Þessi bloggur var búinn til til að miðla fréttum af sjálfum mér í Amsterdam. Það þótti vinsælt hjá vinum og kunningjum sem ekki máttu sjá mitt fríða fés nema sjaldan. Þá þótti sú nýbreytni sérlega vel heppnuð er ég fór að birta hér myndir af daglegu lífi mínu í Hollandi. Undanfarið ár og rúmlega hef ég vart fundið hjá mér þörf til að veita fólki fregnir af mér í gegnum þennan miðil enda er ég í vikulegum tengslum við þá flesta sem áhuga hafa á að heyra af mér. Það eru þá ekki nema vinir og kunningjar í útlöndum sem kíkja hér reglulega til að sjá hvað ég er að fást við.
Nú, hins vegar, verður breyting á. Út skal ek á ný og mun þá fréttabrjef frjálsa endurvakið. Þá þykir rétt að umbreyta útliti síðunnar. Ekki dugir að hafa í haus mynd af húsaþyrpingum í Amsterdam og vart við hæfi að birta af mér mynd utan við Brouwerij 't IJ.
Mega lesendur því búast við tíðari uppfærslum hér, raunverulegum frásögum af sjálfum mér en ekki eintómu blaðri um ekki neitt. Myndbirtingar munu sömuleiðis aukast.
Þetta geri ég í þeirri trú að vinir og kunningjar og einhverjir ókunnugir mér, hafi einbeittan áhuga á öllu því sem mér tengist.
Við getum kallað þetta nýársheit/breyttar áherslur.
Gleðilega hátið og góðar stundir
27. des. 2006
19. des. 2006
13. des. 2006
7. des. 2006
5. des. 2006
Sjórinn
Það var gaman að sjá hann engjast og æsa sig í sjónvarpinu í gær. Hann þarna formann frjálslyndra.
Hvað er frjálslyndi flokkurinn annars?
Hvað er frjálslyndi flokkurinn annars?
4. des. 2006
National
jú það er magnað hversu munar að hafa lokið kennslu og hafa það ekki alltaf hangandi yfir sér að þurfa að undirbúa fyrirlestur. fara bara úr vinnunni og vera kominn í frí. orkan eftir því. þá getur maður líka notað tímann í bóklestur og kannski greinaskrif og svo náttúrulega undirbúning fyrir búferlaflutninga.
úff - búferlaflutningar!
úff - búferlaflutningar!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)