Það má blogga um allt:
Hér sjónvarpinu í Svíþjóð má sá auglýsingar fyrir skyr. Gott og vel. Þær eru reyndar dáldið asnalegar. Myndir af fólki í lopapeysum að gera eitthvað sveitalegt í einhverjum afdölum í óveðri og lesarar tala sænsku með sterkum íslenskum hreim.
En það sem er enn asnalegra er að skyrið er auglýst sem íslensk jógúrt.
Skyr er alls ekki jógúrt.