3. jan. 2012

Nýr liður hér á bloggnum: Af aulum

Maður á að vera í tengslum við tilfinningar sínar, ekki skammast sín fyrir þær eða vera í felum með þær. Ég ætla að koma úr skápnum með þetta. Fólk getur pirrað mig óendanlega mikið. Nú ætla ég að tjá þessar tilfinningar mínar með stolti og eigna þeim lið hér á bloggnum. Við getum kallað hann Af aulum.

Hér kemur fyrsti aulapistillinn:

Ég þoli ekki fólk sem keyrir með þokuljósin kveikt þegar engin þoka er. Til hvers? Þetta er eins og að taka upp á því að keyra alltaf með stefnuljósin á eða rúðuþurrkurnar í gangi. Á þetta að vera eitthvað töff. Varla, því þetta er átakanlega hallærislegt... 
...aular