25. feb. 2004

Það snjóar í Amsterdam og aldrei þessu vant nær snjórinn að þekja jörðina. Nú vantar bara fjöllin.

Annars var ég að lesa um bíóverð norður á Íslandi og fólk undrast afhverju miðarverð lækkar ekki í samhengi við lágan dollar. Satt: 800 kall er slatti en hér í A'dam kostar miðinn yfirleitt um 10 evrur stundum 8. Það er nokkuð sambærilegt og jafnvel dýrara en á Ísalandi. Hins vegar eru hér engin hlé auk þess sem þú getur ávallt keypt bjór í bíó. Ég er ekki að tala um nein pappaglös. Þetta eru alvöru flöskur. Nú og svo má ekki gleyma því að nær öll kvikmyndahús í Amsterdam bjóða STÚDENTAAFSLÁTT sem er yfirleitt nokkuð veglegur. Það vantar algjörlega á Íslandi. Háskólabíó er ekki einu sinni með stúdentaafslátt nema eitthvað smotterí á einstaka sýningar.

Þetta er eitthvað sem stúdentahreyfingin mætti alveg fara að berjast fyrir!

jájá.... er ekki annars allt í góðu bara?

24. feb. 2004

Ég er svangur en á engan aur
og alls ekki neitt í skápnum að borða.
Það er bölvað að basla svo staur
í Amsterdam blankur án kvöldmatarforða.

Til að seðja það sötra ég vín
sárasta hungrið um blákaldar nætur
og öskra: "Til ansans með LÍN!"
Það er ekki til neins að dröslast á fætur.

Já, nú er ég sultinn og sár,
til söknuðar finn til frændvina vorra.
Þá var það skömminni skár
er á skerinu nyrðra ég þreytti minn þorra.
Mikið sakna ég heitu pottanna á Íslandi. Harður háls minn og stífir leggir þarfnast svo sem klukkustundar suðu á lágum hita. Hmmm, skáldið í mér vill brjótast út. Það finn ég. Lofum því að blómstra um stund. Því kannski hverfur það og birtist aldrei meir.....



stend hér við tölvuna' og stari á skjáinn
á stefnumót seinna við manninn með ljáinn
hann leynist í glasi og lúinni rettu
lævís hann brosir, klæddur í hettu
svarta sem bik og brjóst mitt innvortis
daglega baðað úr spiritus fortis


23. feb. 2004

Mánudagar eru alveg ágætir. Í dag er ég með hálsríg. Það er bara erfitt að vera rokkari. Svo er ég með restar af augnmálningu. Reyndar sögðu margir við mig í gær að ég væri bara nokkuð fínn svona málaður um augun, það færi mér vel og ég ætti að gera þetta oftar. Hmmm. Hugmynd. Ég meina, while in Amsterdam!

Jæja, farinn út að mótmæla einhverju. Svo heimanám. VEI!
Carnival í kvöld. Ég fór sem hetjan mín, Kurt Cobain. Tók pakkann með maskara og ælæner og naglalakk og hárið kurtaralegt í rifnum gallabuxum og conversskóm og tébol með áletruninni comercial magazines still suck og god is gay skrifað á handlegginn. Hara var konan mín, Courtney Love. Hún var rokk. Hún er rokk. Þetta var allt frekar mikið rokk og ról. Einhverjir sögðu við mig að ég væri full gamall til að eiga Kurt sem hetju. Ég sagði við þessa ræfla: I don't care, I don't care, I don't care, I don't care, care, care if I´m old. Þá sagði liðið við mig að ég væri negative creep. Þá sagði ég oh, well, whatever, nevermind, rape me.

Á morgun verð ég all apologies.

22. feb. 2004

Jó! Sunnudagur og mér líður vel. Sit hér við eldhúsborðið og drekk kaffið mitt og horfi á restarnar af morgunmatnum sem ég var að snæða. Fyrir utan gluggan syngja fuglar í trjám en fátt annað raskar morgunkyrrðinni á Gæsavöllum. Á slíkum degi kemst maður ekki hjá því að hugsa af hverju gildishlaðin nafnorð sem lýsa ákveðnum skapgerðarbrestum eins og skræfa, gunga, rola og bleyða, eru kvenkyns á meðan önnur sambærileg eins og slóði, slugsi, sóði og ruddi eru karlkyns. Er það vegna þess að konur eru meiri skræfur en karlar sem eru meiri ruddar? Líklega. En svo þegar karlmaður er kallaður skræfa er í raun verið að líkja honum við konu. Þ.e. honum eru gefnir ákveðnir kvenlegir eiginleikar sem um leið draga úr karlmennsku hans. Með því að kalla karl gildishlöðnu orði í kvenkyni eru áhrif orðæðunnar mögnuð. Það á líka við þegar kona er nefnd ruddi. Þar eru henni gefnir ákveðnir karllægir eiginleikar sem um leið eru neikvæðir. Og finnst okkur ekki að kona sem er kölluð ruddi sé mun meiri ruddi en karlruddi? Tja, slík verða áhrifin í mínum huga. Merkilegt fyrirbæri svipað þessu er þegar karlamaður er kallaður kerling. Með slíku er ekki beinlínis verið að segja að hann sé líkur gamalli konu heldur er merkingin svipuð orðunum skræfa, rola, gunga og bleyða. Merkingin er önnur þegar kona er kölluð kerling, þá er frekar átt við að hún hegði sér eða líti út eins og gömul (og/eða leiðinleg) kona.

Undantekning frá þessu er orðið hetja. Sem vissulega er kvenkyns er er líklega mun meira notað um karlmenn og það á afar jákvæðan hátt. Ef aftur á móti kona er kölluð hetja er jafnan vísað til hennar sem kvenhetju. Með því er orðið hetja eignað karlmönnum og markað karlkyni.

Já, málið er merkilegt!

20. feb. 2004

Jú sjádu til. Tölvan mín neitar ad kíkja á internetid. Sit thví nú in the Great Hall (finnst thetta alltaf jafn asnalegt nafn) og skrifa á svona útlenskt lyklabord, sem thó gerir rád fyrir broddstöfum og ö-i.

Annars er ég nú bara ad lesa Foucault og svitna thví stundum hef ég bara ekki hugmynd um hvad gaurinn er ad tala um. Ja, svei!

Búningurinn fyrir sunndaginn er klár. Ég maiti sem Kurt Cobain og Hara, hin gríska gydja, mun maita sem Courtney. Og hey! Í dag hefdi Kurt ordid 37 ára, hefdi hann ekki skotid úr sér heilann.

Í tilefni dagsins fair hann ad eiga sídustu ord thessarar fairslu; Thetta er úr laginu: I hate myself and I want to die:

most people don't realize
that two large pieces of coral,
painted brown, and attached to his skull
with common wood screws can make a child look like a deer

In the someday what's that sound?

19. feb. 2004

I wasn't kidding about the summerjob.

I am waiting for my Dutch class to begin........ .. ........

17. feb. 2004

Halló. Veit einhver um sumarstarf fyrir málfræðing? Viðkomandi hefur komið að störfum eins og textagerð og hugmyndavinnu fyrir auglýsingar, gerð kennsluefnis í íslensku fyrir útlendinga, bóksölu og kókburði. Einnig hefur hann dágóða reynslu af mjólkun kúa, smölun og heyskap ásamt þess að hafa komið að skógrækt og liðveislu fyrir fólk með einhverfu.

Virðingarfyllst
Hjörtur Einarsson

16. feb. 2004

Strákandskotinn vaknaði nú bara eldsnemma í gærmorgun til að hjálpa Roger og Annelies að mála íbúðina þeirra nýju/gömlu hvíta eins og hjólið mitt sem heitir Will Smith af því að það er hvítt. Það vorum við, the Rangers, sem fórum fylktu liði á fákunum okkar fjórum til R&A og máluðum eins og herforingjar. Seinna í vikunni mun ég svo hjálpa þeim við að leggja parket. Af einhverjum ástæðum svaraði ég játandi þegar Roger spurði hvort ég kynni að leggja parket. Ég man nú ekki til þess að ég hafi nokkurn tíma lagt parket á ævinni. En við skulum sjá hvað 1001 DIY TIPS bókin segir.

14. feb. 2004

Ik ga naar Þorrablót!

Utrecht er það heillin. Hitti H&B+D og saman strollum við þetta á þorrablót.
Svolítið mögnuð þessi pæling um þorrablót. Ég var að útskýra þetta á ensku, mánuðinn og matinn og blótin og þetta hljómar svo óskaplega gróteskt og vibbalegt allt saman.

Myndin sem nágrannar mínir hafa í huganum er líklega eitthvað á borð við 50 fulla íslendinga, hálfnakta, drekkandi mjöð og Brennivin úr hornum og slafrandi í okkur eistu og blóðpylsur og innyfli.

Við erum náttúrulega gjörsamlega klikkuð.

13. feb. 2004

Jú... óbreytt ástand í SHÍ. Þrátt fyrir samtals meirihluta H-lista og Röskvu. Ég hef aldrei skilið svona kosninga útreikninga, þrátt fyrir meintan náttúrulegan skilning á stærðfræði.

Tók mér tveggja klukkutíma kaffipásu áðan. Sumir dagar eru bara of ljúfir. But back to work.

12. feb. 2004

Stundum les maður eitthvað á internetinu, svona þegar maður sér eitthvað athylgivert. Áðan las ég þetta. En hvað er annars í gangi þarna á klakanum með Rut Reginalds? Næ þessu ekki alveg.
Sumir eru með svona kvikmyndagetraun á blogginu sínu.

well.ég ætla nú ekki að fara gera það að vana.but here goes:

Úr hvaða mynd er þetta?

Sweetheart, keep your panties up. We’re in Jimmy Swaggart country.

Tja, ég veit um einn mann sem veit það, fyrir utan mig.

Annars er þetta helst að frétta frá Amsterdam:

10. feb. 2004

Sjáiði bara fúnkí hjólið mitt. Það heitir Sparta 8 - 80 og er frá 1967. Það er eins og hjólið á myndinni nema bara hvítt.



Nú er bara að fixa það smá og þá verð ég brátt funky cool on a funky white bike.
Í nótt,hvenær ég og danska parið vorum á leið að næturvagninum sá ég funky hjól ólæst út í vegakannti. Ég fór eftir reglunni "sá á fund sem finnur" sem er við lýði hér í A'dam. Svo nú á ég funky bæk sem ég þarf aðeins að fixa. Svo nú á ég tvö hjól. Eitt gult og fönkí í Reykjavík og eitt hvítt og funky í Amsterdam. Mér finnst nú hvíti fákurinn flottari og það held ég að Belinda myndi öfunda mig ef hún sæi það. Það er svo sjúklega funky. Hvað er annars að frétta af gula drekanum?

9. feb. 2004

Gaurinn sem situr vid hlidina a mjer er alveg eins og Oddvar. Hann er bara gjorsamlega alveg eins og Oddvar. Jeg aitla ad spyrjan hann hvort hann sje nokkud Oddvar...

Nei, thetta er ekki Oddvar. Thessi heitir Jesper.

Hann er samt alveg eins og Oddvar.

Nu er kominn manudagur og Jeg og C&L erum ad fara ad kvedja hana Alyssu hins bandarisku snot sem er svo skotin i mjer. En eini kossinn sem hun fair fra mjer verdur kvedjukossinn. Jaja...

8. feb. 2004

Andskotinn hvað ég er framtakssamur. Búinn að sauma fyrir gatið stóra á buksunum mínum og tekinn til við að gera við hjólið hennar Louise. Hún ætlar að henda því en ég sagðist skyldu gera við það. Nú er bara að vona að hana langi enn í nýtt hjól því þá hirði ég þetta þó ljótt sé.

Húrra fyrir sunnudögum!
tintin er tryllt en ég elska hana eins og sólina sem eins og tintin lætur ekki sjá sig í Amsterdam þessa dagana. Hún á þrjú börn, enda graðari en andskotinn. Sorrý tintin, ekki roðna. Þetta blogg er tileinkað tintin sem er hætt að vera aumingjabloggari og meir að segja komin með svartan bakgrunn á síðuna sína.

Húrra fyrir henni
Sit og sauma og hlusta á Ramstein. Líklega nokkuð skondin sjón. Sunnudagar eru hvíldardagar. Þá saumar maður eða horfir á fræðsluefni í sjónvarpi nú eða bara les sér til dægrastyttingar.

Nógur er nú andskotans tíminn þessa dagana. Það eina á sem hvílir á herðunum er meistaraverkefnið. Þegar svo er þá er maður gjarn á að procrastinate. Þessi helgi einkenndist svolítið af því. Procrastinate er nýja eftirlætisorðið enska orðið mitt. Annað skemmtilegt orð er humpable.

4. feb. 2004

Austar og eystra. Ne?ar og ne?ra. Utar og Ytra. Ofar og efra. Sunnar og sy?ra.

Hva?a or?skr?pi eru ?etta? ?etta eru engin mi?stig. Myndu? me? i-hlj??varpi og ver?a fyrir brottfalli. austara > *eystira.
Svo maður haldi nú áfram vangaveltum. Hvaða salt er vestan við Eystrasalt? Ef við gefum okkur að eystra sé miðstig af austur, þá hlýtur Eystrasalt að vera miðað við eitthvað sem er "minna austur", þ.e. vestar. Og varla heitir það Vestursalt, því þá væri nóg að Eystrasalt héti Austursalt. Því er líklegt að um sé að ræða eitthvað sem heitir Austursalt (jafnvel Vestrasalt). Kannast einhver við það? Svo er náttúrulega möguleiki að það gæti verið kallað einhverju öðru, svo sem Ytrasalt eða bara Salt.

Veit einhver betur um þetta?
Hvenær hætti maður að vera strákur og hvænær byrjar maður að vera maður? Menn á mínum aldri eru tildæmis engir menn. Þeir eru strákar. Sumir er svo sem algjörir kallar, en engir menn. Stelpur á mínum aldri eru heldur ekki konur, þær eru stelpur. Hvenær fer ég að nefna stelpurnar sem búa með mér konur? Tja, það er að vísu ein kona sem býr með mér, en hún er líka 45 ára. Það er reyndar enginn sem hér býr yfir þrítugu, tja nema konan, og reyndar Michael, en hann er nú soddan strákur þó hann sé 41. Tja, kannski gæti maður kallað hann mann. Amk var hann maður fyrst þegar ég sá hann, en nú er hann eiginlega orðinn strákur.

Hvað um það. Orsök þessara vangaveltna minna er vegna þess að ég ætlaði að minnast á sætu stelpuna, sem nota bene er jafn gömul mér, sem flutti nýlega inn í húsið. Þá er ég búinn að því. Hananú.

3. feb. 2004

Internetið er drasl...

Nei. Microsoft er drasl. Niður með þennan andskotans andskota. Í kvöld horfði ég á tvo þætti af The Awful Truth... MM er svoddan snillingur...

Hvað um það. Á stefnumót við Michelu og kannski sætu portúgölsku stelpuna in The Great Hall nú eftir fimm mínútur. Máski ég opni kölnarvatnsflöskuna af því tilefni. Kannski ekki. Hvað veit ég?
Eins og sæmir í góðum civilisazion leik mun frjettabrjef frjálsa færast upp um eitt menningarstig. Nú verða birt hér kvæði frumsamin svo oft sem skáldagyðjan heimsækir mig.

Nr. 1

Forsetinn sagði um forsetann
og forsætisráðherrann
að báðir færu með blammering
og bévaða óvirðing
þeir hefðu betur átt að bíða
því hann væri bissí við að skíða

Takk fyrir
Ekkert net. Ekkert svar bara bar.

Internetlaust heimili hvar Dolhaantjestraat heitir. Ekki ku svo vera gott enda oft sem Hirti finnst gott er net finnst hvar heimili hans er. En er netlaust er heima liggur vegur manns til Amsterdam hvar net finnst hvar Universiteit van Amsterdam heitir. Situr hann fyrir framan tolvu (andskotinn, jeg var ad reyna ad skrifa thessa fairslu an sjer-islenskra leturtaknar, gekk ekki) og nytur internetsins.

Helvitisdjoifulsinsvandraidialltafhreint.nuersvostattadkursinnsemjegskradimigiogheitiintesionalsemanticserbara5einingarsemerekkinogumikidfyrirmigtiladgetalokidonninnisvojegverdadfinnaeinhvernkurssemerkennduramidvikudogumogthvimadurverduradsitjafyrstatimaifagitiladgetatekidthattognuerjegthegarbuinnadmissaaftveimurdogum.daudiogdjofull.

En hvad um thad. Jeg horfdi a Friends i gair. Vinahopurinn i friends er um margt likur fraindaklikunni godu. Thar skiptast menn a kairustum eins og strokledri eda sigarettum. Fokkt op, segi jeg nu bara. For i fyrsta Hollenskutimann i dag. Jeg byrja a level 2 sem heitir Beginner. Jeg er vist ekki nogu ljelegur til ad vera absolute beginner. Lika fokkt op.

Hvad um thad. Farinn a thetta daudans heimspekibokasafn sem er einhversstadar i buskanum. Andskotans vitleysa segi jeg nu bara.

2. feb. 2004

Super Bowl! Helvíti er amerískur fótboti asnaleg íþrótt. Ég horfði samt á leikinn í gær og hann náði reyndar að vera spennandi þarna á síðustu sekúndunum. Annars var nú hápunkturinn í hálfleik þegar Justin Timberlake reif fötin utan af Janet Jackson svo hægra brjóstið á henni beraðist. Hahaha, hann er svo mikill grallari hann Justin. Já, enginn nema Justin. Hahaha.

1. feb. 2004

Að fara á bar er góð skemmtun. Í gær uppgötvaði ég tvo nýja bari - og annan svona eins og sircus á einni hæð. Skemmtilega sjúskaður endir á góðu kvöldi. Gott kvöld og góðir vinir sem einn af öðrum hverfa úr landi eftir stutt stopp.

En nú bulla ég bara - eins og ég fái fyrir það greitt. En fæ ekki neitt.

Nú er bara að bíða eftir einkunum og áframhaldandi sældarlífi. Þetta misserið vinn ég að MA-verkefni og sit svo einn tíma í viku - klukkan 10 á föstudagsmorgnum í intensional semantics...

Life is just fucked up

sísí