Dagarnir líða og það styttist í jólin. Með hverjum degi fækkar líka íbúum á Dolhaantjestraat. Við verðum bara 15 í húsinum á jólanótt. Þá höldum við veislu.
Það er gaman að deila eldhúsi með allraþjóðakvikindum. Í gær leyfði Dima hin palestínska mér að smakka hádegismatinn hennar. Þetta var palestínskur réttur sem leit reyndar út eins og vettvangur sjálfsmorðsárásar en bragðaðist undursamlega. Eiginlega alveg ótrúlega vel. Ég finn enn bragðið þegar ég skrifa um hann og munnurinn fyllist af vatni og nú er ég farinn að slefa.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli