4. feb. 2004

Hvenær hætti maður að vera strákur og hvænær byrjar maður að vera maður? Menn á mínum aldri eru tildæmis engir menn. Þeir eru strákar. Sumir er svo sem algjörir kallar, en engir menn. Stelpur á mínum aldri eru heldur ekki konur, þær eru stelpur. Hvenær fer ég að nefna stelpurnar sem búa með mér konur? Tja, það er að vísu ein kona sem býr með mér, en hún er líka 45 ára. Það er reyndar enginn sem hér býr yfir þrítugu, tja nema konan, og reyndar Michael, en hann er nú soddan strákur þó hann sé 41. Tja, kannski gæti maður kallað hann mann. Amk var hann maður fyrst þegar ég sá hann, en nú er hann eiginlega orðinn strákur.

Hvað um það. Orsök þessara vangaveltna minna er vegna þess að ég ætlaði að minnast á sætu stelpuna, sem nota bene er jafn gömul mér, sem flutti nýlega inn í húsið. Þá er ég búinn að því. Hananú.

Engin ummæli: