17. des. 2003

Marflatur? Flatur sem mar. Ég ligg marflatur á rúminu og skrifa ritgerð. Þetta fer ekki vel með bakið. Ég er reyndar ekki marflatur heldur frekar sem úfinn sjór.
Stundum, en bara stundum, efast maður um tilveru sína þegar maður horfir upp í stjörnubjartan himinn. Sem betur fer er ekki stjörnubjartur himinn hér heldur skýjað og drungalegt. Oft skrifa ég drugnalegt þegar ég ætla að skrifa drungalegt. Það gerðist þó ekki í þetta sinn. Onei.
Mér varð í dag hugsað til auglýsingar sem var sýnd í íslensku sjónvarpi. Hún var endaði með þessum orðum: "Ég kúka bara líkar"

Merkilegt

Engin ummæli: