Svo maður haldi nú áfram vangaveltum. Hvaða salt er vestan við Eystrasalt? Ef við gefum okkur að eystra sé miðstig af austur, þá hlýtur Eystrasalt að vera miðað við eitthvað sem er "minna austur", þ.e. vestar. Og varla heitir það Vestursalt, því þá væri nóg að Eystrasalt héti Austursalt. Því er líklegt að um sé að ræða eitthvað sem heitir Austursalt (jafnvel Vestrasalt). Kannast einhver við það? Svo er náttúrulega möguleiki að það gæti verið kallað einhverju öðru, svo sem Ytrasalt eða bara Salt.
Veit einhver betur um þetta?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli