Það er komið að Sigurðarmálum.
Minnugir lesendur bloggsins sjá nú kannski að hin árlega vorumfjöllun er óvenju seint á ferð í ár. Hún hefur yfirleitt komið í miðjum mars en nú er liðið smá á apríl. Ég reit reyndar á Facebook 22. mars: „Fokk! Ég held að vorið hafi verið að detta inn.“ Það varð vissulega breyting á veðrátttunni um það leyti en hún var nú samt óskaplega takmörkuð. Það er kannski hægt að segja að það hafi farið hægt af stað þann daginn. Þetta er samt nokkuð síðar, kannski viku síðar en yfirleitt og umskiptin sumsé hægari. En ég ætla að segja að vorið sé komið hér í Gautaborg. Og þó fyrr hefði verið. En þetta er enn það ómerkilegt að það kallar ekki á vorvísu strax.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli