29. feb. 2008

Af mörgu

Þá er hann runninn upp þessi 29. febrúar. Dagurinn sem kemur bara stundum. Á þessum degi verður eitthvað svo ljóst hversu ófullkomið kerfið er sem við notum til að lýsa veröldinni. Rétt eins og málfræðin fangar aldrei nákvæmlega reglur hins mannlega máls. Eða hvernig ýmsar stærðir, s.s. pí, passa enganveginn inn í það kerfi sem við notumst við. Því þegar öllu er á botninn hvolft er skilningur okkar á veröldinni svo ósköp takmarkaður.

Merkilega, engu síður, erum við mannfólkið komin langt á veg. En kannski höfum við þegar náð toppnum fyrir löngu. Mér finnst það stundum.

1 ummæli:

Króinn sagði...

Alltaf þarftu að troða málfræðinni að, málfræðiperrinn þinn. En þú ert samt yndislegur.