Hánótt... seinn í háttinn að vanda.
Dagurinn fór að mestu í að skrifa upp vitleysuna sem við kjöftum í eldhúsinu. Bráðfyndið á köflum. Svo eyði ég næstu dögum í að analæsa transkriptið og nota í ritgerð um langvitskontakt. Þetta er bara nokkuð gaman - klukkutími kominn á blað að aflokinni sex tíma vinnu.
Þess má geta að ég var landi og þjóð til sóma á jólaballinu á föstudaginn.
Í fréttum er þetta helst: Þeir náðu honum! - ég skrifaði grein um það hér.
Óboy... ég þarf að pissa - og svo bara verð ég að fara í háttinn.... Stjáni blái
Engin ummæli:
Skrifa ummæli