Nú vandast málið. Ég get ekki gert upp við mig hvað ég á að spila á meðan ég leysi verkefnið í Generative Grammar. Mér dettur í hug Zooropa með U2. ÉG enduruppgötvaði hann um daginn. Alltaf gaman að enduruppgötva gamalt stöff. Ég man þegar ég heyrði hann fyrst. Það var hún Elínborg vinkona mín sem leyfði mér að heyra. Það var haustið '93. Bara tíu ár síðan! Svo er það Still með Joy Division. Hann keypti ég hér í bæ eftir að hafa horft á 24 hour party people. Það var með henni Berglindi vinkonu minni. Vei! Eða á ég að spila Elephant Shoe með Arab Strap?. Ég fór einmitt á tónleika með þeim um daginn með henni Karinu vinkonu minni. Það var mergjað maður. Eða kannski Exail on main street með Stones. Ég fór á tónleika með þeim um daginn líka, en þá var ég einn. Hvar voru allar vinkonur mínar þá?.
En hva... þar sem ég verð líklega þrjá tíma að leysa þetta verkefni þá spila ég þá bara alla. Problem Solved!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli