Talandi um tónleika. Einhverjir hafa svona verið að telja saman bestu tónleika sem þeir hafa farið á. Þeir eru nú ófáir tónleikarnir sem maður hefur verið á en hér koma nokkrir sem vissulega standa uppúr:
Radiohead Arnhem 2003
Rolling Stones Amsterdam 2003
White Stripes Barcelona 2003
Sigurrós Reykjavík 2000
Belle & Sebastian Barcelona 2003
Rammstein Reykjavík 2001
Arab Strap Roskilde 2001
Franz Ferdinand Amsterdam 2004
Funerals Reykjavík 2002
Coldplay Reykjavík 2002
24. mar. 2004
Hjörtur! Hvað ætlar þú að gera 26 maí? Oh, ég veit það ekki. Ætli maður skelli sér ekki á Pixies fyrst maður er kominn með miða!
Er ekki merkilegt að ferð heim til Íslands aðra leið kostar 88 þúsund krónur en ferð fram og til baka er samtals 33 þúsund krónur. Ég skil ekki svona bisniss.
Ég fékk 29 þúsund í orlof. Það dugar næstum fyrir ferð fram og til baka til Íslands. En bara einn þriðji af ferð aðra leið.
Er ekki merkilegt að ferð heim til Íslands aðra leið kostar 88 þúsund krónur en ferð fram og til baka er samtals 33 þúsund krónur. Ég skil ekki svona bisniss.
Ég fékk 29 þúsund í orlof. Það dugar næstum fyrir ferð fram og til baka til Íslands. En bara einn þriðji af ferð aðra leið.
22. mar. 2004
Big Fish - heitir hún myndin sem ég sá í gær. Hörkugóð bara. Jájá - hörkugóð!
Bush hélt ræðu um daginn í tilefni af því að ár er liðið frá upphafi Írakstríðs. Þar mátti greina að hann er hættur að tala um gjörðeyðingarvopn (wmd) en þess í stað talar hann í sífellu um deyðandi wopn (deadly weapons). Ég stóð í þeirri meiningu að það lægi í eðli vopna að vera deyðandi. Ekki nema fólk telji t.d. gúmmíkylfur og vatnsbyssur til vopna.
Annars fór ég að mótmæla Íraksstríði og hersetunni á de Dam um á laugardag. Það var ofsalegt rok þann daginn og sama dag hafði drottningarmóðirin látist. Það hefur væntanlega haft einhver áhrif á fjöldann. Þetta var ekki mikið meira en 3-4 hundruð. Eitthvað álíka var um lögreglumenn svo að allt í allt hafa þetta verið um 7 hundruð.
Bush hélt ræðu um daginn í tilefni af því að ár er liðið frá upphafi Írakstríðs. Þar mátti greina að hann er hættur að tala um gjörðeyðingarvopn (wmd) en þess í stað talar hann í sífellu um deyðandi wopn (deadly weapons). Ég stóð í þeirri meiningu að það lægi í eðli vopna að vera deyðandi. Ekki nema fólk telji t.d. gúmmíkylfur og vatnsbyssur til vopna.
Annars fór ég að mótmæla Íraksstríði og hersetunni á de Dam um á laugardag. Það var ofsalegt rok þann daginn og sama dag hafði drottningarmóðirin látist. Það hefur væntanlega haft einhver áhrif á fjöldann. Þetta var ekki mikið meira en 3-4 hundruð. Eitthvað álíka var um lögreglumenn svo að allt í allt hafa þetta verið um 7 hundruð.
21. mar. 2004
19. mar. 2004
18. mar. 2004
17. mar. 2004
Ég vaknadi og morguninn hvísladi ad mér: Hjörtur, thad er komid sumar! Ég opnadi augun og sá. Sumarid var komid. Ég dreif mig í stuttbuxurnar og trammadi út og upp á hjól og dreif mig í baiinn. Sendi svo kennaranum mínum tölvupóst og tilkynnti honum ad ég myndi ekki maita í tima. Hversvegna ad hanga inni a svona degi!
Talandi um thad. Farinn aftur út ad hjóla. Vei!
Talandi um thad. Farinn aftur út ad hjóla. Vei!
16. mar. 2004
15. mar. 2004
It would be except for if it wasn't windy - sagði Roger þegar ég spurði hann hvort það væri hlýtt úti. En sólin skín inn um gluggann í elhúsinu, hvar ég sit og læri - og segi:
Það er sólskin úti og sumarhjörtun tifa,
syngjandi fuglar á trjánum allt í kring.
Á degi sem þessum er dásamlegt að lifa
svo dansandi glaður af ánægju ég syng
Nú ætla ég að hella kaffi í bollann minn. Setjast í sófann og lesa.
Í sófanum góða situr,
sæll og glaður og hýr,
Hjörtur svo vís og svo vitur.
stór vitneskja í honum býr.
Það er sólskin úti og sumarhjörtun tifa,
syngjandi fuglar á trjánum allt í kring.
Á degi sem þessum er dásamlegt að lifa
svo dansandi glaður af ánægju ég syng
Nú ætla ég að hella kaffi í bollann minn. Setjast í sófann og lesa.
Í sófanum góða situr,
sæll og glaður og hýr,
Hjörtur svo vís og svo vitur.
stór vitneskja í honum býr.
14. mar. 2004
Ekki komst ég inn á topp níu listann hjá ernue. Jæja, ég segi þá bara eins og strákarnir okkar: það gengur bara betur næst.
lín-framhaldssagan: ég virðist hafa knésett lín, að sjálfsögðu á ég rétt á láni næstu átta árin eða svo, einnig hef ég fengið frest á afborgun fyrra láns svo lengi sem ég held mastersnámi mínu áfram. ég bíð þó spenntur eftir næstu gagnárás. sjáum hvað setur.
hbm þakka ég fyrir gestrisnina. í þetta sinn var ég bara nokkuð vinsæll hjá yngsta meðliminum. enda er ég nú svo frábær
Amsterdam er svo frábær þessa dagana að mig langar bara aldrei heim - nema 26 maí til að sjá Pixies.
hvað fleira: jú... I'd like to do a song of great social and political import
lín-framhaldssagan: ég virðist hafa knésett lín, að sjálfsögðu á ég rétt á láni næstu átta árin eða svo, einnig hef ég fengið frest á afborgun fyrra láns svo lengi sem ég held mastersnámi mínu áfram. ég bíð þó spenntur eftir næstu gagnárás. sjáum hvað setur.
hbm þakka ég fyrir gestrisnina. í þetta sinn var ég bara nokkuð vinsæll hjá yngsta meðliminum. enda er ég nú svo frábær
Amsterdam er svo frábær þessa dagana að mig langar bara aldrei heim - nema 26 maí til að sjá Pixies.
hvað fleira: jú... I'd like to do a song of great social and political import
12. mar. 2004
lín - lín lín lín
fridurinn er úti - ég hélt ad ég hefdi unnid strídid vid lín - thad hlaut thó ad koma í ljós ad thad var bara ein orrustan - ég vard fyrir óvaintri áras nú um daginn - nú heldur sjódurinn thví fram ad ég hafi ekki rétt á frekari "adstod" - ég svaradi med beinskeyttri gagnárás hvar ég vitnadi í 2.4.3. grein úthlutunarreglna ásamt lánssogu minni hjá sjódnum - nú er bara ad bída og sjá hvert útspil lín verdur í framhaldinu - en ég er vid ollu búinn - ójá
annars er ég bara í flippi - sendi inn umsókn til ku og verdlaunadi mig med kaupum a nyju símakorti og svo eintaki af tímaritinu Q - hvar er ad finna heilmikla umfjollun um meistarann - jú svo er ég ad fara á málfraidifyrirlestur og svo málfraidifyllerí ad thví loknu
see ya! (eins og hún systir mín hún tintin myndi segja)
fridurinn er úti - ég hélt ad ég hefdi unnid strídid vid lín - thad hlaut thó ad koma í ljós ad thad var bara ein orrustan - ég vard fyrir óvaintri áras nú um daginn - nú heldur sjódurinn thví fram ad ég hafi ekki rétt á frekari "adstod" - ég svaradi med beinskeyttri gagnárás hvar ég vitnadi í 2.4.3. grein úthlutunarreglna ásamt lánssogu minni hjá sjódnum - nú er bara ad bída og sjá hvert útspil lín verdur í framhaldinu - en ég er vid ollu búinn - ójá
annars er ég bara í flippi - sendi inn umsókn til ku og verdlaunadi mig med kaupum a nyju símakorti og svo eintaki af tímaritinu Q - hvar er ad finna heilmikla umfjollun um meistarann - jú svo er ég ad fara á málfraidifyrirlestur og svo málfraidifyllerí ad thví loknu
see ya! (eins og hún systir mín hún tintin myndi segja)
ég er svona að spá í hver krafturinn. er vísbendingarnar eru þessar: hann linkar í mig og tjaldinn, hann kvótar john lennon og hann kennir sig við kratískan kommúnisma. þetta þrengir hringinn nokkuð en ekki nóg eins og er.
annars kynnti michela mig fyrir skvatti í kvöld. ég reyndar geng fram hjá húsinu í hvert sinn sem ég fer í skólann en hef ekki komið inn fyrir fyrr en nú. ósköp huggulegur staður fullur af sósíalískum áróðri og pönki í bland, ég ætla að fara að venja komur mína þangað enda liggur staðurinn beinast við að loknum hollenskutímum.
annars er fátt að frétta, nágrannakonan er enn á lífi og eldaði handa mér mat í gær, svona sem þökk fyrir hjálpina nóttina forðum. og jú þetta:
ég keypi mér kjöt í albert heijn
á kostaboði heldur betur
reyndist mér steikin stór og væn
ég steiktaná pönnu og át hana upp til agna
annars kynnti michela mig fyrir skvatti í kvöld. ég reyndar geng fram hjá húsinu í hvert sinn sem ég fer í skólann en hef ekki komið inn fyrir fyrr en nú. ósköp huggulegur staður fullur af sósíalískum áróðri og pönki í bland, ég ætla að fara að venja komur mína þangað enda liggur staðurinn beinast við að loknum hollenskutímum.
annars er fátt að frétta, nágrannakonan er enn á lífi og eldaði handa mér mat í gær, svona sem þökk fyrir hjálpina nóttina forðum. og jú þetta:
ég keypi mér kjöt í albert heijn
á kostaboði heldur betur
reyndist mér steikin stór og væn
ég steiktaná pönnu og át hana upp til agna
11. mar. 2004
já. þá er honum lokið þessum erfiða miðvikudegi. sem hófst hjá mér klukkan þrjú í nótt þegar stúlkan í næsta herbergi við mig bankaði á dyrnar hjá mér. þegar ég ansaði blasti við mér hún gjörsamlega útúr heiminum stúlkan sem tilkynnti mér að hún hefði tekið inn of stóran skammt af morfíni og valíum. að því loknu hrundi hún í gólfið og ég hringdi í lækni. sem talaði sama og enga ensku, líklega fyrsti hollendingurinn sem ég hitti sem talar sama og enga ensku. í sameiningu tókst okkur, honum í gegnum síma og mig að ná út úr nágranna mínum hversu margar töflur hún hafi tekið. mixtúra af átta voru það. læknirinn hugsaði sig um og stamaði svo út úr sér á hollensku með nokkrum enskuslettum að halda henni vakandi en kalla á sjúkrabíl ef hún missti meðvitund, eða að minnsta kosti var skildist mér það með mína takmörkuðu hollenskukunnáttu. svo við tóku þrír tímar af minni hálfu að halda henni á tjatti og arka með hana í göngutúr. þeir eru kannski orðnir þreyttir læknarnir á læknavaktinni að hlaupa á eftir fólki sem er út úr því og heldur að það hafi fengið sér fullmikið af dópi, en mér fannst þetta skuggalega kæruleysisleg viðbrögð hjá gaurnum. hvað um það, stúlkan lifði og var bara nokkuð sátt við það, ég var líka frekar feginn. jú krakkar mínir, svona er amsterdam fyrir ykkur
10. mar. 2004
9. mar. 2004
í dag á hún tintin ammli sko. til lukku frá frjálsa. einusinni var ég í ammliveislu hjá tintin. ég held það hafi verið 2001, á nellýs eða hvað það hét þá. í veislunni, skömmu eftir miðnætti, kyssti ég hana tintin bless og sagði: ég er farinn á skagann. seinna um nóttina hringdi tintin í mig og spurði hvar ég væri: uppá skaga, sagði ég.
nú á hún tintin ammli og fær ammlikvæði:
ef þú vilt ástir vina þína vinna
vertu sæt og svarthærð eins og tinna
sem á þrjá ketti uppá lofti
lifir á fiskbollum og lofti ´
er ekki há í lofti
en samt kná eins og íþróttaálfurinn
eða bara ég sjálfur hinn
frjálsi hjössi í amsterdam, hollandi
krókettuétandi og skrollandi
sorgmæddur og ljótur og alls ekki fyndinn
því ég sakna þín elsku besta tintin
til hamingju með daginn
nú á hún tintin ammli og fær ammlikvæði:
ef þú vilt ástir vina þína vinna
vertu sæt og svarthærð eins og tinna
sem á þrjá ketti uppá lofti
lifir á fiskbollum og lofti ´
er ekki há í lofti
en samt kná eins og íþróttaálfurinn
eða bara ég sjálfur hinn
frjálsi hjössi í amsterdam, hollandi
krókettuétandi og skrollandi
sorgmæddur og ljótur og alls ekki fyndinn
því ég sakna þín elsku besta tintin
til hamingju með daginn
Lín-deilan leyst. Eftir skæruhernað minn í gegnum tölvupóst á hendur LÍN hefur mér loks tekist að fá léðrétta stöðu mína hjá lánasjóðnum og á von á viðbótargreiðslu "ekki seinna en á morgun", eins og segir í tölvupóstinum frá því klukkan 10 í morgun.
Annars var ég að frétta það að Mastersverkefnið mitt á aðeins að vera 30 blaðsíður. Hmmm. Ha. Ég hugsa að ég nái varla að skrifa innganginn í minna máli. Nú þarf ég að endurskipuleggja mig. Ég hugsa samt að ég stelist til að hafa hana amk 40 síður. Í fyrsta sinn sem ég á í vandræðum með of lítinn blaðsíðufjölda. Ég er svo djöfulli skorinorður sko. Hljólátur og feiminn segja reyndar sumir. En ekki ég beibí, ekki ég.
Bless
Annars var ég að frétta það að Mastersverkefnið mitt á aðeins að vera 30 blaðsíður. Hmmm. Ha. Ég hugsa að ég nái varla að skrifa innganginn í minna máli. Nú þarf ég að endurskipuleggja mig. Ég hugsa samt að ég stelist til að hafa hana amk 40 síður. Í fyrsta sinn sem ég á í vandræðum með of lítinn blaðsíðufjölda. Ég er svo djöfulli skorinorður sko. Hljólátur og feiminn segja reyndar sumir. En ekki ég beibí, ekki ég.
Bless
8. mar. 2004
Franz Ferdinand fyllir tómarúmið í herberginu mínu. Ó, sú gleði sem fagrir tónar Franz færa mér. Mæli með Franz fyrir alla!
Lánasjóðurinn leikur mig grátt. Það er alveg merkilegt hvað maður þarf að vakta þetta apparat. Nú eru þau að reyna að snuða mig um 1200 evrur. Onei, þau skulu sko ekki komast upp með það. Annars fékk ég styrkinn frá hollenska ríkinu greiddan á föstudag. Það ætti að mýkja harðindin.
Lánasjóðurinn leikur mig grátt. Það er alveg merkilegt hvað maður þarf að vakta þetta apparat. Nú eru þau að reyna að snuða mig um 1200 evrur. Onei, þau skulu sko ekki komast upp með það. Annars fékk ég styrkinn frá hollenska ríkinu greiddan á föstudag. Það ætti að mýkja harðindin.
7. mar. 2004
Nú hef ég um tvo kosti að velja. Að flýta heimkomu í sumar og ná Pixies á Íslandi eða að seinka heimkomu, koma við í Danmörku og sjá Pixies á Hróarskeldu! Héðan í frá miðast allar mínar áætlanir við Pixiestónleika.
Annars sá ég Franz Ferdinand á tónleikum í gær. Ofsa fínt rokk og ról. Algjört dúndur. Keypti mér diskinn og nú verður hann látinn rúlla í nokkra klukkutíma.
Annað: Hingað til lands eru væntanlegir í apríl bunki af íslenskum listamönnum. M.a. Múm, Apparat og Egill Sæbjörnsson. Nóg að gerast krakkar mínir.
Annars sá ég Franz Ferdinand á tónleikum í gær. Ofsa fínt rokk og ról. Algjört dúndur. Keypti mér diskinn og nú verður hann látinn rúlla í nokkra klukkutíma.
Annað: Hingað til lands eru væntanlegir í apríl bunki af íslenskum listamönnum. M.a. Múm, Apparat og Egill Sæbjörnsson. Nóg að gerast krakkar mínir.
4. mar. 2004
Við Christian fórum í ræktina í gær. Louise sendi okkur enda farnir að láta á sjá eftir hálfsárs bjórþamb. Svo nú er ég sæll og glaður með strengi. G-strengi eins og ég kalla það. G fyrir Gym. Jamm. Ég er nú meiri brandarakallinn.
Ása frænka mín kemur í bæinn í dag. Ég ætla að hitta hana einhvern tíma um helgina. Eru einhverjir fleiri á leið í heimsókn?
Ása frænka mín kemur í bæinn í dag. Ég ætla að hitta hana einhvern tíma um helgina. Eru einhverjir fleiri á leið í heimsókn?
2. mar. 2004
Jeg aitladi ekkert ad fara nidur i bai i dag. En svo thurfti jeg ad faxa helvitis namsarangurinn til lin. Ju flott, that toks og nu fjekk jeg loks lanid. But noooooo! Thad er bara einn fjordi af thvi ad af einhverjum astaidum er jeg skradur i quatrmester eda hvad sem thad heitir..........
***otrulega hatt oskur****
&*%^$#@
Annars er madur bara i flippinu sko
***otrulega hatt oskur****
&*%^$#@
Annars er madur bara i flippinu sko
1. mar. 2004
Samkvæmt umræðum í gærkvöldi ku vorið koma í Evrópu þann 1. mars. Það er víst vordagurinn fyrsti. Ég var nú vantrúaður á þær fullyrðingar en svo vaknaði ég upp í dag og viti menn. Sólin skín og fuglarnir syngja og vorilmurinn liggur í loftinu. Það er komið vor. Og akkúrat núna sitja tvær spænskar stúlkur á svölunum fyrir utan eldhúsgluggann hjá mér og láta sólargeislana langþráðu sleikja sig og skríkja og Florian hinn þýski syngur með fallegri kontratenórs rödd sinni og flytur tóman bjórkassa til áfyllingar í LiDL og á körfuboltavellinum standa Piere og Sebastian og reykja. Ó, þetta er svo fallegt allt saman að ég brest í söng.
Fagur söngur fulga ómar
fyrir utan gluggann minn.
Florian með flöskur tómar
ferðast um með skuggann sinn.
Fagur söngur fulga ómar
fyrir utan gluggann minn.
Florian með flöskur tómar
ferðast um með skuggann sinn.
Nú er úti mánudagur, ákaflega skýr og fagur. Vaknaði seint enda var Óskarspartý hér í gær. Minn vann veðmálið og átti flestar réttar ágiskanir um verðlauna hafa. Sean Penn skemmdi fyrir mér með leikarann. Mikið hefði verið kúl ef Bill Murray hefði tekið þetta. Ætli hann eigi nokkuð aftur séns.
En helgin er liðin og komin ný vika. Hjörleifur og Íris voru í bænum og við hittumst á laugardeginum. Ég ætlaði svona að sýna þeim bæinn, en á endanum voru það þau sem sýndu mér bæinn. Nú veit ég amk hvar er að finna handverkið og skransölurnar í bænum. Hvað um það. Þakka þeim fyrir skemmtilega laugardag.
En nú. Hollenskuheimanám sem fékk algjörlega að sitjá á hakanum yfir helgina.
En helgin er liðin og komin ný vika. Hjörleifur og Íris voru í bænum og við hittumst á laugardeginum. Ég ætlaði svona að sýna þeim bæinn, en á endanum voru það þau sem sýndu mér bæinn. Nú veit ég amk hvar er að finna handverkið og skransölurnar í bænum. Hvað um það. Þakka þeim fyrir skemmtilega laugardag.
En nú. Hollenskuheimanám sem fékk algjörlega að sitjá á hakanum yfir helgina.
25. feb. 2004
Það snjóar í Amsterdam og aldrei þessu vant nær snjórinn að þekja jörðina. Nú vantar bara fjöllin.
Annars var ég að lesa um bíóverð norður á Íslandi og fólk undrast afhverju miðarverð lækkar ekki í samhengi við lágan dollar. Satt: 800 kall er slatti en hér í A'dam kostar miðinn yfirleitt um 10 evrur stundum 8. Það er nokkuð sambærilegt og jafnvel dýrara en á Ísalandi. Hins vegar eru hér engin hlé auk þess sem þú getur ávallt keypt bjór í bíó. Ég er ekki að tala um nein pappaglös. Þetta eru alvöru flöskur. Nú og svo má ekki gleyma því að nær öll kvikmyndahús í Amsterdam bjóða STÚDENTAAFSLÁTT sem er yfirleitt nokkuð veglegur. Það vantar algjörlega á Íslandi. Háskólabíó er ekki einu sinni með stúdentaafslátt nema eitthvað smotterí á einstaka sýningar.
Þetta er eitthvað sem stúdentahreyfingin mætti alveg fara að berjast fyrir!
jájá.... er ekki annars allt í góðu bara?
Annars var ég að lesa um bíóverð norður á Íslandi og fólk undrast afhverju miðarverð lækkar ekki í samhengi við lágan dollar. Satt: 800 kall er slatti en hér í A'dam kostar miðinn yfirleitt um 10 evrur stundum 8. Það er nokkuð sambærilegt og jafnvel dýrara en á Ísalandi. Hins vegar eru hér engin hlé auk þess sem þú getur ávallt keypt bjór í bíó. Ég er ekki að tala um nein pappaglös. Þetta eru alvöru flöskur. Nú og svo má ekki gleyma því að nær öll kvikmyndahús í Amsterdam bjóða STÚDENTAAFSLÁTT sem er yfirleitt nokkuð veglegur. Það vantar algjörlega á Íslandi. Háskólabíó er ekki einu sinni með stúdentaafslátt nema eitthvað smotterí á einstaka sýningar.
Þetta er eitthvað sem stúdentahreyfingin mætti alveg fara að berjast fyrir!
jájá.... er ekki annars allt í góðu bara?
24. feb. 2004
Ég er svangur en á engan aur
og alls ekki neitt í skápnum að borða.
Það er bölvað að basla svo staur
í Amsterdam blankur án kvöldmatarforða.
Til að seðja það sötra ég vín
sárasta hungrið um blákaldar nætur
og öskra: "Til ansans með LÍN!"
Það er ekki til neins að dröslast á fætur.
Já, nú er ég sultinn og sár,
til söknuðar finn til frændvina vorra.
Þá var það skömminni skár
er á skerinu nyrðra ég þreytti minn þorra.
og alls ekki neitt í skápnum að borða.
Það er bölvað að basla svo staur
í Amsterdam blankur án kvöldmatarforða.
Til að seðja það sötra ég vín
sárasta hungrið um blákaldar nætur
og öskra: "Til ansans með LÍN!"
Það er ekki til neins að dröslast á fætur.
Já, nú er ég sultinn og sár,
til söknuðar finn til frændvina vorra.
Þá var það skömminni skár
er á skerinu nyrðra ég þreytti minn þorra.
Mikið sakna ég heitu pottanna á Íslandi. Harður háls minn og stífir leggir þarfnast svo sem klukkustundar suðu á lágum hita. Hmmm, skáldið í mér vill brjótast út. Það finn ég. Lofum því að blómstra um stund. Því kannski hverfur það og birtist aldrei meir.....
stend hér við tölvuna' og stari á skjáinn
á stefnumót seinna við manninn með ljáinn
hann leynist í glasi og lúinni rettu
lævís hann brosir, klæddur í hettu
svarta sem bik og brjóst mitt innvortis
daglega baðað úr spiritus fortis
stend hér við tölvuna' og stari á skjáinn
á stefnumót seinna við manninn með ljáinn
hann leynist í glasi og lúinni rettu
lævís hann brosir, klæddur í hettu
svarta sem bik og brjóst mitt innvortis
daglega baðað úr spiritus fortis
23. feb. 2004
Mánudagar eru alveg ágætir. Í dag er ég með hálsríg. Það er bara erfitt að vera rokkari. Svo er ég með restar af augnmálningu. Reyndar sögðu margir við mig í gær að ég væri bara nokkuð fínn svona málaður um augun, það færi mér vel og ég ætti að gera þetta oftar. Hmmm. Hugmynd. Ég meina, while in Amsterdam!
Jæja, farinn út að mótmæla einhverju. Svo heimanám. VEI!
Jæja, farinn út að mótmæla einhverju. Svo heimanám. VEI!
Carnival í kvöld. Ég fór sem hetjan mín, Kurt Cobain. Tók pakkann með maskara og ælæner og naglalakk og hárið kurtaralegt í rifnum gallabuxum og conversskóm og tébol með áletruninni comercial magazines still suck og god is gay skrifað á handlegginn. Hara var konan mín, Courtney Love. Hún var rokk. Hún er rokk. Þetta var allt frekar mikið rokk og ról. Einhverjir sögðu við mig að ég væri full gamall til að eiga Kurt sem hetju. Ég sagði við þessa ræfla: I don't care, I don't care, I don't care, I don't care, care, care if I´m old. Þá sagði liðið við mig að ég væri negative creep. Þá sagði ég oh, well, whatever, nevermind, rape me.
Á morgun verð ég all apologies.
Á morgun verð ég all apologies.
22. feb. 2004
Jó! Sunnudagur og mér líður vel. Sit hér við eldhúsborðið og drekk kaffið mitt og horfi á restarnar af morgunmatnum sem ég var að snæða. Fyrir utan gluggan syngja fuglar í trjám en fátt annað raskar morgunkyrrðinni á Gæsavöllum. Á slíkum degi kemst maður ekki hjá því að hugsa af hverju gildishlaðin nafnorð sem lýsa ákveðnum skapgerðarbrestum eins og skræfa, gunga, rola og bleyða, eru kvenkyns á meðan önnur sambærileg eins og slóði, slugsi, sóði og ruddi eru karlkyns. Er það vegna þess að konur eru meiri skræfur en karlar sem eru meiri ruddar? Líklega. En svo þegar karlmaður er kallaður skræfa er í raun verið að líkja honum við konu. Þ.e. honum eru gefnir ákveðnir kvenlegir eiginleikar sem um leið draga úr karlmennsku hans. Með því að kalla karl gildishlöðnu orði í kvenkyni eru áhrif orðæðunnar mögnuð. Það á líka við þegar kona er nefnd ruddi. Þar eru henni gefnir ákveðnir karllægir eiginleikar sem um leið eru neikvæðir. Og finnst okkur ekki að kona sem er kölluð ruddi sé mun meiri ruddi en karlruddi? Tja, slík verða áhrifin í mínum huga. Merkilegt fyrirbæri svipað þessu er þegar karlamaður er kallaður kerling. Með slíku er ekki beinlínis verið að segja að hann sé líkur gamalli konu heldur er merkingin svipuð orðunum skræfa, rola, gunga og bleyða. Merkingin er önnur þegar kona er kölluð kerling, þá er frekar átt við að hún hegði sér eða líti út eins og gömul (og/eða leiðinleg) kona.
Undantekning frá þessu er orðið hetja. Sem vissulega er kvenkyns er er líklega mun meira notað um karlmenn og það á afar jákvæðan hátt. Ef aftur á móti kona er kölluð hetja er jafnan vísað til hennar sem kvenhetju. Með því er orðið hetja eignað karlmönnum og markað karlkyni.
Já, málið er merkilegt!
Undantekning frá þessu er orðið hetja. Sem vissulega er kvenkyns er er líklega mun meira notað um karlmenn og það á afar jákvæðan hátt. Ef aftur á móti kona er kölluð hetja er jafnan vísað til hennar sem kvenhetju. Með því er orðið hetja eignað karlmönnum og markað karlkyni.
Já, málið er merkilegt!
20. feb. 2004
Jú sjádu til. Tölvan mín neitar ad kíkja á internetid. Sit thví nú in the Great Hall (finnst thetta alltaf jafn asnalegt nafn) og skrifa á svona útlenskt lyklabord, sem thó gerir rád fyrir broddstöfum og ö-i.
Annars er ég nú bara ad lesa Foucault og svitna thví stundum hef ég bara ekki hugmynd um hvad gaurinn er ad tala um. Ja, svei!
Búningurinn fyrir sunndaginn er klár. Ég maiti sem Kurt Cobain og Hara, hin gríska gydja, mun maita sem Courtney. Og hey! Í dag hefdi Kurt ordid 37 ára, hefdi hann ekki skotid úr sér heilann.
Í tilefni dagsins fair hann ad eiga sídustu ord thessarar fairslu; Thetta er úr laginu: I hate myself and I want to die:
most people don't realize
that two large pieces of coral,
painted brown, and attached to his skull
with common wood screws can make a child look like a deer
In the someday what's that sound?
Annars er ég nú bara ad lesa Foucault og svitna thví stundum hef ég bara ekki hugmynd um hvad gaurinn er ad tala um. Ja, svei!
Búningurinn fyrir sunndaginn er klár. Ég maiti sem Kurt Cobain og Hara, hin gríska gydja, mun maita sem Courtney. Og hey! Í dag hefdi Kurt ordid 37 ára, hefdi hann ekki skotid úr sér heilann.
Í tilefni dagsins fair hann ad eiga sídustu ord thessarar fairslu; Thetta er úr laginu: I hate myself and I want to die:
most people don't realize
that two large pieces of coral,
painted brown, and attached to his skull
with common wood screws can make a child look like a deer
In the someday what's that sound?
19. feb. 2004
17. feb. 2004
Halló. Veit einhver um sumarstarf fyrir málfræðing? Viðkomandi hefur komið að störfum eins og textagerð og hugmyndavinnu fyrir auglýsingar, gerð kennsluefnis í íslensku fyrir útlendinga, bóksölu og kókburði. Einnig hefur hann dágóða reynslu af mjólkun kúa, smölun og heyskap ásamt þess að hafa komið að skógrækt og liðveislu fyrir fólk með einhverfu.
Virðingarfyllst
Hjörtur Einarsson
Virðingarfyllst
Hjörtur Einarsson
16. feb. 2004
Strákandskotinn vaknaði nú bara eldsnemma í gærmorgun til að hjálpa Roger og Annelies að mála íbúðina þeirra nýju/gömlu hvíta eins og hjólið mitt sem heitir Will Smith af því að það er hvítt. Það vorum við, the Rangers, sem fórum fylktu liði á fákunum okkar fjórum til R&A og máluðum eins og herforingjar. Seinna í vikunni mun ég svo hjálpa þeim við að leggja parket. Af einhverjum ástæðum svaraði ég játandi þegar Roger spurði hvort ég kynni að leggja parket. Ég man nú ekki til þess að ég hafi nokkurn tíma lagt parket á ævinni. En við skulum sjá hvað 1001 DIY TIPS bókin segir.
14. feb. 2004
Ik ga naar Þorrablót!
Utrecht er það heillin. Hitti H&B+D og saman strollum við þetta á þorrablót.
Svolítið mögnuð þessi pæling um þorrablót. Ég var að útskýra þetta á ensku, mánuðinn og matinn og blótin og þetta hljómar svo óskaplega gróteskt og vibbalegt allt saman.
Myndin sem nágrannar mínir hafa í huganum er líklega eitthvað á borð við 50 fulla íslendinga, hálfnakta, drekkandi mjöð og Brennivin úr hornum og slafrandi í okkur eistu og blóðpylsur og innyfli.
Við erum náttúrulega gjörsamlega klikkuð.
Utrecht er það heillin. Hitti H&B+D og saman strollum við þetta á þorrablót.
Svolítið mögnuð þessi pæling um þorrablót. Ég var að útskýra þetta á ensku, mánuðinn og matinn og blótin og þetta hljómar svo óskaplega gróteskt og vibbalegt allt saman.
Myndin sem nágrannar mínir hafa í huganum er líklega eitthvað á borð við 50 fulla íslendinga, hálfnakta, drekkandi mjöð og Brennivin úr hornum og slafrandi í okkur eistu og blóðpylsur og innyfli.
Við erum náttúrulega gjörsamlega klikkuð.
13. feb. 2004
12. feb. 2004
Stundum les maður eitthvað á internetinu, svona þegar maður sér eitthvað athylgivert. Áðan las ég þetta. En hvað er annars í gangi þarna á klakanum með Rut Reginalds? Næ þessu ekki alveg.
Sumir eru með svona kvikmyndagetraun á blogginu sínu.
well.ég ætla nú ekki að fara gera það að vana.but here goes:
Úr hvaða mynd er þetta?
Sweetheart, keep your panties up. We’re in Jimmy Swaggart country.
Tja, ég veit um einn mann sem veit það, fyrir utan mig.
Annars er þetta helst að frétta frá Amsterdam:
well.ég ætla nú ekki að fara gera það að vana.but here goes:
Úr hvaða mynd er þetta?
Sweetheart, keep your panties up. We’re in Jimmy Swaggart country.
Tja, ég veit um einn mann sem veit það, fyrir utan mig.
Annars er þetta helst að frétta frá Amsterdam:
10. feb. 2004
Í nótt,hvenær ég og danska parið vorum á leið að næturvagninum sá ég funky hjól ólæst út í vegakannti. Ég fór eftir reglunni "sá á fund sem finnur" sem er við lýði hér í A'dam. Svo nú á ég funky bæk sem ég þarf aðeins að fixa. Svo nú á ég tvö hjól. Eitt gult og fönkí í Reykjavík og eitt hvítt og funky í Amsterdam. Mér finnst nú hvíti fákurinn flottari og það held ég að Belinda myndi öfunda mig ef hún sæi það. Það er svo sjúklega funky. Hvað er annars að frétta af gula drekanum?
9. feb. 2004
Gaurinn sem situr vid hlidina a mjer er alveg eins og Oddvar. Hann er bara gjorsamlega alveg eins og Oddvar. Jeg aitla ad spyrjan hann hvort hann sje nokkud Oddvar...
Nei, thetta er ekki Oddvar. Thessi heitir Jesper.
Hann er samt alveg eins og Oddvar.
Nu er kominn manudagur og Jeg og C&L erum ad fara ad kvedja hana Alyssu hins bandarisku snot sem er svo skotin i mjer. En eini kossinn sem hun fair fra mjer verdur kvedjukossinn. Jaja...
Nei, thetta er ekki Oddvar. Thessi heitir Jesper.
Hann er samt alveg eins og Oddvar.
Nu er kominn manudagur og Jeg og C&L erum ad fara ad kvedja hana Alyssu hins bandarisku snot sem er svo skotin i mjer. En eini kossinn sem hun fair fra mjer verdur kvedjukossinn. Jaja...
8. feb. 2004
Andskotinn hvað ég er framtakssamur. Búinn að sauma fyrir gatið stóra á buksunum mínum og tekinn til við að gera við hjólið hennar Louise. Hún ætlar að henda því en ég sagðist skyldu gera við það. Nú er bara að vona að hana langi enn í nýtt hjól því þá hirði ég þetta þó ljótt sé.
Húrra fyrir sunnudögum!
Húrra fyrir sunnudögum!
tintin er tryllt en ég elska hana eins og sólina sem eins og tintin lætur ekki sjá sig í Amsterdam þessa dagana. Hún á þrjú börn, enda graðari en andskotinn. Sorrý tintin, ekki roðna. Þetta blogg er tileinkað tintin sem er hætt að vera aumingjabloggari og meir að segja komin með svartan bakgrunn á síðuna sína.
Húrra fyrir henni
Húrra fyrir henni
Sit og sauma og hlusta á Ramstein. Líklega nokkuð skondin sjón. Sunnudagar eru hvíldardagar. Þá saumar maður eða horfir á fræðsluefni í sjónvarpi nú eða bara les sér til dægrastyttingar.
Nógur er nú andskotans tíminn þessa dagana. Það eina á sem hvílir á herðunum er meistaraverkefnið. Þegar svo er þá er maður gjarn á að procrastinate. Þessi helgi einkenndist svolítið af því. Procrastinate er nýja eftirlætisorðið enska orðið mitt. Annað skemmtilegt orð er humpable.
Nógur er nú andskotans tíminn þessa dagana. Það eina á sem hvílir á herðunum er meistaraverkefnið. Þegar svo er þá er maður gjarn á að procrastinate. Þessi helgi einkenndist svolítið af því. Procrastinate er nýja eftirlætisorðið enska orðið mitt. Annað skemmtilegt orð er humpable.
4. feb. 2004
Svo maður haldi nú áfram vangaveltum. Hvaða salt er vestan við Eystrasalt? Ef við gefum okkur að eystra sé miðstig af austur, þá hlýtur Eystrasalt að vera miðað við eitthvað sem er "minna austur", þ.e. vestar. Og varla heitir það Vestursalt, því þá væri nóg að Eystrasalt héti Austursalt. Því er líklegt að um sé að ræða eitthvað sem heitir Austursalt (jafnvel Vestrasalt). Kannast einhver við það? Svo er náttúrulega möguleiki að það gæti verið kallað einhverju öðru, svo sem Ytrasalt eða bara Salt.
Veit einhver betur um þetta?
Veit einhver betur um þetta?
Hvenær hætti maður að vera strákur og hvænær byrjar maður að vera maður? Menn á mínum aldri eru tildæmis engir menn. Þeir eru strákar. Sumir er svo sem algjörir kallar, en engir menn. Stelpur á mínum aldri eru heldur ekki konur, þær eru stelpur. Hvenær fer ég að nefna stelpurnar sem búa með mér konur? Tja, það er að vísu ein kona sem býr með mér, en hún er líka 45 ára. Það er reyndar enginn sem hér býr yfir þrítugu, tja nema konan, og reyndar Michael, en hann er nú soddan strákur þó hann sé 41. Tja, kannski gæti maður kallað hann mann. Amk var hann maður fyrst þegar ég sá hann, en nú er hann eiginlega orðinn strákur.
Hvað um það. Orsök þessara vangaveltna minna er vegna þess að ég ætlaði að minnast á sætu stelpuna, sem nota bene er jafn gömul mér, sem flutti nýlega inn í húsið. Þá er ég búinn að því. Hananú.
Hvað um það. Orsök þessara vangaveltna minna er vegna þess að ég ætlaði að minnast á sætu stelpuna, sem nota bene er jafn gömul mér, sem flutti nýlega inn í húsið. Þá er ég búinn að því. Hananú.
3. feb. 2004
Internetið er drasl...
Nei. Microsoft er drasl. Niður með þennan andskotans andskota. Í kvöld horfði ég á tvo þætti af The Awful Truth... MM er svoddan snillingur...
Hvað um það. Á stefnumót við Michelu og kannski sætu portúgölsku stelpuna in The Great Hall nú eftir fimm mínútur. Máski ég opni kölnarvatnsflöskuna af því tilefni. Kannski ekki. Hvað veit ég?
Nei. Microsoft er drasl. Niður með þennan andskotans andskota. Í kvöld horfði ég á tvo þætti af The Awful Truth... MM er svoddan snillingur...
Hvað um það. Á stefnumót við Michelu og kannski sætu portúgölsku stelpuna in The Great Hall nú eftir fimm mínútur. Máski ég opni kölnarvatnsflöskuna af því tilefni. Kannski ekki. Hvað veit ég?
Eins og sæmir í góðum civilisazion leik mun frjettabrjef frjálsa færast upp um eitt menningarstig. Nú verða birt hér kvæði frumsamin svo oft sem skáldagyðjan heimsækir mig.
Nr. 1
Forsetinn sagði um forsetann
og forsætisráðherrann
að báðir færu með blammering
og bévaða óvirðing
þeir hefðu betur átt að bíða
því hann væri bissí við að skíða
Takk fyrir
Nr. 1
Forsetinn sagði um forsetann
og forsætisráðherrann
að báðir færu með blammering
og bévaða óvirðing
þeir hefðu betur átt að bíða
því hann væri bissí við að skíða
Takk fyrir
Ekkert net. Ekkert svar bara bar.
Internetlaust heimili hvar Dolhaantjestraat heitir. Ekki ku svo vera gott enda oft sem Hirti finnst gott er net finnst hvar heimili hans er. En er netlaust er heima liggur vegur manns til Amsterdam hvar net finnst hvar Universiteit van Amsterdam heitir. Situr hann fyrir framan tolvu (andskotinn, jeg var ad reyna ad skrifa thessa fairslu an sjer-islenskra leturtaknar, gekk ekki) og nytur internetsins.
Helvitisdjoifulsinsvandraidialltafhreint.nuersvostattadkursinnsemjegskradimigiogheitiintesionalsemanticserbara5einingarsemerekkinogumikidfyrirmigtiladgetalokidonninnisvojegverdadfinnaeinhvernkurssemerkennduramidvikudogumogthvimadurverduradsitjafyrstatimaifagitiladgetatekidthattognuerjegthegarbuinnadmissaaftveimurdogum.daudiogdjofull.
En hvad um thad. Jeg horfdi a Friends i gair. Vinahopurinn i friends er um margt likur fraindaklikunni godu. Thar skiptast menn a kairustum eins og strokledri eda sigarettum. Fokkt op, segi jeg nu bara. For i fyrsta Hollenskutimann i dag. Jeg byrja a level 2 sem heitir Beginner. Jeg er vist ekki nogu ljelegur til ad vera absolute beginner. Lika fokkt op.
Hvad um thad. Farinn a thetta daudans heimspekibokasafn sem er einhversstadar i buskanum. Andskotans vitleysa segi jeg nu bara.
Internetlaust heimili hvar Dolhaantjestraat heitir. Ekki ku svo vera gott enda oft sem Hirti finnst gott er net finnst hvar heimili hans er. En er netlaust er heima liggur vegur manns til Amsterdam hvar net finnst hvar Universiteit van Amsterdam heitir. Situr hann fyrir framan tolvu (andskotinn, jeg var ad reyna ad skrifa thessa fairslu an sjer-islenskra leturtaknar, gekk ekki) og nytur internetsins.
Helvitisdjoifulsinsvandraidialltafhreint.nuersvostattadkursinnsemjegskradimigiogheitiintesionalsemanticserbara5einingarsemerekkinogumikidfyrirmigtiladgetalokidonninnisvojegverdadfinnaeinhvernkurssemerkennduramidvikudogumogthvimadurverduradsitjafyrstatimaifagitiladgetatekidthattognuerjegthegarbuinnadmissaaftveimurdogum.daudiogdjofull.
En hvad um thad. Jeg horfdi a Friends i gair. Vinahopurinn i friends er um margt likur fraindaklikunni godu. Thar skiptast menn a kairustum eins og strokledri eda sigarettum. Fokkt op, segi jeg nu bara. For i fyrsta Hollenskutimann i dag. Jeg byrja a level 2 sem heitir Beginner. Jeg er vist ekki nogu ljelegur til ad vera absolute beginner. Lika fokkt op.
Hvad um thad. Farinn a thetta daudans heimspekibokasafn sem er einhversstadar i buskanum. Andskotans vitleysa segi jeg nu bara.
2. feb. 2004
Super Bowl! Helvíti er amerískur fótboti asnaleg íþrótt. Ég horfði samt á leikinn í gær og hann náði reyndar að vera spennandi þarna á síðustu sekúndunum. Annars var nú hápunkturinn í hálfleik þegar Justin Timberlake reif fötin utan af Janet Jackson svo hægra brjóstið á henni beraðist. Hahaha, hann er svo mikill grallari hann Justin. Já, enginn nema Justin. Hahaha.
1. feb. 2004
Að fara á bar er góð skemmtun. Í gær uppgötvaði ég tvo nýja bari - og annan svona eins og sircus á einni hæð. Skemmtilega sjúskaður endir á góðu kvöldi. Gott kvöld og góðir vinir sem einn af öðrum hverfa úr landi eftir stutt stopp.
En nú bulla ég bara - eins og ég fái fyrir það greitt. En fæ ekki neitt.
Nú er bara að bíða eftir einkunum og áframhaldandi sældarlífi. Þetta misserið vinn ég að MA-verkefni og sit svo einn tíma í viku - klukkan 10 á föstudagsmorgnum í intensional semantics...
Life is just fucked up
sísí
En nú bulla ég bara - eins og ég fái fyrir það greitt. En fæ ekki neitt.
Nú er bara að bíða eftir einkunum og áframhaldandi sældarlífi. Þetta misserið vinn ég að MA-verkefni og sit svo einn tíma í viku - klukkan 10 á föstudagsmorgnum í intensional semantics...
Life is just fucked up
sísí
31. jan. 2004
29. jan. 2004
Nú er eiginlegri ritgerðarvinnu lokið. Eftir er hreinsunarstarf og viðbætir. Verð ekki lengi að því enda hef ég reynt að hreinsa upp draslið jafnóðum og gera við með reglulegu millibili.
Kannski, kannski förum við Kristján á borrellið í kvöld. Sjáum til hvað ég verð fljótur að hreinsa.
What about Bob?
Kannski, kannski förum við Kristján á borrellið í kvöld. Sjáum til hvað ég verð fljótur að hreinsa.
What about Bob?
Ritgerð dauðans. Átta stunda vinna eftir og þá er ég hættur. Og hvað tekur við. Jú, skóli á mánudag. Þetta verður massa fríhelgi hjá mér.
Ég er besta von fyrir óhuggulega, unga sjálfstæðismenn. Jú, strákar mínir ef ykkur vantar kærustur, sendið þær þá fyrst til mín og leyfið mér að búa með þeim um hríð. Ég get garanterað að þær koma hlaupandi til ykkar eftir skamma hríð. (Ég ætti kannski að stofan bisniss). Annars kyngir niður snjó hér í A'dam en merkilegt nokk er jörðin auð. Þetta er kallar maður nú frekar ræfilslegan snjóskratta.
How about bob?
Ég er besta von fyrir óhuggulega, unga sjálfstæðismenn. Jú, strákar mínir ef ykkur vantar kærustur, sendið þær þá fyrst til mín og leyfið mér að búa með þeim um hríð. Ég get garanterað að þær koma hlaupandi til ykkar eftir skamma hríð. (Ég ætti kannski að stofan bisniss). Annars kyngir niður snjó hér í A'dam en merkilegt nokk er jörðin auð. Þetta er kallar maður nú frekar ræfilslegan snjóskratta.
How about bob?
11 geisladiskar hafa lagt leið sína um geislaspilarann minn í dag. Sá tólfti snýst nú um sjálfan sig, það er hann Miles sem fær að hjálpa mér að ljúka dagsverkinu. 14 tímar að baki í dag. Við tekur rekkjan og svo 14 tímar til viðbótar og þá ætla ég að hætta þessari vitleysu.
En fyrst klárum við Miles daginn. Ég sýð mér einn bolla af grænu tei. Sígó fyrir háttinn á meðan ég hamra inn svo sem eina Sellugrein.
Já, svona er Amsterdam í dag.
En fyrst klárum við Miles daginn. Ég sýð mér einn bolla af grænu tei. Sígó fyrir háttinn á meðan ég hamra inn svo sem eina Sellugrein.
Já, svona er Amsterdam í dag.
28. jan. 2004
Ég var rétt í þessu að klára kafla í ritgerðinni minni sem heitir því skemmtilega nafni Nicknames and power (kaflinn sko, ritgerðin heitir miklu flottara nafni: Nick, is that your real name?) hvar ég komst á svo mikið flug í femínískum hugleiðingum að ég held ég hafi slegið öll mín fyrri met. Í byrjun fjalla ég sakleyslega um tungumál og áhrif en svo skipti ég beint í þriðja og snerti á þeim athygli verða punkti að karla nota gælunöfn meir en konur og svo undir lokin kemst ég að þeirri niðurstöðu að þessi leið karla að nota gælunöfn sé enn ein leiðin til að vera ofan á í samfélaginu.
Full langt mál að rekja það hér hvernig ég kemst að þeirri niðurstöðu svo ég sleppi því. ... ... Nei annars. Ég rek það hér í örstuttu máli. Með því að nota gælunöfn, þ.e. að kalla fólk með gælunafni, er maður að setja viðkomandi á ákveðinn stall, undir sig þ.e. en um leið að fara inn fyrir ákveðin persónuleg mörk. Öfugt við það sem gerist þegar þú kallar einhvern með fullu nafni þegar þú skammar hann. Þá seturðu viðkomandi einnig á stall undir þig, en um leið heldur þú ákveðinni fjarlægð, eins og yfirvaldið. Með því að fara þá leið að nota gælunafn ertu í raun að villa á þér heimildir, Yfirvaldið sem stígur inn fyrir persónulegu mörkin, svona eins og úlfur í sauðagæru. Þetta á að sjálfsögðu við um aðstæður þar sem annar notar gæunafn en hinn ekki. Í aðstæðum þar sem báðir aðilar nota gælunafn er hins vegar um önnur áhrif að ræða að marka sig sem hluta af ákveðinni heild. Það er hin leiðin sem karlar fara, að kalla sig hver annan með gælunafni og sýna á þann hátt samstöðu. "Við erum þeir sem stjórnum. Það erum við sem köllum fólk með gælunöfnum".
Hvað um það. Þeir sem vilja vita meira verða bara að lesa ritgerðina mína.
En stelpur - passið ykkur á þessu klóka útspili karlanna. Þetta er ósköp laumulegt hjá okkur.
Full langt mál að rekja það hér hvernig ég kemst að þeirri niðurstöðu svo ég sleppi því. ... ... Nei annars. Ég rek það hér í örstuttu máli. Með því að nota gælunöfn, þ.e. að kalla fólk með gælunafni, er maður að setja viðkomandi á ákveðinn stall, undir sig þ.e. en um leið að fara inn fyrir ákveðin persónuleg mörk. Öfugt við það sem gerist þegar þú kallar einhvern með fullu nafni þegar þú skammar hann. Þá seturðu viðkomandi einnig á stall undir þig, en um leið heldur þú ákveðinni fjarlægð, eins og yfirvaldið. Með því að fara þá leið að nota gælunafn ertu í raun að villa á þér heimildir, Yfirvaldið sem stígur inn fyrir persónulegu mörkin, svona eins og úlfur í sauðagæru. Þetta á að sjálfsögðu við um aðstæður þar sem annar notar gæunafn en hinn ekki. Í aðstæðum þar sem báðir aðilar nota gælunafn er hins vegar um önnur áhrif að ræða að marka sig sem hluta af ákveðinni heild. Það er hin leiðin sem karlar fara, að kalla sig hver annan með gælunafni og sýna á þann hátt samstöðu. "Við erum þeir sem stjórnum. Það erum við sem köllum fólk með gælunöfnum".
Hvað um það. Þeir sem vilja vita meira verða bara að lesa ritgerðina mína.
En stelpur - passið ykkur á þessu klóka útspili karlanna. Þetta er ósköp laumulegt hjá okkur.
27. jan. 2004
Í gær fórum við danska parið, og má ekki skila að ég sé partur af dönsku pari, meira er ég svona þriðja hjólið í þeim félagsskap, til Mary sem hélt einskonar kveðjuhóf, sem haldið verður áfram á föstudaginn, hvar á að koma mér saman við hina bandarísku Alyssu, hvernig sem það á nú eftir að ganga. Nema hvað að þar sem ég er enn á lokasprettinum í ritgerðarvinnu ákvað ég að fara varlega í rauðvínið þarna í gær og lét mér nægja nokkur glös. Það skilaði þó litlu því að í morgun vaknaði ég upp með einn versta hausverk sem ég hefi upplifað. Og það er nú bara ekkert grín að ætla sér að vera próduktívur í ritgerðarvinnu þegar augun verða sár við að stara á skjáinn lengur en þrjár mínútur í senn og mann verkjar í hlustirnar við að heyra fingurna skella á lyklaborðinu. Afrakstur dagsins: Mestmegnis yfirvaraskeggið myndarlega sem ég hafði safnað síðustu vikuna.
Ég var að uppgötva helvít gott rappband frá Ástralíu sem heitir Blissneso - þetta er Snilld!!! OG það sem meira er þarna er á ferð Mr. Notley sem er einmitt bróðir Hennar Miss Notley hinnar Áströlsku!
Jamm - flowers in the pavement er drullugóður diskur!
Dagskrá dagsins:
Flowers in the pavement - blissneso
Under cover - Rolling Stones
Xeneizes - Quarashi
Paranoid & Sunburnt - Skunk Anansie
Are you gonna go my way - Lenny Kravitz
Silent is easy - Starsailor
Live au Berlin - Rammstein
In Utero - Nirvana
Jamm - flowers in the pavement er drullugóður diskur!
Dagskrá dagsins:
Flowers in the pavement - blissneso
Under cover - Rolling Stones
Xeneizes - Quarashi
Paranoid & Sunburnt - Skunk Anansie
Are you gonna go my way - Lenny Kravitz
Silent is easy - Starsailor
Live au Berlin - Rammstein
In Utero - Nirvana
Ef einhvern langar til að senda mér Pathetic Me með Funerals má hinn sami gera það.
Ég er skíthaugur á tánum ég held ég fari í fótabað
Réttu mér vatnsglas ég ætla að henda því í gólfið og brjóta það
ganga svo á glerbrotum og skera mig í iljarnar
láttu mig vera ég geri það sem ég vil þarna
Þú er asni, kúkur aumingi
Þú hnýtir flugur eins og Jón Ingi
Eins og aparnir á Alþingi
sem kunna bara alls ekki
á mannleg samskipti
og það skiptir ekki máli hvort það sé framsókn eða samfylking
þetta er allt sama helvítis ruglið
tilgangslausta eilífðar þruglið
um niðurskurð og botnvörpur
þetta er orðið gott Hjörtur.
Ég er skíthaugur á tánum ég held ég fari í fótabað
Réttu mér vatnsglas ég ætla að henda því í gólfið og brjóta það
ganga svo á glerbrotum og skera mig í iljarnar
láttu mig vera ég geri það sem ég vil þarna
Þú er asni, kúkur aumingi
Þú hnýtir flugur eins og Jón Ingi
Eins og aparnir á Alþingi
sem kunna bara alls ekki
á mannleg samskipti
og það skiptir ekki máli hvort það sé framsókn eða samfylking
þetta er allt sama helvítis ruglið
tilgangslausta eilífðar þruglið
um niðurskurð og botnvörpur
þetta er orðið gott Hjörtur.
26. jan. 2004
Er blessuð Röskvan mín að sækja í sig veðrið á ný eftir bakslagið 2002? Jú, svo sýnist mér
Ein fyrir alla stendur Röskva styrkum fótum og hún spyrnir við er brotið er á þér!
Þetta er líklega hápunkturinn í textagerð Röskvubandsins, samið í bíl á 100 á Vesturlandsveginum áleiðis í stúdíó Svabba.
Ef þú kýst Röskvu, þá kýs Röskva líka þig. Komdu í partý syngjum saman þetta lag!
Ein fyrir alla stendur Röskva styrkum fótum og hún spyrnir við er brotið er á þér!
Þetta er líklega hápunkturinn í textagerð Röskvubandsins, samið í bíl á 100 á Vesturlandsveginum áleiðis í stúdíó Svabba.
Ef þú kýst Röskvu, þá kýs Röskva líka þig. Komdu í partý syngjum saman þetta lag!
Það er botleðja í kaffibollanum mínum og nú spýtist hún út um hátalarana á skrifborðinu mínu. Rokk og ról á mánudegi beibí.
Þakka öllum sem hafa svarað spuringum um gælunöfn. Nú er þetta allt að koma kallinn. Svona svona.
Komið er babb í bátinn varðandi íbúðina í Köben. Foreldrar Christians lofuðu einhvurri danskri kvinnu hana næsta árið eða svo. Christian tók það ekki í mál og tilkynnti þeim formlega að Heine hefði forgang og að kvinnan danska gæti bara látið sér nægja íbúðina fram í september þangað til að ég tæki við ef ég tæki við. Svo nú sjáum við til hvað kvinnan danska segir.
Mig langar svo að fara að róla
en þú vilt alltaf fara að hjóla
og þú vilt alltaf fá að ráða
en ekkert rúmar okkur báða!
Þakka öllum sem hafa svarað spuringum um gælunöfn. Nú er þetta allt að koma kallinn. Svona svona.
Komið er babb í bátinn varðandi íbúðina í Köben. Foreldrar Christians lofuðu einhvurri danskri kvinnu hana næsta árið eða svo. Christian tók það ekki í mál og tilkynnti þeim formlega að Heine hefði forgang og að kvinnan danska gæti bara látið sér nægja íbúðina fram í september þangað til að ég tæki við ef ég tæki við. Svo nú sjáum við til hvað kvinnan danska segir.
Mig langar svo að fara að róla
en þú vilt alltaf fara að hjóla
og þú vilt alltaf fá að ráða
en ekkert rúmar okkur báða!
23. jan. 2004
Barátta Amsterdam og Köben heldur áfram í hausnum á mér. Nú er úr vöndu að ráða. Hvað segja lesendur þessara síðu. Hvað á maður að gera næsta haust?
Amsterdam - þekki bæinn og bráðum málið - líkar vel og hjér er nokkuð ódýrt - hörkuerfitt að finna húsnæði en er kominn með væntanlegan meðleigjanda - hina ítölsku Michelu. Eins árs prógram í mediastudies eða áframhald í linguistics.
Köben - Tja - kannast svo sem við bæinn - er að læra málið betur þessa dagana - kominn með húsnæði og þekki nokkra innfædda auka fjölda íslendinga á svæðinu. Tveggja ára nám í mediastudies.
Amsterdam - þekki bæinn og bráðum málið - líkar vel og hjér er nokkuð ódýrt - hörkuerfitt að finna húsnæði en er kominn með væntanlegan meðleigjanda - hina ítölsku Michelu. Eins árs prógram í mediastudies eða áframhald í linguistics.
Köben - Tja - kannast svo sem við bæinn - er að læra málið betur þessa dagana - kominn með húsnæði og þekki nokkra innfædda auka fjölda íslendinga á svæðinu. Tveggja ára nám í mediastudies.
Djöfulsins snillingur er maður. Setti upp tölvuna á ný og dröslaði upp internetinu aftur. Jájá... tölvugúru bara.
Svo Hjössi er aftur álínu. Unaður sem aldrei fyrr. Og verður það aldeilisis notaðað núnú.
Í gær fórum við Michela á kvikmyndahátíð í Rotterdam. Sáum átta ræmur - tja ég svaf reyndar af mér eina. Ég verð bara að deila með ykkur lýsingunum á myndunum: On the Mountain Time flies and snow falls on the ground. On the Chinese mountain they pick tea. This beautifully shot peasant drama is atmospheric and documentary, but fortunately also often funny. And it look so idyllic. Life is hard. Especially on the mountain. Tja. Svo sem allt satt nema thetta með snjóinn. Sá ekki snjókorn falla í allri myndinni.
The Apple Comic parable about a man and an apple. Jú, satt. Fyndið og fjallaði um mann og epli.
Irreverible Mid-length South Korean film about a man, a woman and a third person. Told and acted in a mysterious way. Satt þetta með kall og konu og þriðja aðila. Ekkert þó um mystík í þessu. Óköp plein
Jamm - Rotterdam er ekki falleg borg.
Vei
Svo Hjössi er aftur álínu. Unaður sem aldrei fyrr. Og verður það aldeilisis notaðað núnú.
Í gær fórum við Michela á kvikmyndahátíð í Rotterdam. Sáum átta ræmur - tja ég svaf reyndar af mér eina. Ég verð bara að deila með ykkur lýsingunum á myndunum: On the Mountain Time flies and snow falls on the ground. On the Chinese mountain they pick tea. This beautifully shot peasant drama is atmospheric and documentary, but fortunately also often funny. And it look so idyllic. Life is hard. Especially on the mountain. Tja. Svo sem allt satt nema thetta með snjóinn. Sá ekki snjókorn falla í allri myndinni.
The Apple Comic parable about a man and an apple. Jú, satt. Fyndið og fjallaði um mann og epli.
Irreverible Mid-length South Korean film about a man, a woman and a third person. Told and acted in a mysterious way. Satt þetta með kall og konu og þriðja aðila. Ekkert þó um mystík í þessu. Óköp plein
Jamm - Rotterdam er ekki falleg borg.
Vei
19. jan. 2004
Tolvan hrundi - og nu sit jeg i tolvuverinu nidri i skola. Nadi med thrautsegju tho ad lima saman tolvuna og nadi ad bjarga ollum minum skjolum en hef ekkert internet a moti. Thad reddast tho vonandi.
Hvad um thad. Nu er komin ny stada upp: Jeg gati verid a leid til Koben a naista ari. Christian tharf ad leigja ibudina sina og hefur bodid mjer hana a kostakjorum. Einnig fann jeg spennandi nam i media and communication studies thar i bai.
Thett tharf jeg ad akveda fyrir 15. feb.
Hinn moguleikinn er ad fara ad leigja med Michelu hinni itolsku og kannski Mitu hinni bresku hjer i Amsterdam.
Uff puff
Hvad um thad. Nu er komin ny stada upp: Jeg gati verid a leid til Koben a naista ari. Christian tharf ad leigja ibudina sina og hefur bodid mjer hana a kostakjorum. Einnig fann jeg spennandi nam i media and communication studies thar i bai.
Thett tharf jeg ad akveda fyrir 15. feb.
Hinn moguleikinn er ad fara ad leigja med Michelu hinni itolsku og kannski Mitu hinni bresku hjer i Amsterdam.
Uff puff
9. jan. 2004
7. jan. 2004
Ehm. Nú eru bara fimm daga þangað til að ég fer heim. Heim sko til Amsterdam. Ég sakna nú litlu sætu borgarinnar minnar. Hún er nú alveg ágæt blessunin. En Reykjavík líka. Jájá. Svona er nú það.
Þorri. Eigum við. Eigum við. Eigum við að fara heim til þín. Að horfa á vídjó. Ég splæsi popp og kók. Þó ég eigi engan aur. Rallarei.
Þorri. Eigum við. Eigum við. Eigum við að fara heim til þín. Að horfa á vídjó. Ég splæsi popp og kók. Þó ég eigi engan aur. Rallarei.
Ég sé í hausinn á Þorra. Hann situr og hamrar á lyklaborðið. Eða það held ég amk. Ég sé náttla ekki puttana á honum. Kannski er hann bara að spila á píanó í þyKjustunni, eða að hljóðblanda. Það er svolítið gaman fylgjast með honum Þorra. Hann er svo fallegur og ég elska hann svo mikið. ÉG ELSKA HANN SVO MIKIÐ!!!!!
5. jan. 2004
Hversvegna skyldi það nú vera að í íslenska faðirvorinu er Guð þúaður en bænarinn (eða hvað hann nú heitir sem biður) þérar (vérar?) sjálfan sig?
Hvað um það. Að koma svona óvænt til landsins verður til þess að maður er vinsælasti maðurinn á svæðinu. Jú, allir verðað eitthvað svo ekstra glaðir að sjá mann.
Næst á dagskrá. Lín-mál. Ritgerð. Snjóbretti.
Hvað um það. Að koma svona óvænt til landsins verður til þess að maður er vinsælasti maðurinn á svæðinu. Jú, allir verðað eitthvað svo ekstra glaðir að sjá mann.
Næst á dagskrá. Lín-mál. Ritgerð. Snjóbretti.
28. des. 2003
Gleðileg jól.
Mig verkjar í andlitið. Síðustu þrjá klukkutíma er ég búinn að þurfa að halda uppi gervibrosi og smáspjalli. Eitt versta matarboð sem ég hef farið í á ævinni. Elísabet hin brasilíska bauð til veislu í dag. Hún bauð þremur kennurum í linguistics, sem er svo sem allt í lagi en þetta er þrír leiðinlegustu kennararnir í deildinni. Og einn þeirra mætti með tvær unglingsdætur sínar sem eru haldnar unglingaveiki á hæsta stigi. Maðurinn hennar Elísabetar er hér í heimsókn yfir hátíðirnar. Hann er hreint út sagt hrútleiðinlegur, og nema hvað þá lenti ég við hliðina á honum við matarborðið. Hann er einn af þessum mönnum sem finnur sig knúinn til að halda uppi samræðum og ekki skiptir máli hvert umræðuefnið er. Hann sagði mér í smáatriðum frá við hvað hann er að vinna, gjörsamlega óspurður, enda myndi mér aldrei detta í hug að spyrja fólk sem mér líkar ekki við hvað það sé að vinna. En sem betur fer ég þeim hæfileika búinn að geta brosað, kinkað kolli og jafnvel svarað, án þess að hafa hugmynd um hvert umræðuefnið er. Ég hef til dæmis ekki hugmynd um við hvað hann starfar, nema jú, ég veit að það krefst mikillar þolinmæði, eins og hann þreyttist ekki á að segja. Einnig voru þarna Anna hin rússneska og systir hennar og einhver breskur hermaður sem ég veit ekki hvar var grafinn upp. Og ekki má gleyma ofvirka málvísindanemanum sem ég veit ekki hvað heitir er hefur þessa einkennilegu þörf fyrir að segja brandara. Ókei. Af tuttugu bröndurum var þessi fyndastur: Hvað er líkt með tómati og kartöflu. Bæði rauð nema kartaflan.
Þetta hefði svo sem getað verið þolanlegt ef maturinn hefði verið góður. Onei. Í fyrsta lagi leit hann út ein og ósoðin blóðmör, lyktaði eins og elliheimili og bragðaðist, tja, ég veit svo sem ekki hvernig skítur bragðast...
Já, þrír klukkutíma í helvíti. Kvöldið ónýtt, óbragð í munni og illt í maga.
Gleðileg jól
Mig verkjar í andlitið. Síðustu þrjá klukkutíma er ég búinn að þurfa að halda uppi gervibrosi og smáspjalli. Eitt versta matarboð sem ég hef farið í á ævinni. Elísabet hin brasilíska bauð til veislu í dag. Hún bauð þremur kennurum í linguistics, sem er svo sem allt í lagi en þetta er þrír leiðinlegustu kennararnir í deildinni. Og einn þeirra mætti með tvær unglingsdætur sínar sem eru haldnar unglingaveiki á hæsta stigi. Maðurinn hennar Elísabetar er hér í heimsókn yfir hátíðirnar. Hann er hreint út sagt hrútleiðinlegur, og nema hvað þá lenti ég við hliðina á honum við matarborðið. Hann er einn af þessum mönnum sem finnur sig knúinn til að halda uppi samræðum og ekki skiptir máli hvert umræðuefnið er. Hann sagði mér í smáatriðum frá við hvað hann er að vinna, gjörsamlega óspurður, enda myndi mér aldrei detta í hug að spyrja fólk sem mér líkar ekki við hvað það sé að vinna. En sem betur fer ég þeim hæfileika búinn að geta brosað, kinkað kolli og jafnvel svarað, án þess að hafa hugmynd um hvert umræðuefnið er. Ég hef til dæmis ekki hugmynd um við hvað hann starfar, nema jú, ég veit að það krefst mikillar þolinmæði, eins og hann þreyttist ekki á að segja. Einnig voru þarna Anna hin rússneska og systir hennar og einhver breskur hermaður sem ég veit ekki hvar var grafinn upp. Og ekki má gleyma ofvirka málvísindanemanum sem ég veit ekki hvað heitir er hefur þessa einkennilegu þörf fyrir að segja brandara. Ókei. Af tuttugu bröndurum var þessi fyndastur: Hvað er líkt með tómati og kartöflu. Bæði rauð nema kartaflan.
Þetta hefði svo sem getað verið þolanlegt ef maturinn hefði verið góður. Onei. Í fyrsta lagi leit hann út ein og ósoðin blóðmör, lyktaði eins og elliheimili og bragðaðist, tja, ég veit svo sem ekki hvernig skítur bragðast...
Já, þrír klukkutíma í helvíti. Kvöldið ónýtt, óbragð í munni og illt í maga.
Gleðileg jól
23. des. 2003
Dima er að elda fyrir mig og Ann. Við erum ein eftir í eldhúsinu. Þess má geta að Dima og Ann halda ekki jól. En palestínsk veisla í kvöld. Vissulega betra en skata á Þorláksmessu. Rétturinn heitir "á hvolfi", bara á Arabísku. Veit ekki hvernig maður skrifar það.
Ritgerð 1 lokið. Ritgerð 2 eftir. Jólin og svona og svo: Ísland. Jájá... allt að gerast sko!
Ritgerð 1 lokið. Ritgerð 2 eftir. Jólin og svona og svo: Ísland. Jájá... allt að gerast sko!
22. des. 2003
Internetið maður
Ég er svona óvirkur þátttakandi þessa stundina í jólaglögg Andansmanna. Einn galli þó. Maður fær svo heilmikla heimþrá í kjölfarið. Úhú. 15 eftir í húsinu. Það er orðið ó svo hljótt, en ekki í nótt. Þá var mesta þrumuveður sem ég hef upplifað. Eldingu sló niður hér rétt fyrir utan gluggann hjá mér. Ég hélt ég myndi deyja!
En Þorlákur á morgun. Þá fjölmennum við íbúarnir á Dolhaantje á barinn. Svo er jólamatur á aðfangadag. Og í Utrecht á annan hjá íslensku fjölskyldunni. Svei mér þá ... þetta er bara fínt!
Ég er svona óvirkur þátttakandi þessa stundina í jólaglögg Andansmanna. Einn galli þó. Maður fær svo heilmikla heimþrá í kjölfarið. Úhú. 15 eftir í húsinu. Það er orðið ó svo hljótt, en ekki í nótt. Þá var mesta þrumuveður sem ég hef upplifað. Eldingu sló niður hér rétt fyrir utan gluggann hjá mér. Ég hélt ég myndi deyja!
En Þorlákur á morgun. Þá fjölmennum við íbúarnir á Dolhaantje á barinn. Svo er jólamatur á aðfangadag. Og í Utrecht á annan hjá íslensku fjölskyldunni. Svei mér þá ... þetta er bara fínt!
Í gær eldaði ég hina rómuðu fiskisúpu hennar móður minnar. Þetta var síðasta kvöldmáltíðin fyrir Louise og Christian fyrir jól. Það held ég að hún móðir mín ætti að vera stolt af mér. Ég vona reyndar að hún sé það yfirleitt. En súpan var sukksess, þó hún hafi nú ekki náð fullkomnun móður minnar.
Í dag: Það snjóar. Eða svona um það bil. Ekkert að ráði en örlítil hvít dula yfir jörðinni. Þegar ég gekk inn í eldhús voru þar staddar hin palestínska Dima og kínverska Ann. Þær voru alvarlegar í bragði:
Dima: Do you think it's ok?
Ann: I guess so. It not that much.
Dima: What do you think Heine?
Heine: What?
Dima: Is it ok to walk outside?
Heine: What? Yes, why not?
Ann: Because of the snow.
Dima: Yes, do you think we can walk in the snow.
Alveg hreint er það frábært að kynnast svona fólki frá öllum heimshornum! Ég fræddi þær um að labb í snjó væri yfirleitt ekki mikið mál, nema hann væri í hnéhæð eða álík. Hins vegar værri verra ef honum fylgdi hálka og ís undir snjó væri sérlega óheppilegur til labbs. Er annars til enskt orði yfir hálku? En hláku? Hvað þá skafrenning eða hundslappadrífu?
Í dag: Það snjóar. Eða svona um það bil. Ekkert að ráði en örlítil hvít dula yfir jörðinni. Þegar ég gekk inn í eldhús voru þar staddar hin palestínska Dima og kínverska Ann. Þær voru alvarlegar í bragði:
Dima: Do you think it's ok?
Ann: I guess so. It not that much.
Dima: What do you think Heine?
Heine: What?
Dima: Is it ok to walk outside?
Heine: What? Yes, why not?
Ann: Because of the snow.
Dima: Yes, do you think we can walk in the snow.
Alveg hreint er það frábært að kynnast svona fólki frá öllum heimshornum! Ég fræddi þær um að labb í snjó væri yfirleitt ekki mikið mál, nema hann væri í hnéhæð eða álík. Hins vegar værri verra ef honum fylgdi hálka og ís undir snjó væri sérlega óheppilegur til labbs. Er annars til enskt orði yfir hálku? En hláku? Hvað þá skafrenning eða hundslappadrífu?
20. des. 2003
Dagarnir líða og það styttist í jólin. Með hverjum degi fækkar líka íbúum á Dolhaantjestraat. Við verðum bara 15 í húsinum á jólanótt. Þá höldum við veislu.
Það er gaman að deila eldhúsi með allraþjóðakvikindum. Í gær leyfði Dima hin palestínska mér að smakka hádegismatinn hennar. Þetta var palestínskur réttur sem leit reyndar út eins og vettvangur sjálfsmorðsárásar en bragðaðist undursamlega. Eiginlega alveg ótrúlega vel. Ég finn enn bragðið þegar ég skrifa um hann og munnurinn fyllist af vatni og nú er ég farinn að slefa.
Það er gaman að deila eldhúsi með allraþjóðakvikindum. Í gær leyfði Dima hin palestínska mér að smakka hádegismatinn hennar. Þetta var palestínskur réttur sem leit reyndar út eins og vettvangur sjálfsmorðsárásar en bragðaðist undursamlega. Eiginlega alveg ótrúlega vel. Ég finn enn bragðið þegar ég skrifa um hann og munnurinn fyllist af vatni og nú er ég farinn að slefa.
17. des. 2003
"Domur og herrar. Safninu verdur lokad eftir 15 minutur." Heyra ma fingrasmellina a lyklabordunum skyndilega verda hadari og andrumsloftid fyllist spennu. Naum vid ad klara verkefni dagsins a 15 minutum? Thurfum vid ad vista a diska og halda afram vinnunni heima. Eda verdum vid ad faira okkur a naista bokasafn sem er opid til 19:30?
Hjer loka bokasofnin a bilinu 18-19:30 en 21:45 a fimmtudogum. Alltaf, lika yfir profatima. Svo er lokad a sunnudogum. Tha stendur nu Bokhladan sig betur. Heldur betur. En hjer er tho oflugri bokakostur. Heldur bettur. Skarra vairi thad nu.
Jeg hef lengi velt thessum ordhaitti fyrir mjer. Skarra vairi thad nu. Merkir thetta "skarra vairi thad nu ef bokasafnid i UvA hefdi ekki betri bokakost en Bokhladan" Thetta meikar engan sens....
Hmm.... hugsa um thetta yfir LOTR!
Hjer loka bokasofnin a bilinu 18-19:30 en 21:45 a fimmtudogum. Alltaf, lika yfir profatima. Svo er lokad a sunnudogum. Tha stendur nu Bokhladan sig betur. Heldur betur. En hjer er tho oflugri bokakostur. Heldur bettur. Skarra vairi thad nu.
Jeg hef lengi velt thessum ordhaitti fyrir mjer. Skarra vairi thad nu. Merkir thetta "skarra vairi thad nu ef bokasafnid i UvA hefdi ekki betri bokakost en Bokhladan" Thetta meikar engan sens....
Hmm.... hugsa um thetta yfir LOTR!
Sit nidra safni an islenskra stafa. Thetta er nu bara huggulegt svona af og til.
Hun er svo jolaleg hun Amsterdam. Hun er svo rosalega jolalegt. Hun er svo jolaleg ad JEG ER KOMINN I JOLASKAP. Af thvi tilkefni keypti jeg jolagjof handa mjer i dag. Jeg bokadi far til Koben milli Christmas and New year. Hallo Koben here kommer ik! Rjett upp hond og handlegg sem verdur i koben um jol. Deit thau krakkar minir. Deit thau!
I kvold: Lesid sem vangefinn i nokkrar tima og jafnvel skrifadur partur af ritgerd og svo: LOTR. Taldi ohaitt ad bregda ut af vananum med Luxussalinn heima thar sem tja, helmingur vanans er ekki lengur til stadar. Svo nu er thad LOTR i Amsterdam!
Krakkar minir, krakkar minir eins og thid sjaid er Frjalsi oskaplega frjals thessa dagana. Hef sjaldan skemmt mjer svona yfir ritgerdasmid og verid i jolaskapi i leidinni. Ja jeg veit, ik wet: thegidu hamingjusama svinid thitt!
Ok - jeg skal bara stein halda kj....
Hun er svo jolaleg hun Amsterdam. Hun er svo rosalega jolalegt. Hun er svo jolaleg ad JEG ER KOMINN I JOLASKAP. Af thvi tilkefni keypti jeg jolagjof handa mjer i dag. Jeg bokadi far til Koben milli Christmas and New year. Hallo Koben here kommer ik! Rjett upp hond og handlegg sem verdur i koben um jol. Deit thau krakkar minir. Deit thau!
I kvold: Lesid sem vangefinn i nokkrar tima og jafnvel skrifadur partur af ritgerd og svo: LOTR. Taldi ohaitt ad bregda ut af vananum med Luxussalinn heima thar sem tja, helmingur vanans er ekki lengur til stadar. Svo nu er thad LOTR i Amsterdam!
Krakkar minir, krakkar minir eins og thid sjaid er Frjalsi oskaplega frjals thessa dagana. Hef sjaldan skemmt mjer svona yfir ritgerdasmid og verid i jolaskapi i leidinni. Ja jeg veit, ik wet: thegidu hamingjusama svinid thitt!
Ok - jeg skal bara stein halda kj....
Marflatur? Flatur sem mar. Ég ligg marflatur á rúminu og skrifa ritgerð. Þetta fer ekki vel með bakið. Ég er reyndar ekki marflatur heldur frekar sem úfinn sjór.
Stundum, en bara stundum, efast maður um tilveru sína þegar maður horfir upp í stjörnubjartan himinn. Sem betur fer er ekki stjörnubjartur himinn hér heldur skýjað og drungalegt. Oft skrifa ég drugnalegt þegar ég ætla að skrifa drungalegt. Það gerðist þó ekki í þetta sinn. Onei.
Mér varð í dag hugsað til auglýsingar sem var sýnd í íslensku sjónvarpi. Hún var endaði með þessum orðum: "Ég kúka bara líkar"
Merkilegt
Stundum, en bara stundum, efast maður um tilveru sína þegar maður horfir upp í stjörnubjartan himinn. Sem betur fer er ekki stjörnubjartur himinn hér heldur skýjað og drungalegt. Oft skrifa ég drugnalegt þegar ég ætla að skrifa drungalegt. Það gerðist þó ekki í þetta sinn. Onei.
Mér varð í dag hugsað til auglýsingar sem var sýnd í íslensku sjónvarpi. Hún var endaði með þessum orðum: "Ég kúka bara líkar"
Merkilegt
16. des. 2003
Halló Ísland - Ég næ ekki sambandi!
Liggur netsamband til Íslands niðri? Halló!
Annars er ég að spá að skrá mig í Research master í Media studies á næsta ári. Já, breyta soldið til. Sniðugt - hmmm. Sjáum til.
Annars er ég bara að drekka aníste. Bjó til brandara um það í gær. Anistea international - hehe hehehe ehe eh - jamm
Liggur netsamband til Íslands niðri? Halló!
Annars er ég að spá að skrá mig í Research master í Media studies á næsta ári. Já, breyta soldið til. Sniðugt - hmmm. Sjáum til.
Annars er ég bara að drekka aníste. Bjó til brandara um það í gær. Anistea international - hehe hehehe ehe eh - jamm
15. des. 2003
Hánótt... seinn í háttinn að vanda.
Dagurinn fór að mestu í að skrifa upp vitleysuna sem við kjöftum í eldhúsinu. Bráðfyndið á köflum. Svo eyði ég næstu dögum í að analæsa transkriptið og nota í ritgerð um langvitskontakt. Þetta er bara nokkuð gaman - klukkutími kominn á blað að aflokinni sex tíma vinnu.
Þess má geta að ég var landi og þjóð til sóma á jólaballinu á föstudaginn.
Í fréttum er þetta helst: Þeir náðu honum! - ég skrifaði grein um það hér.
Óboy... ég þarf að pissa - og svo bara verð ég að fara í háttinn.... Stjáni blái
Dagurinn fór að mestu í að skrifa upp vitleysuna sem við kjöftum í eldhúsinu. Bráðfyndið á köflum. Svo eyði ég næstu dögum í að analæsa transkriptið og nota í ritgerð um langvitskontakt. Þetta er bara nokkuð gaman - klukkutími kominn á blað að aflokinni sex tíma vinnu.
Þess má geta að ég var landi og þjóð til sóma á jólaballinu á föstudaginn.
Í fréttum er þetta helst: Þeir náðu honum! - ég skrifaði grein um það hér.
Óboy... ég þarf að pissa - og svo bara verð ég að fara í háttinn.... Stjáni blái
11. des. 2003
9. des. 2003
Amsterdam - Fréttir
Foreldrar mínir og amma komu hingað um helgina. Ó svo lúft og gaman.
Annars hefur margt verið á seyði hér í bæ. Sinterklass sendi gjafir á föstudaginn. Stemming og jólaglögg af því tilefni. Ég mixaði hina stórfenglegu Jólaglögg Andansmanna með mixtúru af Jólaglögg Louise. Það var íslensk-danska verslunarfjelagið sem stóð að því.
Á laugardaginn var maður skotinn til bana hér í miðbænum. Jájá, lesið allt um það hér. Og svo fæddist okkur lítil prinsessa á sunnudaginn. Ég fór ásamt foreldrum mínum í konungshöllina og vottaði henni viðingu mína, og íslensku þjóðarinnar raunar. Mogginn fjallar ekkert um það fyrir ykkur en Politiken gerir það.
Jájá... annars ætla ég að skrifa masters ritgerð um dicourse markers... hvað heitið það aftur á íslensku?
Foreldrar mínir og amma komu hingað um helgina. Ó svo lúft og gaman.
Annars hefur margt verið á seyði hér í bæ. Sinterklass sendi gjafir á föstudaginn. Stemming og jólaglögg af því tilefni. Ég mixaði hina stórfenglegu Jólaglögg Andansmanna með mixtúru af Jólaglögg Louise. Það var íslensk-danska verslunarfjelagið sem stóð að því.
Á laugardaginn var maður skotinn til bana hér í miðbænum. Jájá, lesið allt um það hér. Og svo fæddist okkur lítil prinsessa á sunnudaginn. Ég fór ásamt foreldrum mínum í konungshöllina og vottaði henni viðingu mína, og íslensku þjóðarinnar raunar. Mogginn fjallar ekkert um það fyrir ykkur en Politiken gerir það.
Jájá... annars ætla ég að skrifa masters ritgerð um dicourse markers... hvað heitið það aftur á íslensku?
6. des. 2003
Nú vandast málið. Ég get ekki gert upp við mig hvað ég á að spila á meðan ég leysi verkefnið í Generative Grammar. Mér dettur í hug Zooropa með U2. ÉG enduruppgötvaði hann um daginn. Alltaf gaman að enduruppgötva gamalt stöff. Ég man þegar ég heyrði hann fyrst. Það var hún Elínborg vinkona mín sem leyfði mér að heyra. Það var haustið '93. Bara tíu ár síðan! Svo er það Still með Joy Division. Hann keypti ég hér í bæ eftir að hafa horft á 24 hour party people. Það var með henni Berglindi vinkonu minni. Vei! Eða á ég að spila Elephant Shoe með Arab Strap?. Ég fór einmitt á tónleika með þeim um daginn með henni Karinu vinkonu minni. Það var mergjað maður. Eða kannski Exail on main street með Stones. Ég fór á tónleika með þeim um daginn líka, en þá var ég einn. Hvar voru allar vinkonur mínar þá?.
En hva... þar sem ég verð líklega þrjá tíma að leysa þetta verkefni þá spila ég þá bara alla. Problem Solved!
En hva... þar sem ég verð líklega þrjá tíma að leysa þetta verkefni þá spila ég þá bara alla. Problem Solved!
Það er frekar klikkuð jólastemming í Club27. Liisa eldaði handa okku klassískan finnskan jólamat og Miss Notley keypti jólatré og útbjó aðventukrans. Mér brá að vísu þegar ég sá jólatréð - fullskreytt og fallegt í byrjun desember. En tja... mér er bara farið að þykja vænt um litla fjandann.
Svo drukkum við jólaglögg og átum piparkökur og speskökur og skiptumst á frásögnum á jólahefðum frá hverju landi. Toppurinn var svo þegar við sungum Heimsumból á 5 tungumálum!
Og hey - Sinterklaas gaf mér þrjár gjafir í gær. Ég hef líklega verið svona óskaplega góður strákur þetta árið... annað en ég hélt!
Svo drukkum við jólaglögg og átum piparkökur og speskökur og skiptumst á frásögnum á jólahefðum frá hverju landi. Toppurinn var svo þegar við sungum Heimsumból á 5 tungumálum!
Og hey - Sinterklaas gaf mér þrjár gjafir í gær. Ég hef líklega verið svona óskaplega góður strákur þetta árið... annað en ég hélt!
4. des. 2003
Helviti er thetta klikkad!
Hjer sit eg nidri i skola ad klara verkefni og er ad hlusta a Rut Reginalds syngja Jeg sa mommu kyssa Jolasvein. Aldrei hefi jeg verid jafn gladur ad heyra jolalog a islensku... ja nu er madur sko kominn i jolaskap
Internetid er snilld - og Ras tvo er geggjud!
Island - bezt i heimi!!!!!!!!!!!
Hjer sit eg nidri i skola ad klara verkefni og er ad hlusta a Rut Reginalds syngja Jeg sa mommu kyssa Jolasvein. Aldrei hefi jeg verid jafn gladur ad heyra jolalog a islensku... ja nu er madur sko kominn i jolaskap
Internetid er snilld - og Ras tvo er geggjud!
Island - bezt i heimi!!!!!!!!!!!
3. des. 2003
Þetta er líklega mín lukka. Þegar ég settist fyrir framan tölvuna í dag uppgötvaði ég að það er uppselt á B&S tónleikana. Fimmfrikandellenmánuði fyrirfram. Svo þetta verða líklega tómleikar hjá mér. Fussumsvei. En ég sá þau svo sem í Barcelona í vor ætti að nægja að sinni. Helvíti var það gaman. Muniði krakkar? Var ekki gaman hjá okkur? Ha. Var það ekki? Hm.
Helvítis ósómi. Ég skrifaði í nótt aðra grein á Selluna. Að þessu sinni um vændi. Fór í heilmikla heimildaleit um internetið. En nú þegar ég starta vafranum poppar upp svona stykki sem segir: Hey dude. Wanna see naked teens? Og eini valmöguleikinn er OK! Já, og nú er upphafssíðan hjá mér orðin einhver xxxamsterdam.com eða eitthvað fáránlegt. Jájá, af því að ég var að skoða heimildir um vændi er ég altíeinu stimplaður einhver perri þarna á netinu. Krípí - vægast sagt.
2. des. 2003
Ókei - 31. mars ætla ég á tónleika með Belle&Sebastian í Utrecht. Miðinn kostar 28 evrur. Mér dettur í hug nokkrir sem hefðu áhuga á að koma með. Talið nú eða forever hold your peace. Ég ætla að tryggja mér miða nú á næstu dögum. Á ég að versla fleiri en einn?
Ókei - Hjólinu mínu var stolið! Ég er nokkuð viss um það í þetta sinn. Það var bara alls ekki hvar ég skildi við það síðast. Ég græt svo sem ekki hjólið enda orðið hálfbremsulaust og alveg ljóslaust og hálfgerð dauðagildra í sjálfu sér. En lásinn græt ég, sem kostaðið þriðjung af verði hjólsins. Og svo er auðvitað bagalegt að vera hjóllaus í þessum bæ. Ætli ég verði ekki að splæsa á mig nýju hjóli á næstu önn. Þegar önnur umferð námslána dettur inn á reikninginn minn. Dauði og djöfull.
Ókei - þegar ég sótti um skólavist hér í bæ þurfti ég að gangast undir enskukunnáttupróf. Ég stóðst lágmarkseinkunn og rúmlega það. En Stúlkan sem hélt fyrirlestur í Language Contact í dag hefur ábyggilega skítfallið á þessu prófi. Hvernig í ósköpunum komst hún inn í skólann? Fyrir nú utan það að hún getur ekki stunið upp einni setningu sem inniheldur amk eitt orð sem getur talist enskt, þá kann manneskjan bara alls ekki að fremja glærusjó. Ég er nú svo sem enginn snillingur í enskri túngu eða glærugerð, en kommon píbol!
(Þess má geta að ég vann mitt glærusjó í Macromedia Flash - það var dúndur!)
Ókei - Hjólinu mínu var stolið! Ég er nokkuð viss um það í þetta sinn. Það var bara alls ekki hvar ég skildi við það síðast. Ég græt svo sem ekki hjólið enda orðið hálfbremsulaust og alveg ljóslaust og hálfgerð dauðagildra í sjálfu sér. En lásinn græt ég, sem kostaðið þriðjung af verði hjólsins. Og svo er auðvitað bagalegt að vera hjóllaus í þessum bæ. Ætli ég verði ekki að splæsa á mig nýju hjóli á næstu önn. Þegar önnur umferð námslána dettur inn á reikninginn minn. Dauði og djöfull.
Ókei - þegar ég sótti um skólavist hér í bæ þurfti ég að gangast undir enskukunnáttupróf. Ég stóðst lágmarkseinkunn og rúmlega það. En Stúlkan sem hélt fyrirlestur í Language Contact í dag hefur ábyggilega skítfallið á þessu prófi. Hvernig í ósköpunum komst hún inn í skólann? Fyrir nú utan það að hún getur ekki stunið upp einni setningu sem inniheldur amk eitt orð sem getur talist enskt, þá kann manneskjan bara alls ekki að fremja glærusjó. Ég er nú svo sem enginn snillingur í enskri túngu eða glærugerð, en kommon píbol!
(Þess má geta að ég vann mitt glærusjó í Macromedia Flash - það var dúndur!)
*Geisp*
Ég negldi inn grein á Selluna í dag. Ég var nú í hálfgerðu kóma þegar ég skrifaði hana og stóð uppi með... tja... andskoti fastan bolta. Fjú... ég held ég verði að slappa aðeins af í Michael Moore pælingum mínum. Maður verður eitthvað svo blóðheitur. Eins og Spánverji. Þó Michael Moore sé nú enginn Spánverji.
Hvað segir maður aftur? Enginn er Spánverji í eigin föðurlandi, nema Spánverjar.
Í fréttum er þetta helst. Ég lauk við proposal fyrir lokaritgerðina mína í Language Contact í dag. Ég held þetta verði meistarastykki. Ef ég einhverntíma byrja á henni það er.
Hvað um það. Farinn í háttinn.
Vei!
Ég negldi inn grein á Selluna í dag. Ég var nú í hálfgerðu kóma þegar ég skrifaði hana og stóð uppi með... tja... andskoti fastan bolta. Fjú... ég held ég verði að slappa aðeins af í Michael Moore pælingum mínum. Maður verður eitthvað svo blóðheitur. Eins og Spánverji. Þó Michael Moore sé nú enginn Spánverji.
Hvað segir maður aftur? Enginn er Spánverji í eigin föðurlandi, nema Spánverjar.
Í fréttum er þetta helst. Ég lauk við proposal fyrir lokaritgerðina mína í Language Contact í dag. Ég held þetta verði meistarastykki. Ef ég einhverntíma byrja á henni það er.
Hvað um það. Farinn í háttinn.
Vei!
1. des. 2003
Þrjú póstkort komin upp á vegg. Svo sem ágætis árangur en ekki sá sami og ég hefði búist við. Ykkur sem senduð kort þakka ég pent. Þau sóma sér vel á veggnum hvíta. En hann er enn full hvítur, þrátt fyrir póstkort og plaköt.
Og hey (hey er fyrir hesta)! Það er fyrsti des í dag. Svei mér þá hvað tímin líður hratt. Talandi um það þá var ég að tala um júróvísjón við Roger um daginn. Hann kom af fjöllum og bað mig að útskýra. Ég útskýrði og gaf honum tóndæmi. Nefnilega fyrsta framlag okkar Íslendinga til þeirrar keppni. "Time flies fast on a satellite age, faster every day, faster every night" honum fannst lagið slæmt og textinn verri. Ég skal ekki segja, kannski var það flutningur minn og þýðing sem spillti annars þessu ágæta afreki Magnúsar Eiríkssonar.
Og hey (hey er fyrir hesta)! Það er fyrsti des í dag. Svei mér þá hvað tímin líður hratt. Talandi um það þá var ég að tala um júróvísjón við Roger um daginn. Hann kom af fjöllum og bað mig að útskýra. Ég útskýrði og gaf honum tóndæmi. Nefnilega fyrsta framlag okkar Íslendinga til þeirrar keppni. "Time flies fast on a satellite age, faster every day, faster every night" honum fannst lagið slæmt og textinn verri. Ég skal ekki segja, kannski var það flutningur minn og þýðing sem spillti annars þessu ágæta afreki Magnúsar Eiríkssonar.
Ég deili eldhúsi með Liisu. Hún er finnsk. Hún er fokkt opp!
Liisa hleypur allt. Hún hleypur þessa fimm metra úr herberginu sínu og inn í eldhús. En hún hefur einkennilegan hlaupastíl því hún lyftir aldrei fótunum af jörðinni. Þess í stað skefur hún gólfið með finnsku inniskónum sínum.
Liisa lærir rökfræði. Hún talar í rökfræði sem verður til þess að enginn nennir lengur að hlusta á hana. En hún eyðir líka mestum tíma inni í herberginu sínu, að lesa um rökfræði. Kemur einstaka sinnum út til að vaska upp (vanalega allt sem hendi er næst) og besserwissa um hitt og þetta. Í kvöld fræddi hún mig um það að Ísland tilheyrði í raun Evrópu þó það væri ekki hluti af meginlandinu. Ég þakkaði henni pent fyrir upplýsingarnar. En maður á ekki að tala illa um fólk og Liisa er vissulega fólk. Þó á mörkunum.
Liisa hleypur allt. Hún hleypur þessa fimm metra úr herberginu sínu og inn í eldhús. En hún hefur einkennilegan hlaupastíl því hún lyftir aldrei fótunum af jörðinni. Þess í stað skefur hún gólfið með finnsku inniskónum sínum.
Liisa lærir rökfræði. Hún talar í rökfræði sem verður til þess að enginn nennir lengur að hlusta á hana. En hún eyðir líka mestum tíma inni í herberginu sínu, að lesa um rökfræði. Kemur einstaka sinnum út til að vaska upp (vanalega allt sem hendi er næst) og besserwissa um hitt og þetta. Í kvöld fræddi hún mig um það að Ísland tilheyrði í raun Evrópu þó það væri ekki hluti af meginlandinu. Ég þakkaði henni pent fyrir upplýsingarnar. En maður á ekki að tala illa um fólk og Liisa er vissulega fólk. Þó á mörkunum.
Stundum er maður bara of þreyttur til að fara í háttinn.
Sunnudagar er Bíódagar á Dolhaantjestraat. Í kvöld var horft á Finding Forrester og svo einhverja dapurlegustu mynd sem ég hef horft á í langan tíma. Ekki man ég nafnið á henni en boy. Hún fjallar um white trash í Bandaríkjunum sem leikur sér að því að drepa ketti og stunda sifjaspjöll. Jamm, virkilega upplífgandi.
Sunnudagar er Bíódagar á Dolhaantjestraat. Í kvöld var horft á Finding Forrester og svo einhverja dapurlegustu mynd sem ég hef horft á í langan tíma. Ekki man ég nafnið á henni en boy. Hún fjallar um white trash í Bandaríkjunum sem leikur sér að því að drepa ketti og stunda sifjaspjöll. Jamm, virkilega upplífgandi.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)