16. feb. 2004
Strákandskotinn vaknaði nú bara eldsnemma í gærmorgun til að hjálpa Roger og Annelies að mála íbúðina þeirra nýju/gömlu hvíta eins og hjólið mitt sem heitir Will Smith af því að það er hvítt. Það vorum við, the Rangers, sem fórum fylktu liði á fákunum okkar fjórum til R&A og máluðum eins og herforingjar. Seinna í vikunni mun ég svo hjálpa þeim við að leggja parket. Af einhverjum ástæðum svaraði ég játandi þegar Roger spurði hvort ég kynni að leggja parket. Ég man nú ekki til þess að ég hafi nokkurn tíma lagt parket á ævinni. En við skulum sjá hvað 1001 DIY TIPS bókin segir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli