Ik ga naar Þorrablót!
Utrecht er það heillin. Hitti H&B+D og saman strollum við þetta á þorrablót.
Svolítið mögnuð þessi pæling um þorrablót. Ég var að útskýra þetta á ensku, mánuðinn og matinn og blótin og þetta hljómar svo óskaplega gróteskt og vibbalegt allt saman.
Myndin sem nágrannar mínir hafa í huganum er líklega eitthvað á borð við 50 fulla íslendinga, hálfnakta, drekkandi mjöð og Brennivin úr hornum og slafrandi í okkur eistu og blóðpylsur og innyfli.
Við erum náttúrulega gjörsamlega klikkuð.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli