4. júl. 2011
Fyrsta dýfan
Tók hjólið hennar Jóhönnu í gær (bremsurnar á mínu eru bilaðar) og tók stefnuna á Askimbadet. Var ekkert búinn að hreyfa mig frá því daginn áður en Nói fæddist og fannst ég verða að koma blóðinu á hreyfingu og reyna dáldið á hjartað og allt þetta. Svo ég tók smá power-hjólatúr. Askimbadet er í um 8 km fjarlægð frá Godhemsplatsen og ég náði að hjóla þangað á um 20 mínútum, sem verður að teljast býsna gott! Þegar þangað var komið var lítið annað að gera en að henda sér í sjóinn. Það var ferlega gott, þó að vatnið hafi verið í það kaldasta (18 gráður). En fullkomin fyrsta dýfa ársins.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli