess utan þótti mér myrkrið fallegt, ef myrkur má kalla því auðvitað gátu Reykvíkingar ekki látið vera að keyra um á bílunum sínum þennan hálftíma og náttúrulega með háuljósin á þarna í skugganum.
Jasvei.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)