8. feb. 2004

Sit og sauma og hlusta á Ramstein. Líklega nokkuð skondin sjón. Sunnudagar eru hvíldardagar. Þá saumar maður eða horfir á fræðsluefni í sjónvarpi nú eða bara les sér til dægrastyttingar.

Nógur er nú andskotans tíminn þessa dagana. Það eina á sem hvílir á herðunum er meistaraverkefnið. Þegar svo er þá er maður gjarn á að procrastinate. Þessi helgi einkenndist svolítið af því. Procrastinate er nýja eftirlætisorðið enska orðið mitt. Annað skemmtilegt orð er humpable.

Engin ummæli: