Ég er svangur en á engan aur
og alls ekki neitt í skápnum að borða.
Það er bölvað að basla svo staur
í Amsterdam blankur án kvöldmatarforða.
Til að seðja það sötra ég vín
sárasta hungrið um blákaldar nætur
og öskra: "Til ansans með LÍN!"
Það er ekki til neins að dröslast á fætur.
Já, nú er ég sultinn og sár,
til söknuðar finn til frændvina vorra.
Þá var það skömminni skár
er á skerinu nyrðra ég þreytti minn þorra.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli