Internetið maður
Ég er svona óvirkur þátttakandi þessa stundina í jólaglögg Andansmanna. Einn galli þó. Maður fær svo heilmikla heimþrá í kjölfarið. Úhú. 15 eftir í húsinu. Það er orðið ó svo hljótt, en ekki í nótt. Þá var mesta þrumuveður sem ég hef upplifað. Eldingu sló niður hér rétt fyrir utan gluggann hjá mér. Ég hélt ég myndi deyja!
En Þorlákur á morgun. Þá fjölmennum við íbúarnir á Dolhaantje á barinn. Svo er jólamatur á aðfangadag. Og í Utrecht á annan hjá íslensku fjölskyldunni. Svei mér þá ... þetta er bara fínt!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli