Mikið sakna ég heitu pottanna á Íslandi. Harður háls minn og stífir leggir þarfnast svo sem klukkustundar suðu á lágum hita. Hmmm, skáldið í mér vill brjótast út. Það finn ég. Lofum því að blómstra um stund. Því kannski hverfur það og birtist aldrei meir.....
stend hér við tölvuna' og stari á skjáinn
á stefnumót seinna við manninn með ljáinn
hann leynist í glasi og lúinni rettu
lævís hann brosir, klæddur í hettu
svarta sem bik og brjóst mitt innvortis
daglega baðað úr spiritus fortis
Engin ummæli:
Skrifa ummæli