Þau eru oft merkileg hugrenningatengslin sem fylgja tiltekinni tónlist sem maður hlustar á. Ætla til gamans að nótera niður nokkrar plötur sem verka upp sterkar minningar héðan og þaðan.
Zooropa - U2
Sumarið 2007. Fyrsta sumarið mitt í kókburði hjá Vífilfelli. Ég var að læra undir bílpróf átti fullt af peningi (Mánaðarlaun 54.000 kall!!). Undarleg nostalgía til þessa sumars...
Exile on Main Street - The Rolling Stones
Færir mig aftur til Amsterdam, á Dolhaantjestraat. Vorið 2004, þegar ég var að vinna meistaraverkefnið mitt. Held ég hafi spænt svona hundrað sinnum í gegnum stóns safnið mitt á þeim tíma.
Elephant - The White Stripes
Vorið 2003. Þá var ég að vinna í Nýja Garði í Háskólanum og var með þetta í eyrunum meira og minna. Og svo sama vor í Barselóna þar sem ég heimsótti Þórunni og Þormóð og við sáum þau live á LaPrimaVera hátíðinni í öskrandi rigningu.
Nouvelle Vague - Nouvelle Vague
Heyrði hana spilaða í gegn á kaffihúsi í Prenzlauerberg í Berlín páskana 2005. Síðan þá fæ ég alltaf Berlínarfiðring þegar ég heyri Nouvelle Vague
I'm Wide Awake, It's Morning - Bright Eyes
Í byrjun árs 2005 var ég nýfluttur inn á Czaar Peterstraat í Amsterdam. Á sama tíma vorum við Jóhanna að slá okkur upp saman. Good times, good times. Man að íbúðin var ísköld og það var nánast ómögulegt að komast framúr á morgnanna. Bright Eyes sló alveg á kuldann.