Það snjóar í Amsterdam og aldrei þessu vant nær snjórinn að þekja jörðina. Nú vantar bara fjöllin.
Annars var ég að lesa um bíóverð norður á Íslandi og fólk undrast afhverju miðarverð lækkar ekki í samhengi við lágan dollar. Satt: 800 kall er slatti en hér í A'dam kostar miðinn yfirleitt um 10 evrur stundum 8. Það er nokkuð sambærilegt og jafnvel dýrara en á Ísalandi. Hins vegar eru hér engin hlé auk þess sem þú getur ávallt keypt bjór í bíó. Ég er ekki að tala um nein pappaglös. Þetta eru alvöru flöskur. Nú og svo má ekki gleyma því að nær öll kvikmyndahús í Amsterdam bjóða STÚDENTAAFSLÁTT sem er yfirleitt nokkuð veglegur. Það vantar algjörlega á Íslandi. Háskólabíó er ekki einu sinni með stúdentaafslátt nema eitthvað smotterí á einstaka sýningar.
Þetta er eitthvað sem stúdentahreyfingin mætti alveg fara að berjast fyrir!
jájá.... er ekki annars allt í góðu bara?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli