29. apr. 2010

Samfélagið í nærmynd

Ég hef svo sem nefnt það áður hversu mér þykir Samfélagið í nærmynd góður útvarpsþáttur. Þar er vakin athygli á fjölda málefna sem bætt gætu íslenskt samfélag. En eitt liður í þessum þáttum er gjörsamlega óþolandi. Það er þessi gaur sem býr í Noregi og þau hringja stundum í. Hvílík hörmungarleiðindi.

23. apr. 2010

Altered States

Fláráður kom með þetta. Þetta var kannski aðeins of skarplega veitt hjá mér í lokin miðað við hversu fyrri vísbendingar gáfu litla hjálp.

Altered States var þetta. Frá árinu 1980 eins og þriðja vísbending benti á. Leikkonan sem um var rætt er að sjálfsögðu Drew Barrymore sem varð fræg í myndinni E.T. frá 1982. William Hurt var leikarinn sem lék geðsjúka vísindamanninn.

Föstudagsgetraun, frh.

Hvaða hvaða hvaða! Það er kominn enn á ný föstudagur. Hvað varð um þessa viku. Og ekkert svar borist við getraun síðustu viku? Þetta er alls ekki nógu gott. Höldum áfram og vonumst eftir svari fyrir næsta föstudag (#twitter):


Spurt er um kvikmynd:

1. vísbending: Myndin markar engin þáttaskil í kvikmyndagerð og er ekki hátt skrifuð í kvikmyndasögunni. Hún markar þó upphaf kvikmyndaferils tveggja þekktra Hollywood-leikara, karls og konu.

2. vísbending: Þáttur umræddrar leikkonu var ekki mikill í myndinni og henni skaut ekki upp á stjörnuhimininn fyrr en í næstu mynd sem hún lék í tveimur árum síðar.

3. vísbending: Myndina má flokka sem vísindatrylli. Fólk greinir á um hvort myndin sé frá lokum áttunda áratugs síðustu aldar eða byrjun þess níunda og var mikið rætt um það fyrir um 10 árum. Sú umræða hafði þó ekkert með þessa mynd að gera.

4. vísbending: Leikarinn umræddi leikur vísindamann sem gerir tilraunir á sjálfum sér sem breyta andlegu ástandi hans. Þessar tilraunir fara svo smátt og smátt úr böndunum. Segja má að í þessari vísbendingu felist aukavísbending.

19. apr. 2010

Föstudagsgetraun 3

Það er nú kominn mánudagur, en látum oss halda áfram fyrst enginn hefur giskað. Svei mér:

Spurt er um kvikmynd:

1. vísbending: Myndin markar engin þáttaskil í kvikmyndagerð og er ekki hátt skrifuð í kvikmyndasögunni. Hún markar þó upphaf kvikmyndaferils tveggja þekktra Hollywood-leikara, karls og konu.

2. vísbending: Þáttur umræddrar leikkonu var ekki mikill í myndinni og henni skaut ekki upp á stjörnuhimininn fyrr en í næstu mynd sem hún lék í tveimur árum síðar.

3. vísbending: Myndina má flokka sem vísindatrylli. Fólk greinir á um hvort myndin sé frá lokum áttunda áratugs síðustu aldar eða byrjun þess níunda og var mikið rætt um það fyrir um 10 árum. Sú umræða hafði þó ekkert með þessa mynd að gera.

17. apr. 2010

Föstudagsgetraun 2

(#twitter) Þessi laugardagur er nú eiginlega bara framhald af föstudeginum í gær, því ég er enn fastur við vinnu gærdagsins. Þess vegna hljóma The Rolling Stones enn í græjunum. Og þess vegna er ráð að halda áfram með föstudagsgetraunina. Engin svör hafa borist. Siggi hefur eflaust verið upptekinn við annað.

1. vísbending: Myndin markar engin þáttaskil í kvikmyndagerð og er ekki hátt skrifuð í kvikmyndasögunni. Hún markar þó upphaf kvikmyndaferils tveggja þekktra Hollywood-leikara, karls og konu.

2. vísbending: Þáttur umræddrar leikkonu var ekki mikill í myndinni og henni skaut ekki upp á stjörnuhimininn fyrr en í næstu mynd sem hún lék í tveimur árum síðar.


Fór annars í búðina hér í morgun og á forsíðum allra dagblaðanna voru stríðsfyrirsagnir um öskuskýið yfir Evrópu. Ef marka má fyrirsagnirnar munum við flest deyja á næstu mánuðum.
Svo les maður um „tímabundnar afsagnir“ þingmanna. Aldrei er hægt að gera neitt almennilega á Íslandi. Tja, fyrir utan skýrslur. Við erum greinilega góð í því, því og eldgosum.

16. apr. 2010

Föstudagsgetraun

#twitter Það er föstudagur og af því tilefni, eins og flesta aðra föstudaga, hljóma The Rolling Stones í græjunum. Þess stundina er það Aftermath frá 1966. Æj hvað það er nú gott stykki.

En föstudögum fylgir líka önnur hefð. Föstudagsgetraunin sínvinsæla.


Eins og svo oft áður er spurt um kvikmynd.


1. vísbending: Myndin markar engin þáttaskil í kvikmyndagerð og er ekki hátt skrifuð í kvikmyndasögunni. Hún markar þó upphaf kvikmyndaferils tveggja þekktra Hollywood-leikara, karls og konu.

3. apr. 2010

Rokk og ról

The Oholics sitja nú í elhúsinu mínu og leika háværa rokkmúsik. Þetta er allt liður í verkefninu inmykitchen.

Ég held það hafi brotnað uppúr jaxli í mér. Systkin mín komu hingað um helgina. Jóhanna fór frá mér tímabundið og málaði Köben rauða. Páskar á morgun og svona. Og fokkins níu daga frí framundan